Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 67

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 67
Islensk náttúra er v/ða fábreytt og snauð en auður hennar er fegurð og hreinleiki. Kísilsýra vinnur gegn surs regns Margir binda vonir við nýtt efni sem gæti komið að not- um í baráttunni við súrt regn, sem mengað hefur vötn og valdið fiskidauða. Kísilsýra er efnið. Súrt regn hefur eytt lífi í þúsundum vatna í Evrópu og víðar. Reynt hefur verið að bjarga fiski í vötnunum með því að bera kalk í þau en það hefur borið lítinn árangur og reynst skammvinn lausn. Nú hefur fundist ný aðferð sem virðist ætla að koma að tals- verðum notum í baráttunni. Hún felst í því að bæta kísil- sýru í vömin í stað kalks. Þetta virðist alveg út í hött, að vinna gegn áhrifum sýru með því að bæta við annarri sýru! Skýringin á þessu er sú að það er í raun ekki sýran sjálf í súra regninu sem eyðir fiski- lífi vatnanna heldur er það ál sem skolast úr jarðveginum fyrir tilstilli súrs regns og hafn- ar í vötnunum. Álið sest í tálkn fiskanna, dregur úr súrefnis- upptöku og fiskarnir kafna. I tilraun sem gerð var á Eng- landi var laxi sleppt í ker með vatni sem hafði sömu efnasam- setningu og ríkir í dauðum vötnum. Laxinn drapst allur nær samstundis. Því næst var kísilsýru bætt í kerin og laxi sleppt í þau. Hann synti þar um við hestaheilsu og kenndi sér einskis meins. Líkleg skýring á þessu er sú að kísilsýran bindur álið áður en það nær að setjast í tálknin. Næstu skref verða þau að kanna hve mikið af kísilsýru þarf að setja í dauð vötn til að endurreisa fiskistofna og hvort þetta muni reynast auðveldari, Helmingur jarðarbúa sækir eldsneyti í skóga og kjarr, og með aukinni fólksfjölgun hef- ur gengið á skógana og land- eyðing orðið sem aldrei fyrr. Nokkrar vonir standa til þess að sívaxandi þörf fyrir eldsneyti megi a.m.k. að nokkru leyti uppfylla með því að rækta í þessu skyni fljót- sprottnar trjátegundir. Menn líta nú hýru auga tröllatré (Eucalyptus) frá Ástralíu. Sumar tegundir þessarar ætt- kvíslar eru afar fljótsprottnar Nú hefur verið fundinn upp kúlupenni sem á væntanlega eftir að stytta blindum stund- ir. Hann smitar sérstöku bleki sem er með örsmáar agnir í þykkni. Þegar skrifað er með pennanum myndar hann upp- ódýrari og varanlegri lausn en að kalka vötnin eða að stemma stigu við menguninni. Síðast- nefnda lausnin er augljóslega æskilegust en hún er seinvirk og erfið því hún krefst fjöl- þjóðlegs átaks og samvinnu. og þrífast víða með ágætum, jafnvel í rýru og þurru landi. Þau ná allt að 30 m hæð á átta árum og af einum hektara skógar má fá 150 rúmmetra af brenni. Að auki má vinna úr timbrinu olíur til iðnaðar. Þessi tré hafa jafnframt reynst góð vörn gegn jarðvegs- eyðingu því að rótarkerfi þeirra veldur því að regnvatn rennur síður brott á yfirborði en hripar niður í jarðveginn og eykur grósku plantna. hleypta, varanlega stafi og blindir geta lesið þá eins og um venjulegt blindraletur væri að ræða. Uppfinningamaðurinn er franskur kennari og blindir menn sem hafa reynt pennann hafa tekið honum fagnandi. Vitaskuldir í ferð Voyagers 2. um sólk- erfið uppgötvuðust m.a. tíu ný tungl Úranusar. Þau hafa nú hlotið nöfn sem fengin eru úr verkum Shakespeares og Popes. þau heita Puck, Portía, Jú- líetta, Kressída, Rósalind, Belinda, Desdemóna, Kor- delía, Ófelía og Bíanka. ★★ Flóðhesturinn er nánasti ættingi hvala á landi. Talið er að þróunarleiðir þessara ættingja hafi skilist fyrir um 60 milljónum ára. ★★ Venjulegt matarsalt, nat- ríumklóríð, er mikilvæg- asta saltið í höfunum. Auk þess finnast 53 önnur sölt í sjó en þau eru öll í miklu minni mæli. ★★ Þegar kondór hefur tekið flugið getur hann svifið allt að 100 km án þess að blaka vængjum. 0 Nýr orkugjafi fyrir fátækar þjóðir Kúlupenni sem skrifar blindraletur ÞJÓÐLÍF 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.