Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 66
| VÍSINDI OG TÆKNI |
Ekki linnir skógar-
dauda í Evrópu
Úr Hallormsstaðaskógi. Heilbrígð tré íhollu umhverfi.
Necmderdalsmaður
fær andlitslyftingu
Nokkurrar bjartsýni hefur
gætt hjá nokkrum vísinda-
mönnum um að nú færi að
hilla undir það að skógar
Evrópu laufguðust og bæru
sitt barr líkt og fyrrum. Tvær
skýrslur sem voru birtar í
október síðastliðnum slá þó á
þær bjartsýnisraddir því þar
kemur fátt fram sem túlka má
sem ljós í svartnættinu.
í mjög víðtæku úrtaki sem
var tekið 1987 og náði vítt um
Evrópu sá verulega á 14,7%
allra trjáa. Endurtekið úrtak
Yitaskuldir
Engiferjurtin er gömul
lækningaplanta. Nú hefur
komið í ljós að hún er hið
áhrifaríkasta meðal gegn
sjóveiki og er aukinheldur
laus við allar óæskilegar
aukaverkanir sem önnur
hefðbundin lyf hafa.
★ ★
Dökkt tóbak (t.d. Gauloi-
se-sígarettur) virðist auka
hættu á krabbameini í
þvagblöðru meira en ljóst
tóbak. Hið síðarnefnda
tengist á hinn bóginn
lungnakrabba mun sterk-
ari áhættuböndum en
dökka tóbakið.
★★
Þegar neglur vaxa myndast
sérstakt mynstur sem má
nota líkt og fingraför til að
greina milli manna. Öxar-
morðingi nokkur í Banda-
ríkjunum var gómaður
1980 vegna þess að á
morðstaðnum fannst hluti
af nögl sem var rakin til
hans.
frá 1988 leiddi í ljós að 12,8%
trjáa voru sködduð en sérfræð-
ingar telja að þá lækkun megi
skýra með heppilegra veður-
fari fremur en að um varanleg-
an bata sé að ræða. Ástandið
mun hvað verst í Skotlandi,
Þýskalandi, Hollandi, á Ítalíu,
Spáni og Grikklandi.
í Vestur-Þýskalandi er ár-
lega birt skýrsla um ástand
skóga í þvísa landi og þar segir
að þar sjái á um 53% alls skóg-
lendis og þar af séu um 16%
trjáa verulega illa haldin.
Einna verst úti verða beykitré
og tré sem eru eldri en 60 ára.
Sérfræðingar þar telja megin-
orsök skógardauðans sívax-
andi mengun frá bílum og
mengun sem berst inn yfir
landamærin frá nágrannaríkj-
um.
Miklar vangaveltur hafa stað-
ið um aldur og uppruna
manna og það hefur reynst
erfitt að komast að sameigin-
legri niðurstöðu sem mann-
fræðingar hafa allir sæst á.
Tveir bandarískir mann-
fræðingar hafa endurgert
hauskúpu neanderdalsmanns
og þykja með því hafa styrkt
ætternisbönd hans við nútíma-
manninn.
Þróunartré mannsins hefur
verið býsna kræklótt og óljóst.
Sumir mannfræðingar telja að
nútímamaðurinn hafi orðið til
í Afríku fyrir um 250.000 ár-
um og að hann hafi síðar
breiðst út um jörðina og rutt
neanderdalsmanninum úr
vegi. Neanderdalsmaðurinner
samkvæmt þeim kenningum
talin önnur tegund en nútíma-
maðurinn.
Aðrir mannfræðingar telja
neanderdalsmanninn undir-
tegund nútímamannsins og
þessi fyrrnefnda, endurgerða
hauskúpa þykir styðja þá
kenningu.
Fram til þessa hefur viðtek-
in mynd neanderdalsmannsins
verið mannvera með lágt, aft-
urhallandi enni, stóra nasa-
vængi, framstæða kjálka og
rýra höku. Hauskúpan títt-
nefnda sýnir hins vegar mann
með litlar nasaholur og flatt
andlit. Það er svipmót sem er
honum og reismanni (Homo
erectus) sameiginlegt og haus-
kúpusmiðirnir bandarísku
telja þessar tvær tegundir
manna mjög náskyldar.
Hauskúpan var endurgerð
eftir hauskúpubeinum sem
fundust í helli í írak. Beinaleif-
arnar eru taldar 100.000—
145.000 ára gamlar. Á sama
svæði fundust einnig leifar
annarra manna sem voru uppi
samtíma neanderdalsmönnun-
um og þeir menn hafa borið
allt svipmót nútímamanns.
Mannfræðingarnir telja að
þessar tvær tegundir hafi tekið
að æxlast saman í einhverjum
mæli og síðan hafi neander-
dalsmaðurinn orðið undir í
samkeppninni og dáið út.
0
66 ÞJÓÐLÍF