Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 15

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 15
Lovísa Jónsdóttir hárgreiðslumeistari. Það er bæði til heiðarleg og óheiðarleg samkeppni. HORÐ SAMKEPPNI í HÁRGREIÐSLU Segir óheiðarlega samkeppni Reykjavíkurborgar vera ógnun við starfsemi almennu hárgreiðslustofanna. Viðtal við Lovísu Jónsdóttur hárgreiðslumeistara KRISTJÁN ARI „Það hefur sýnt sig á alþjóðlegum sýn- ingum og samkeppnum að íslenskir hár- greiðslumeistarar standa erlendum starfsfélögum sínum síður en svo að baki hvað varðar handbragð og nýjungar. Á þessum mótum reynir verulega á færni þátttakenda því þar er fyrst og fremst unnið út frá frjóum hugmyndum og list- rænu innsæi, og er í rauninni alls óvið- komandi okkar daglega starfi. En það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast vinnubrögðum erlendra starfssystkina og nýtist okkur að sjálfsögðu í starfi, seg- ir Lovísa Jónsdóttir hárgreiðslumeist- ari. Aíslandi á hárgreiðsluiðnin sér sjálf- sagt um hundrað ára sögu, enda skil- yrtur fylgifiskur borgarmenningarinnar. — Áður fyrr voru það fyrst og fremst betur stæðar konur sem fóru í hárgreiðslu enda höfðu ekki aðrar ráð á því að láta nostra mikið við sig. En þetta hefur nátt- úrlega breyst mikið síðan þá. Þegar ég hóf nám í greininni fyrir 28 árum komu t.d. nær eingöngu fullorðnar konur inn á stof- urnar og karlmenn sáust þar ekki. Á þeim tíma var hippatímabilið að hefja innreið sína og yngri konurnar létu hárið á sér vaxa. Fólk var að mínu mati allt að því druslulegt á þessum tíma og maður hugs- aði oft með sér hversu gaman það væri ef maður kæmist með skærin í hárið á hipp- unum. Nær allt hippatímabilið sáust hvorki yngri konur á stofunum og það var ekki nema fyrir fermingarvígslur sem stúlkur sáust þar. Fyrir fermingarstúlk- unum var hárgreiðsla einskonar helgiat- höfn, tákn um að þær væru komnar í tölu fullorðinna, en ekki eftirsóknarverð þjón- usta sem slík. — Þó hárgreiðslustofur hafi átt í vök að verjast á hippatímabilinu þá má segja að þær hafi dafnað þeim mun betur eftir að því lauk. í millitíðinni höfðu nefnilega karlmenn látið sér vaxa sítt hár þannnig að þeir byrjuðu í stigvaxandi mæli að koma inn á stofurnar ásamt ungu konunum. Þetta var mjög jákvæð þróun að mati okk- ar sem störfuðu í greininni en olli okkur jafnframt umtalsverðumerfiðleikum. Allt fram að þessum tíma hafði allt faglegt nám hárgreiðslunema einvörðungu farið fram á stofunum og því höfðum við mjög tak- markaða kunnáttu til að gera nýja hluti. Og fram að þessu var eingöngu klippt með hnífum, — skærin eingöngu notuð til að jafna endana. Þegar síðhærðu hipparnir byrjuðu að koma inn á stofurnar stóð ég t.d. frammi fyrir því að ég hafði aldrei lært að nota skærin að neinu viti til að klippa ÞJÓÐLÍF 15

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.