Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 26

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 26
FJÖLMIÐLAR KALLAÁ Ofstœki og óábyrg fréttamennska sœnskra fjölmiðla framkallar hörð viðbrögð INGÓLFUR V. GÍSLASON Sagt hefur verið að lygin nái að fara þrjá hringi kringum jörðina áður en sannleik- urinn kemst á fætur. Hefur mátt sann- reyna þessa fullyrðingu hér í Svíaríki undanfarna mánuði. Eins og menn vita eru fregnir af glæpum, slysum og hörm- ungum talin góð söluvara í heimi fjöl- miðla. Þeim mun verri glæpur, þeim mun stærri hörmungar, þeim mun betri sala. Og ofbeldisverk án sýnilegrar ástæðu er gulls ígildi meðal síðdegis- blaða og æsifréttamanna. Astæðulaust ofbeldi var mjög í fréttum í Svíþjóð fyrir nokkrum vikum. Fjölmiðlar fullyrtu að slíkt færi mjög í vöxt og vart væri óhætt að dveljast utan dyra eftir að skyggja tæki. Ef dæma ætti eftir síðdegisblöðum og annarri sjónvarps- fréttastöðinni færu hjarðir unglinga um bæi og borgir með ránum og mannvígum og væru fáir óhultir. Sem dæmi hér um voru sérstaklega tekin tvö manndráp. Annars vegar var nefnt að 15 ára ungl- ingur hefði að tilefnislausu verið skorinn á háls með brotinni flösku í Stokkhólmi. Til enn frekari áréttingar hörrmungarástand- inu var það látið fylgja að fjöldi manns hefði gengið framhjá piltinum meðan hon- um blæddi út án þess að rétta hjálpar- hönd. Hitt dæmið var af fimm barna móður sem í haust var barin í hel af fjórum ungl- ingum. Var svo frá sagt að drengirnir hefðu fyrst barið hana niður og tekið handtösku hennar en síðan snúið aftur og sparkað í hana þar til yfir lauk. Óljóst var hvort þar var um hreina fúlmennsku að ræða eða hvort það átti að hindra kæru því drengirnir brutust inn hjá konunni með því að nota lykla þá er í töskunni voru. Var mikið gert úr þessum málum í fjölmiðlum og ættingjar beggja fórnar- lambanna leidd til vitnis um sorgina og hversu ofbeldi hefði aukist í Svíþjóð. Börn UMBYLTING í Fyrir dyrum standa veigamiklar breyt- ingar á sænska landbúnaðarkerfmu. Niðurgreiðslur og styrkir eiga að hverfa á næstu árum, þannig að á árinu 1994 á markaðurinn einn að hafa tekið við. Þessi þróun er hliðstæð víðs vegar í Evrópu. að er ekki aðeins á íslandi sem nokk- uð er deilt um hvernig haga beri rekstri landbúnaðarins. Má raunar frekar segja að fá séu þau lönd þar sem ekki er hart tekist á um þau mál. Svíar hafa ekki farið varhluta hér af, en vana sínum trúir, hafa þeir nú náð breiðri pólitískri einingu um að umbylta landbúnaðarpólitíkinni. Þingmannanefnd hefur skilað tillögum hér um, sem búist er við að fái meirihluta- stuðning á þingi í vetur. f sem stystu máli fela tillögurnar í sér að allur ríkisstuðning- ur til bænda á að hverfa í áföngum þannig að ekkert verði eftir 1994. Eftir það á markaðurinn einn að ráða hvað er fram- leitt og hvaða verð bóndinn fær fyrir afurð sína. Með þessu móti hyggst ríkisvaldið LANDBÚNAÐI draga úr offramleiðslu á landbúnaðarvör- um og þá fyrst og fremst korni. Jafnframt er vonast til að breytingin hafi í för með sér verðlækkun á matvöru. Að minnsta kosti verði hækkanir ekki jafn örar og hingað til. Verðhækkanir á mat- vöru (og raunar húsnæði líka) hafa í mörg ár verið mun örari en á öðrum vörum. Takist að snúa þeirri þróun við hefur rík- isstjórn jafnaðarmanna náð góðum tökum á verðbólgunni sem verið hefur einn helsti höfuðverkur hennar hin síðari ár. En fleira kemur hér til. Verði niður- greiðslum og framleiðslustuðningi hætt, sparast miklar fjárhæðir og telst víst þörf á þeim til annarra verkefna. Ber hér að hafa í huga að Svíar stefna að mikilli breytingu á skattapólitík sinni með það í huga að lækka skatta. Er raunar óvíst hvernig gengur að ná einingu þar um en fjármála- ráðherra mun fagna flestu er til sparnaðar horfir. Síðast en ekki síst er vonast til að breyt- ingin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Fram- konunnar gengust fyrir undirskriftasöfn- un gegn ofbeldi og létu margt hafa eftir sér um nauðsyn strangra refsinga. Fjölmiðlar birtu bréf frá gamalmennum sem ekki sögðust þora út fyrir hússins dyr og kröfð- ust aðgerða. Og var þess nú ekki langt að bíða að stjórnmálamenn skynjuðu sinn vitjunaru'ma. Leiðtogi hægrimanna, Carl Bild, lýsti þeirri skoðun sinni að allt væri þetta meira og minna jafnaðarmönnum að kenna. Ekki væri nóg með að hugmyndafræði þeirra myndi grafa undan guðsótta og góð- um siðum og þeim stofnunum (heimilinu fyrst og fremst) sem uppeldi ættu að sinna. Nei, jafnaðarmenn hefðu gengið enn lengra og stuðlað að fækkun í lög- reglusveitum landsins og þar með beinlín- is gengið erinda glæpamanna. Nú yrði að gera gangskör að því að fjölga í lög- reglunni og efla eftirlit á götum og torg- um. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún hefði fyrir þó nokkru gert ráðstafanir til eflingar lögreglunni en hugsanlega væri hægt að gera enn meira. Auk þess skipaði RITSKOÐIIN 26 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.