Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 11

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 11
VANRÆKSLA OG ÞJÓÐARSKÖMM Stœrsta hneykslismál þjóðarinnar hvernig búið er að íslenskum börnum ískólamálum, segir Áslaug Brynjólfsdóttir frœðslustjóri í Reykjavík: „Ég er þess fullviss að sú ofbeldisalda sem nú hefur orðið vart við sé einungis byrjunin á því sem þjóðin á í vœndum þvíþróunin hefur stefnt markvisst í þessa átt á undanförnum árum. Eg tel að ástœðu þessa megi að stórum hluta rekja til skólakerfisins“. „Það er eins og þjóðina skorti vilja til að standa með börnunum. Þau eiga sér í raun og veru afskaplega fáa málsvara í þjóðfélaginu, jafnvel foreldrarnir virðast ekki hafa uppurð í sér til að taka málstað þeirra“, segir Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík. insetnir skólar eru forsenda þess að þeir geti orðið manneskjulegir og það myndi einungis kosta um 800 milljónir að ná því markmiði í Reykjavík. Núverandi nýtingarhlutfall skólanna er allt of hátt, eða um 150%, og er fengið með tvísetn- ingu þeirra að hluta. Það má segja að allt að 3700 börn séu hornrekur í grunnskól- um Reykjavíkur og er þar aðallega um að ræða yngstu börnin. Til að koma á viðun- andi ástandi þyrfti að fjölga skólastofum um 150 til 160. Að mínu mati er þetta eitt stærsta hneykslismál þjóðarinnar. Allt skólastarfið líður fyrir þetta og svona lagað tíðkast hvergi í þróuðum samfélögum. Samanborið við hve miklu er eytt í versl- unarhúsnæði og þjón- ustu er meðferð þjóðfé- lagsins á börnunum til skammar. — Ég er ekki í minnsta vafa um að stjórnendur borgarinn- ar geri sér grein fyrir þessum slæmu aðstæð- um og þrengslum í grunnskólum borgar- innar. Mér er hins veg- ar ekki kunnugt um að það hafi verið gerð formleg áætlun um hvernig eigi að leysa þetta. Yfirvöld horfa í kostnaðinn og halda því jafnvel fram að 800 milljónir dugi ekki, — því sé ekki hægt að leysa vandamálið nema á mjög löngum tíma. — Að mínu mati er eytt allt of miklum peningum í óþarfa við byggingu skóla hér á landi. í stað þessara óskaplegu stóru og dýru steinsteypubákna ætti að byggja minni skóla, sem í senn væru sveigjanlegir og færanlegir. Ef sú leið væri t.d. farin að byggja lausar skólastofur við þá skóla sem þegar eru fyrir hendi mætti leysa þörfina fljótt og á ódýran hátt. Þær mætti síðan nota til annarra hluta þegar dregur úr þörfinni í viðkomandi hverfum, — eða til að mæta þeirri þörf sem skapast annars staðar samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. í nágrannalöndunum er ekki svona ofboðslegur íburður í skólabygging- um. — í grunnskólafrumvarpinu er gert ráð fyrir að skóladagur yngstu nemend- anna verði lengdur upp í 25 tíma á viku á næstu þremur árum og að á næstu 10 árum verði öllum nemendum boðið upp á 35 tíma á viku. Þetta er vissulega til mikilla bóta því á undanförnum árum hefur kennslustundafjöldi grunnskólabarna verið skertur vegna sparnaðaráforma rík- isins. Nýverið var t.d. stundafjöldinn skertur um einn tíma í öllum bekkjar- deildum grunnskólans og árið 1984 var hann einnig skertur. að ber vott um mikið ábyrgðarleysi að starfrækja skólana á þann hátt sem nú viðgengst og ber vott um úrræðaleysi þeirra sem ábyrgðina bera. í þessu sam- bandi er rétt að minnast þess að maður kemur ekki plöntu til nema það sé hlúð almennilega að henni frá upphafi. Þess vegna er það algjört grundvallaratriði að börn séu ekki gerð taugaspennt, stressuð og hrædd í upphafi skólagöngunnar, og séu jafnvel látin drepa tímann við gláp á hryllingsmyndir heima hjá sér eða látin þvælast einhvers staðar útivið í reiðileysi. En þetta úrræðaleysi kemur ekki einungis niður á sálarlífi barnanna því það kostar bæði þjóðfélagið, heimilin og atvinnurek- endur ómælda fjármuni. Núverandi ástand gerir ráð fyrir því að fólk sé að skjótast í tíma og ótíma úr vinnunni til að koma börnum sínum á milli staða. Brotthvarfið úr vinnunni kemur óhjá- kvæmilega niður á vinnuafköstum og þvælingurinn býður heim aukinni hættu á umferðarslysum með tilheyrandi limlest- ingum. Stressið sem þessu fylgir, bitnar á öllum og vegna tímaskorts er börnunum boðið upp á allskyns ruslfæði. Hér er ef til vill komin ein skýringin á hárri tíðni tannskemmda hjá börnum hér á landi. — Ég er ekki í minnsta vafa um að aukin hegðanavandamál meðal barna og unglinga stafar af sinnu- og hirðuleysi fullorðna fólksins, meðal annars í skólamálum. Og ég er þess fullviss að sú of- beldisalda sem nú hefur orðið vart við, sé ein- ungis byrjunin á því sem þjóðin á í vændum því þróunin hefur stefnt markvisst í þessa átt á undanförnum árum. Ég tel að ástæðu þessa megi að stórum hluta rekja til skólakerfisins. Bæði er skólaárið of stutt og skóladagurinn of stutt- ur, vinnuálag heimil- anna mikið og fyrir vik- ið eru börnin vanrækt. Ábyrgð stjórnmála- manna dagsins í dag og reyndar þjóðarinn- ar allrar er mikil í þessum efnum. Málið er, að þjóðin vill ekki eyða nægjanlega miklu í uppeldismál. Ég vil ekki ásaka einungis stjórnmálamennina, því fólk er alltaf að kvarta yfir sköttunum sínum. Fólki finnst eins og það sé verið að skerða lífskjörin með aukinni skattheimtu. Fólk Aslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjórí. Helsta meinsemdin er að börnin fá ekki nógu mikið atlæti. ÞJÓÐLÍF 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.