Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 20

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 20
SKÁK STORVELDASLAGUR Á ÍSLANDI — Kastljósið beinist að Reykjavík í mars — ÁSKELL ÖRN KÁRASON í marsbyrjun verður háð í Reykjavík ein- stæð skákkeppni. Fjögur stórveldi skák- heimsins munu þá etja kappi, 10 manna sveitir Sovétmanna, Bandaríkjamanna og Englendinga, auk úrvalsliðs frá Norður- löndum. Búast má við lunganum af sterk- ustu skákmönnum heims hingað til lands af þessu tilefni. að er raunar svo að nafn íslands er í skákheiminum ekki ósjaldan tengt stórum atburðum og örlagaríkum og ber þar vitaskuld hæst „einvígi aldarinnar“ 1972. Mun tæpast ofsagt að sjaldan hafi þetta kalda land orðið heimsfrægara en þær svölu og skýjuðu júlívikur þegar austrið og vestrið efldu taflið með viðeig- andi kaldastríðsmúsík í fjölmiðlum heimsbyggðarinnar. Nema ef vera skyldi þegar leiðtogafundurinn var í hitteðfyrra og draugurinn í Höfða komst á síður heimsblaða. „The Reykjavik Summit“ eins og Ameríkanar nefna fund þeirra Reagans og Gorbatjovs. Með vísun í þann sögulega mannfagnað er stórvelda- slagurinn nú nefndur á enska vísu „IBM- VISA Chess Summit“. Upphaf þessa stórveldaslags má rekja til þess er Einar S. Einarsson, forstjóri VISA-ísland hafði forgöngu um keppni Bandaríkjanna og úrvalsliðs Norðurlanda í Reykjavík fyrir fjórum árum. Teflt var á 10 borðum og lauk spennandi viðureign með skiptum hlut eftir að lengstaf hafði hallað á vestanmenn. Svo vel þótti til tak- ast að rétt þótti að stefna hærra og var skömmu síðar hafinn undirbúningur að téðri fjögurra liða keppni. Hefur Einar, sem í millitíðinni er orðinn forseti Skák- sambands íslands, haft veg og vanda af því starfi. Hefur fjögurra ára fyrirvari verið síst of langur til þeirra hluta, enda dagskrá atvinnumannanna æði þéttskipuð og ekki auðvelt að koma svo mörgum saman í einu. Ekki þarf að gera því skóna að allt annað en sigur Sovétmanna í þessari keppni væru stór tíðindi. Þegar sveitakeppni í skák er annars vegar er rússneskur sigur nánast lögmál. Þegar þetta er ritað er margt á huldu um skipan liðanna, nýr skákstigalisti m.a. enn ókominn. Vitað er að Anatólí Karpov forfallast, en að öðru leyti er ekki kunnugt um annað en allir mæti hér með sitt úrvalslið. Liðsuppstill- ing er enn ófrágengin, en ég birti hér til gamans lista 10 stigahæstu manna hvers aðila — þó þannig að Karpov vantar í sovéska liðið. Þessi nöfn munu eflaust flytjast eitthvað til á listunum þegar ný stigin verða birt nú í upphafi árs, en með- alstigatala sveitanna mun tæpast breytast mikið við það. Forföll, sem vísast verða einhver, gætu hinsvegar breytt myndinni meira. Sovétmenn bera af eins og stiga- meðaltalið sýnir, en hinar sveitirnar eru nokkuð svipaðar og enginn vafi á því að baráttan milli þeirra verður hörð. Að ein- hver þeirra ógni Kasparov og félögum er heldur ekki óhugsandi. Sovétmenn sem ætíð hafa heiður að verja í keppni sem þessari munu hafa val- inn mann í hverju rúmi og fullvíst að a.m.k. sjö efstu menn listans veljast í sveitina. Þó er óvíst um Salov sem haldinn er þrálátum blóðsjúkdómi. Þeir austan- menn eru þekktir fyrir íhaldsemi í liðs- uppstillingu og fara sér yfirleitt hægt í að hleypa nýjum „spútnikkum" að. Þannig er ekki víst að ungstirnið Gelfand fái náð fyrir augum fyrirmanna, og e.t.v. ekki Dolmatov heldur. Nýbakaður Sovét- meistari Rafael Vaganjan hefur löngum verið traustur liðsmaður á ólympíumótum og verður án efa í sveitinni nú, þótt hann sleppi ekki inn á þennan lista. Þá er ekki ólíklegt að þeir velji trausta og reynda kappa eins og þá Pólúgaévskí og Túkma- kov í liðið. Mikhaíl Tal, aftur á móti er orðinn heilsulaus að kalla og verður tæpast treyst í þessa keppni. Erfiðast er að sjá fyrir skipan banda- rísku sveitarinnar. Vesturheimskir skák- menn eru trúir anda hins frjálsa framtaks og rekast með afbrigðum illa í sveit og skáksamband þeirra virðist að sama skapi ófært um að hafa á þeim stjórn eða semja við þá frið. Þannig er viðbúið að upp komi deilur um það hver tefla skuli á fyrsta borði og er a.m.k. víst að Yasser Seira- wan gefur það ekki eftir barátmlaust. Bandaríkjameistarinn Wilder er í þann mund að taka væntanlegan frama sem lög- Síðustu fréttir: KASPAROV KEMUR EKKI! Nýjustu fréttir herma að heimsmeist- arinn muni ekki verða í sovéska liðinu í stórveldaslagnum. Kasparov mun hafa svarað sendimanni Skáksambands Is- lands því til að útilokað væri að hann tefldi fyrir hönd Sovétríkjanna meðan núverandi skákyfirvöld réðu þar ríkj- um. Öðru máli gegndi ef íslendingar óskuðu þess að hann mætti á staðinn með sveit landsmanna sinna, sem hann sjálfur veldi; sumsé Kasparov gegn hinum stórveldunum! Þrátt fyrir þessa veikingu verður sov- éska sveitin, án Karpovs og Kasparovs enn sigurstranglegust í keppninni. Sam- kvæmt nýjum stigalista FIDE sem enn hefur ekki borist okkur í heild sinni, verða litlar breytingar á röð stigahæstu Sovétmanna. Flestir bæta þó ögn við sig og verður meðalstigatala 10 efstu manna (að Karpov og Kasparov frátöldum) 2628. Á bandaríska listanum verða breytingar sömuleiðis sáralitlar og hjá Englendingunum er það helsta að frétta að ungstirnið Adams er kominn í 5. sæt- ið með 2555 stig. Hins vegar eru líkur á að Norðurlandasveitin verði sú veikasta á pappírnum. Ulf Andeson verður upp- tekinn við að aðstoða Jan Timman í ás- korandakeppninni og þátttaka Larsens er ólíkleg. Að auki hefur Jóhann Hjart- arson lækkað mjög að stigum en víst er hann verður í sveitinni ásamt þeim Helga, Margeiri og Jóni L.... —áök 20 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.