Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 19
Islands er æ oftar getid þegar framrás eyðimarka er rsedd á erlendum vettvangi, segir í grein eftir Ólaf Arnalds í árbókinni.
ÍSLAND
EINS OG
EYÐIMÖRK
Reynt að spoma við fótum. Margir hafa orðið til þess að aðstoða við að græða landið á ný. Hér
eru félagar úr ungliðadeild Rauða krossins á Norðurlöndum við gróðursetningu í Þórsmörk.
Myndin er meðal fjölmargra Ijósmynda sem prýða árbókina.
„íslands er æ oftar getið þegar framrás
eyðimarka er rædd á erlendum vett-
vangi“, segir í ritgerð eftir Ólaf Arnalds
jarðvegsfræðing sem birtist í nýútkom-
inni árbók Landgræðslu Ríkisins, Græð-
um Island. Þess er getið að eyðimekur
jarðar þekja nú um 8 milljónir ferkíló-
metra og stækki um 1% á ári.
í ritgerðinni segir Ólafur að jarðvegs-
eyðingin hér hafi orðið meiri en þekkist í
nálægum löndum. Talið er að á landnáms-
öld hafí allt að 65% landsins verið hulinn
gróðri en nú eingöngu 25%. Jarðvegseyð-
ingin á íslandi er af mörgum talin alvarleg-
asti umhverfisvandi þjóðarinnar og að
mati Ólafs eru afleiðingar þessarar eyðing-
ar varanlegri hér en í nágrannalöndunum
þar sem náttúruleg endurgræðsla og vist-
heimt gengur hægar fyrir sig hér á landi. í
ritgerðinni nefnir Ólafur ýmsar ástæður
fyrir gróðureyðingunni. M.a. bendir hann
á að röng landnýting og ofnýting gróðurs
sé oftast nær forsenda þess að jarðvegseyð-
ing hefjist. í þessu sambandi bendir hann
á að stór afréttarsvæði á landinu eru nú
ofnýtt varar til dæmis við að beita gróður á
hálendi landsins.
í árbók Landgræðslunnar eru alls um
tuttugu greinar og ritgerðir og fjalla þær
allar um gróður landsins, uppgræðslu þess
og verndun, sér í lagi í Rangárvallasýslu,
— höfuðvígi Landgræðslunnar. Þeir sem
skrifa auk Ólafs eru Sveinn Runólfsson,
Magnús Þorkelsson, Þorsteinn Þor-
steinsson, Ólafur Dýrmundsson, Hákon
Sigurgrímsson, Haukur Ragnarsson,
Andrés Arnalds, Sigurður H. Magnús-
son, Borgþór Magnússon, Jón Guð-
mundsson, Asgeir Beinteinsson, Davíð
Pálsson, Haraldur Þórðarson, Ásdís
Arnalds, Ari Trausti Guðmundsson og
Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Ritstjórar
Árbókarinnar voru þau Andrés Arnalds
og Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
Fyrsta árbók Landgræðslunnar kom út
fyrir rúmu ári síðan og var hún tileinkuð
80 ára afmæli stofnunarinnar árið 1987.
Þess má geta að á árum áður nefndist hún
Sandgræðsla ríkisins. Nýja árbókin er
ríkulega myndskreytt og innbundin. í for-
málsorðum árbókarinnar segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri að tilgang-
urinn með útgáfunni sé að kynna starf-
semi Landgræðslu ríkisins á liðnu ári og
koma á framfæri markmiðum stofnunar-
innar í landgræðslu og gróðurverndarmál-
um og skapa vettvang til að birta vísinda-
greinar um landgræðslu ásamt ýmsum
fróðleik er varðar umhverfismál.
kaa—
ÞJÓÐLÍF 19