Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 10

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 10
INNLENT Skólabörn eru skemur í skóla en foreldrar þeirra voru. breytta verkskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. En þó deilur séu um það innan stjórnar- flokkanna hvort tíu ár séu of skammur tími er vilji foreldra, skólafólks, nemenda, sveitarstjórnarmanna og fulltrúa atvinnu- lífsins að hraðað verði sem mest að gera skóla landsins einsetna og lengja skóladag- inn. Telja margir að tíu ár sé allt of langur tími, - þörfin sé það brýn að leysa verði málið nú þegar með þjóðarátaki. Og að sögn margra viðmælenda Þjóðlífs kostar slíkt þjóðarátak fyrst og fremst vilja. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðlíf hefur aflað sér hefur komið til tals innan ráðuneytisins að skipuð verði nefnd með fulltrúum allra stjórnmálaflokka um það hvernig hægt verði að koma sem fyrst á einsetnum og lengri skóla. Enn sem kom- ið er hafa engar ákvarðanir verið teknar í þessum efnum. Þjóðlíf hefur áður (sept. 9.tbl.l989) fjallað um einsetningu í skóla og þar kom fram að tilraun í þessa veru yrði gerð í Fossvogsskóla nú í haust. Því var m.a. leitað álits skólastjóra og foreldra barna í Fossvogsskólanum um reynsluna eins og fram kemur í úttekt Þjóðlífs. í landinu öllu eru um 216 skólar á grunnskólastigi. Af þeim stafa um 40% í níu mánuði, en hinir í 7 til 8 mánuði. Nemendurnir eru um 42000 talsins og kennarar um 3500. Víða um landið eru skólarnir einsetnir, en í því efni er Reykja- vík aftarlega á merinni. Mönnum vex í augum gífurlegur kostn- aður sem felst í byggingu skólahúsnæðis sem til þyrfti í einsetningu skóla, þ.e. ef menn gera sömu kröfur til slíks húsnæðis og fram að þessu. En um þær kröfur eru nú komnar fram efasemdir. Aslaug Brynj- ólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík bendir t.d. á, að hægt sé með hagkvæmari hætti að kenna í lausum kennslustofum. „Að mínu mati er eytt allt of miklum pening- um í óþarfa við byggingu skóla hér á landi“. Margir velta því einnig fyrir sér, að miklar fjárfestingar liggja í ónotuðu skóla- húsnæði að sumarlagi auk þess sem starfs- menn skólanna eru á launum allt árið. Af hverju er ekki unnið í skólunum á sumrin og reynt að nýta húsnæðið og kostnaðinn allan til einsetningar skólanna? — Skólaár- ið er svo stutt út af rollunni, sem enn er mjög valdamikil á íslandi, sagði kennari nokkur í samtali við Þjóðlíf. Skólanum lýkur vegna sauðburðar í maí og hefst aft- ur að afloknum göngum eða svo gott sem. Röksemdir um að börn hafi gott af því að kynnast atvinnulífinu falla yfirleitt um sjálft sig vegna þess að tiltölulega fá börn eiga kost á slíkri vinnu. áir trúa því í fljótu bragði að foreldrar barna í grunnskólum hafi fengið lengri kennslutíma í barnaskólunum en börnin þeirra. Engu að síður er það svo að síðastliðin ár hefur verið gengið á viðveru- tíma barna jafnt og þétt. Árið 1960 var viðvera barna í 1. til 8.bekk 10210 mínútur á viku, 9600 árið 1977, 9400 árið 1984 og samkvæmt upplýsingum menntamála- ráðuneytisins er viðvera barna árið 1989 komin niður í 9080 mínútur á viku! At- hyglivert er að á sama tímabili hafa orðið verulegar þjóðfélagsbreytingar m.a. þannig að um 1960 átti barnið á vísan að róa á heimili sínu að afloknum skóladegi, en á seinni árum hafa konur komið út á hinn almenna vinnumarkað og ekkert for- eldri til staðar á heimilinum fyrir börnin að afloknum skóla. Þó viðvera barna hafi styst á síðustu árum all verulega, verður hið sama ekki sagt um kennsluskyldu kennara. Kennar- ar sem hófu störf uppúr 1970 voru með 36 stunda kennsluskyldu en í dag er 29 stunda kennsluskylda á viku. Á sama tímabili hefur nemendum verið fækkað verulega í bekkjum, sem skýrir að hluta til þá þróun sem orðið hefur. Það er margt sem bendir til þess að börn á íslandi séu vanrækt. Hér á landi er t.d. sögð hæsta slysatíðni barna í heimi. Og Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefur ár- lega afskipti af um 1100 foreldrum 2000 barna undir 16 ára aldri. Á þessu skólaári fá milli 2300 og 2400 börn sérkennslu eða 17—18% heildarnem- endafjölda í Reykjavík. Flest þeirra eiga við lestrarörðugleika að etja og um eitt þúsund þeirra stríða auk þess við félagsleg og tilfinningaleg vandkvæði samkvæmt upplýsingum Arthúrs Morthens sér- kennslufulltrúa hjá fræðslustjóra. Skól- arnir fóru fam á um 6000 sérkennslu- stundir en ráðuneyti menntamála veitti heimild til 2900 stunda. Það er því hyl- dýpisgjá milli þess sem nemendur þurfa í grunnskólum Reykjavíkur að mati sér- fræðinga og þess sem yfirvöld skammta börnunum. argir telja að íslenska samfélagið vanvirði börn skipulega, því meira sem þau eru yngri. Rekja megi skeytingar- leysi stjórnvalda og sveitarfélaga gagvart börnum bæði á forskólaaldri og grunn- skólaaldri m.a. til þess að þau eigi sér fáa talsmenn. Foreldrarnir bregðist. En það bendir einnig ýmislegt til þess að þjóðin sé að vakna gagnvart þessu máli. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands vakti at- hygli á þessu skeytingarleysi í nýársávarpi sínu. Stofnuð hafa verið félög til að vekja athygli á slæmum aðbúnaði barna bæði skólabarna og barna á forskólaaldri. „ís- lendingar sýna börnum nakið kæruleysi. Við þurfum ekki endilega á formlegum breytingum að halda með lögum, það er innihaldið sem skiptir máli, við þurfum að sýna börnum meiri ræktarsemi, skilning og virðingu“, segir Arthúr Morthens. 0 10 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.