Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 65
HEILBRIGÐISMAL
UMSJÓN HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG
ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR
Líf og heilsa
Heilræði fyrir
skokkara
Haldið ykkur inni fremur en að hlaupa í menguðu lofti
Efni þessarar greinar hvetur
fólk ef til vill til að halla sér
makindalega aftur í hæginda-
stól fremur en að skokka sér
til heilsubótar.
í ljós hefur komið að skokk-
arar í stórborgum safna í lung-
un mun meira af óhreinindum
úr andrúmslofti en þeir sem
heima sitja. Læknar við há-
skólann í Los Angeles í Banda-
ríkjunum hafa sýnt fram á það
með rannsóknum sínum að
þeir sem skokka reglulega þar
sem verulegrar mengunar gæt-
ir eiga fremur á hættu að fá
ýmsa lungnakvilla.
Að hluta má skýra það með
því að öndunartíðni eykst
verulega á hlaupum og því fer
meira andrúmsloft um lungun
á hverri mínútu en ef um kyrr-
setu er að ræða. Við venjuleg
kyrrsetustörf er öndunarloft
að meðaltali um sex lítrar á
mínútu en þessi tala allt að
fimm- eða sexfaldast við
áreynslu hlaupsins. Miklu
máli skiptir einnig að við
áreynslu og aukna öndun
draga menn andann fremur
um munn en nef. í nefgöngum
eru fínar loftsíur sem hreinsa
að miklu leyti ýmsar fíngerðar
agnir úr innöndunarloftinu.
Þessi hreinsibúnaður kemur
því ekki að gagni þegar munn-
öndun er notuð og óhreinindi
úr lofti safnast fyrir í lungum.
Rykagnir hafna í fíngerðum
lungnablöðrunum og þangað
safnast hvítkorn, veggir blaðr-
anna þykkna og um leið
minnkar hæfni þeirra til loft-
skipta.
Það er því augljóst að skokk-
arar sem stunda hlaup í meng-
uðu umhverfi verða að skoða
þann ávinning sem er að
hlaupunum og meta hann í
Á hlaupum fer fímmfalt meira magn andrúmslofts um lungun á hverri
mínútu en í hvíld. Auk þess andar fólk þá fremur um munn en nef og
loftið fer því óhreinsað ofan í lungun og svifrykið sest að þar og getur
leitt til lungnakvilla.
ljósi þess skaða sem lungun
geta orðið fyrir af völdum
svifryksins.
Eðlileg viðbrögð hlaupara
við þessari vitneskju er að leita
uppi hreint umhverfi og iðka
sína heilsubót þar, t.d. utan
stórborga. Þeir sem ekki eiga
þess kost eða kjósa allra helst
að skokka innanbæjar ættu að
gæta þess að velja þann tíma
dags þegar mengun er í lág-
marki og jafnframt að forðast
að hlaupa við mestu umferðar-
götur. Mengun vegna umferð-
arinnar er í hámarki síðdegis á
asatíma en hvað minnst árla
morguns og það dæmist því
heppilegasti tími til skokks í
stórborgum. Sem betur fer er
loftmengun víðast hvar svo lít-
il á íslandi að þetta á vart við
hér en þó er nágrenni mestu
umferðargatna í Reykjavík ör-
ugglega óæskilegur vettvangur
til hlaupa þegar umferð þar er í
hámarki.
Hollt og gott í moga ferðalangsins
Þeir sem ferðast um ókunnar
grundir þekkja vafalaust af
eigin reynslu þá raun sem það
er þegar meltingarfærin
ganga af göflunum og lúta
engum skynsamlegum lög-
málum. Nú þykjast menn sjá
fram á bjartari tíma í þessum
efnum.
Með nýrri tækni hefur
reynst unnt að koma nytsam-
legum mjólkursýrugerlum lif-
andi í gegnum hreinsunareld
magasýranna og til þarmanna
þar sem þeir geta gert líkaman-
um gagn með því að vinna
gegn steinsmugu og melt-
ingartruflunum.
Fram til þessa hafa meðul
við slíkum ferðakvillum haft
þann agnúa að þau leysast upp
þegar í maganum. Hið nýja lyf
er hins vegar þeim eiginleikum
búið að það helst óvirkt þar til
það kemur inn í smáþarma en
losnar þá fyrst úr læðingi.
Hinn virki þáttur lyfsins eru
magasýrugerlarnir sem áður
voru nefndir og þeim er komið
fyrir í sérstökum hylkjum sem
eru húðuð með efni sem stenst
tærandi áhrif magasýranna.
í hylkjunum er ennfremur
komið fyrir veganesti fyrir
gerlana góðu. Það auðveldar
þeim lífsbaráttuna þegar út í
heiminn kemur og stuðlar að
því að þeir nái þeiri fótfestu í
þörmunum sem þarf til að þeir
fái yfirbugað þá óæskilegu kó-
lígerla sem þar eru til óþurftar.
Mjólkursýrugerlarnir gefa frá
sér sýrur sem sýra umhverfið
og valda því að skaðlegir gerlar
eiga erfitt uppdráttar.
Þessi nytsamlegu hylki má
taka inn bæði í forvarnarskyni
en einnig til að koma aftur á
reglu í meltingarfærunum.
Ferðalangur með stein-
smugu getur vænst þess að það
líði einn eða tveir dagar þar til
gerlarnir hafa unnið baráttuna
við illu gerlaöflin. Sérfræð-
ingar mæla einnig með því að
taka inn þessi hylki að loknum
fúkalyfjakúr því að þau lyf
Gerlarnir eru búnir af stað með
nesti og nýja skó og komast um
torfærur magans heilir á húfí.
eyða iðulega allri þarmaflór-
unni, einnig hinum jákvæðu
gerlum og hylkin flýta fyrir
æskilegri endurreisn jákvæðra
gerlastofna.
ÞJÓÐLÍF 65