Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 35
Helgi Sœmundsson hefur fylgst með þróun íslensks þjóðfélags í áratugi. Hann kallar sjálfan sig jafnaðarmann að lífsskoðun. í Pjóðlífsviðtali er Helgi ómyrkur í máli um þróun íslenskra stjórnmála síðustu áratugina, sem hann segir einkennast af„ mistökum“ íslenskra vinstrimanna. Hann segir stjórnmálaþróun hafa orðið hér með öðrum hœtti en annars staðar á Norðurlöndum, einkanlega að því leyti að áhrif vinstrimanna á mótun þjóðfélagsins hafi verið hér minni en annars staðar. Þrátt fyrir ákveðna lífsskoðun sína sem „jafnaðarmanns“ telur Helgi sig ekki hafa átt „samleið“ með Alþýðuflokknum síðan 1974. Helgi Sœmundsson var lengi ritstjóri Alþýðublaðsins og seinna starfsmaður Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Hann sat um langt árabil í úthlutunarnefnd listamannalauna og hefur því einnig víðtœka innsýn í menningarlíf þjóðarinnar síðustu áratugina. Eiginkona Helga er Valný Bárðardóttir frá Hellissandi. 1 Þjóðlífsviðtali kemur Helgi víða við á sviði stjórnmála og menningarmála en fyrst berst talið að bernskudögum hans. dæmis með gamalt embættismannakerfi og angar þess ná út um allt þjóðfélagið. Stofnanir, sem við metum mikils, og þurf- um að láta starfa á sterkum grundvelli, eins og Háskóli íslands, fá ekki að ráða mannaráðningum sínum. Þetta mundi ekki gerast á Norðurlöndum eða í Þýska- landi. Telur þú að þetta sé af því að íslenskir vinstrimenn hafi haft óveruleg áhrif á þjóðfélagið? — Já, klofningur vinstrimanna á ís- landi hefur haft gífurleg áhrif til hins verra. Áhrif þess ná miklu lengra en út í stjórnmál. Sjálfur lít ég svo á að megin- sigur hægrimanna á íslandi á þessu tíma- bili eftir fyrri heimsstyrjöld sé að þeir sam- einuðust í Sjálfstæðisflokknum. Þegar lit- ið er á Sjálfstæðisflokkinn sem aðalmótvægið við vinstristefnu í landinu þá gleymist oft að sá flokkur hefur breyst mjög mikið. Vinstriflokkarnir hafa að mínum dómi hjakkað mikið í sama farinu, hver fyrir sig, og þeir hafa aldrei náð sam- einingu til að verða sterkt þjóðfélagsafl eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið. — Ég held að tvennt ráði úrslitum um það að vinstrimönnum á íslandi hefur mistekist. Þau mistök, sem gerð voru þegar Kommúnistaflokkurinn var stofn- aður á sínum tíma, voru þau fyrstu. Þá sögu þekkja allir og hana þarf ekki að rekja. Svo gerist það einnig hér hjá okkur að deilurnar um mennina verða stundum til þess að málin fá ekki að njóta sín, stundum eru málefnin hreinlega látin gjalda mannanna. Það sem kannski hefur skort á mest hjá okkur er það að vinstri- hreyfingin hafi átt einn sterkan foringja. Auðvitað er það skrítið fyrir þá sem kalla sig vinstrimenn að verða að trúa á ein- hvern einn foringja og það geri ég ekki ÞJÓÐLÍF 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.