Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 16

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 16
með né heldur lært að blása hár. Til að ráða bót á þessu ákvað ég að smella mér á námskeið erlendis til að læra þessi nýju handbrögð. Ég man að mér fannst þetta alveg stórkostlegur tími og innra með mér upplifði þetta breytta handverk sem rosa- lega hugarfarslega byltingu. — í kjölfar þessa áttu sér stað straum- hvörf í faginu og vinnan breyttist mikið. Straumar og stefnur í fatatískunni fór að hafa aukin áhrif á kröfur fólks og þar sem tískan er alltaf að breytast þá eru óskir viðskiptavinanna breytilegar frá degi til dags. Áður breyttist fatatískan mjög hægt og sama gilti um hártískuna. Engu að síð- ur má segja að tískan hverju sinni sé alltaf sótt til eldri tíma, — með mismunandi su'lbrigðum þó. Þetta fer alltaf hringinn. ð undanförnu hefur áhugi fólks fyrir því að viðhalda hinu náttúrulega í hárinu aukist gríðarlega. Fyrir vikið hafa fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu ýmiss konar efna og hársápu neyðst til að verja gríðarlegum fjármunum í efnarann- sóknir til að gera framleiðslu sína úr sem náttúrulegustu efnum þannig að hún skemmi sem minnst. Það er mikil sam- keppni milli þessara fyrirtækja og því gríðarlegt framboð á þessum vörum. Að sjálfsögðu er einhver gæðamunur á ein- stökum vörumerkjum en í heildina séð er ekki mikið um skaðlegar vörur. Hið mikla vöruframboð gerir fólki að sjálfsögðu erf- itt fyrir um val á réttum efnum og sápum. — Aukin efnanotkun við umhirðu á hári, litun þess og liðun eykur verulega á nauðsyn þess að fólk velji réttar og góðar vörur. Notkun tilbúinna efna hefur meðal annars í för með sér að hárið opnar sig og úr því flæða ýmis nauðsynleg uppbygg- ingarefni. Þennan missi þarf að bæta hár- inu upp og að mínu mati gerði fólk best í því að leita ráða hjá hárgreiðslumeisturum við val á réttum efnum og kaupa þau hjá þeim. Það segir sig sjálft að við þekkjum best allra til þeirra og við færum aldrei að ráðleggja fólki eitthvað gegn okkar bestu samvisku. Sjálf prófa ég t.d. þau efni sem ég hef á boðstólum og ég ráðlegg öðrum að nota. Ég vil geta sagt með sannfæringu að tiltekin vara hafi reynst mér vel. En ég segi aldrei að hún sé sú besta í heiminum, því ég hef ekki þá viðmiðun að ég geti fullyrt slíkt. Þó þessar vörur séu í fæstum tilfell- um skaðlegar skiptir miklu máli að fólk kaupi það sem hentar hverjum og einum. — Þegar fólk kaupir þessar vörur í al- mennum verslunum þá neyðist það til að eyða miklum tíma í að finna rétt efni sem henta hári viðkomandi og iðulega kaupir fólk tegundir sem henta því engan veginn. Á hárgreiðslustofunum getur fólk hins vegar fengið ókeypis ráðleggingar. Sjálf hef ég þá reglu að gefa fólki kost á að fá vörum skipt sem það er ekki fullkomlega ánægt með og ég veit til þess að sú regla er víða í heiðri höfð. — Hér á landi eru starfræktar eitthvað á annað hundrað hárgreiðslustofur þannig að það segir sig sjálft að það ríkir mikil samkeppni milli stofanna, og að mínu mati er metnaðurinn mikill. Fyrir vikið er óhætt að fullyrða að við sem störfum að faginu leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu á viðráðanlegu verði. Að mínu mati er heilbrigð samkeppni í faginu mjög til góðs því hún tryggir viðskiptavin- unum betri þjónustu og lægra verð. — Kröfur viðskiptavinanna er að auk- ast jafnt og þétt og því er okkur nauðsyn- legt að leita okkur stöðugt nýrrar þekking- ar í faginu, jafnt hér innan lands sem er- lendis. HÁRGREIÐSLUSTOFUR FYRIR ALDRAÐA agn félagsmiðstöðva? Niðurgreidd þjónusta Á undanförnum árum hefur félags- máladeild Reykjavíkurborgar opnað og starfrækt níu hárgreiðslustofur fyrir ellilífeyrisþega þar sem boðið er upp á niðurgreidda hársnyrtingu. Á næst- unni mun svo hin tíunda taka til starfa að Vesturgötu 7. Kostnaður borgar- innar vegna þessa skipta tugum mill- jóna. Allar eru þessar stofur reknar í tengslum við dvalar- og hjúkrunar- heimili eða félags- og þjónustumið- stöðvar fyrir aldraða. Mikil reiði hefur gripið um sig meðal hárgreiðslumeistara vegna þessa máls og finnst þeim sem verið sé að kippa stoð- unum undan rekstri almennra hár- greiðslustofa með óheiðarlegri sam- keppni þess opinbera. Meðan almennu stofurnar þurfa að greiða skatt af þjón- ustu sinni og ýmis opinber gjöld í tengsl- um við starfsemi sína eru hárgreiðslust- ofur aldraðra undanþegnar öllu slíku. Telja hárgreiðslumeistarar að þeir geti vel þjónustað aldraða sem aðra borgara, og sé það vilji Reykjavíkurborgar að nið- urgreiða þjónustuna til aldraða þá geti þær vel tekið við slíkum niðurgreiðsl- um. Hárgreiðslumeistarafélagið sneri sér nýverið til Landssambands Iðnaðar- manna vegna þessa máls sem hefur nú skrifað bréf til Reykjavíkurborgar með mótmælum og útskýringum á sjónar- miðum hárgreiðslumeistara. Að sögn Sigurbjargar Sigurgeirsdótt- ur forstöðumanns ellimáladeildar Reykjavíkurborgar er rekstur hár- greiðslustofa fyrir ellilífeyrisþega hluti af því félagsstarfi sem byggt hefur verið upp fyrir aldraða á síðastliðnum 20 ár- um. „Markmið þessarar uppbyggingar hefur m.a. verið að gefa öldruðum kost á að fá sem fjölbreyttasta þjónustu á ein- um og sama staðnum fyrir sanngjarnt verð. Þessi stefna felur m.a. í sér að draga úr þeirri félagslegu einangrun sem margt eldra fólk býr við og er að mínu mati vel til þess fallin að auka virkni þess. Fólk leitar þangað sem það fær hlutina á sanngjörnu verði. Hársnyrting er hluti af þessari þjónustu sem við bjóð- um ellilífeyrisþegum uppá“. Aðspurð kvað Sigurbjörg það ekki hafa komið til álita að gefa almennu hár- greiðslustofunum kost á að bjóða öldr- uðum þessa niðurgreiddu þjónustu, enda markmiðið fyrst og fremst að fá ellilífeyrisþegana inn á félagsmiðstöðv- arnar til að rjúfa einangrun þeirra. „Til að rjúfa einangrun þessa fólks reynum við að bjóða þeim upp á þjónustu á borð við hárgreiðslu sem þeim finnst eftir- sóknarverð, þannig að það tengist öðru félagsstarfi við það að eiga erindi þarna inn“. Sigurbjörg kvaðst ekki álíta að þessi þjónusta við aldraða væri raun- veruleg samkeppni við almennu hár- greiðslustofurnar því ellilífeyrisþegar hefðu upp til hópa litla peninga milli handanna og myndu neita sér um svona þjónustu nema hún væri niðurgreidd. „Það er tvenns konar fyrirkomulag á rekstri þessara stofa en þær eiga það þó sammerkt að vera með niðurgreidda þjónustu. Þeir aðilar sem starfrækja stofurnar greiða ekkert fyrir aðstöðuna og fá annað hvort greidd föst laun eða fá ákveðið hlutfall af innkomunni. Gjald- skrá þjónustunnar er ákveðin af yfir- manni fjármála- og rekstrardeildar fé- lagsmálastofnunar hverju sinni“. Að- spurð kvað Sigurbjörg útilokað að þessar stofur væru að einhverju leyti notaðar til einkareksturs. 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.