Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 39

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 39
ARATUGARINS TEX« 22?5«i7 SAI60N ^IOKM LOS ANGELES 8.75? KM H0N6K0NG 685 KM. Kvikmvndin Platoon fjallar um það sem gerðist í Víetnam. áhættu. Þeim mun meira sem þjóðfélagið stækkar, tæknivæðist, verður kaldara, þeim mun meiri þörf er á afþreyingu sem byggist á gæðum, góðum meiningum, ríku myndmáli. Kvikmyndum sem segja eitthvað og skilja eitthvað eftir sig, þetta á jafnt við um innlenda sem og erlenda kvikmyndagerð. íslensk kvikmyndagerð átti erfitt upp- dráttar þegar leið á áratuginn. Aðsókn og áhugi minnkaði og kvikmyndagerðar- menn urðu gjaldþrota. En samt skein sól. Hrafn Gunnlaugsson flaug hátt (þrátt fyrir litla hylli á íslenskum markaði), Þrá- inn Bertelsson kom fram með sína bestu mynd, Magnús, og treysti stöðu sína sem gamanmyndakonungur íslands. Karl Óskarsson og félagar hans í Frost-Film sýndu fram á að íslenskar myndir geta verið tæknilega fullkomnar (með Fox- trott). Ágúst Guðmundsson kvikmynd- aði Nonna og Manna fyrir þýska sjón- varpið, og íslendingur einn, Sigurjón Sig- hvatsson gerði það gott í Hollywood og hann á eflaust eftir að gera það enn betra, því Sigurjón er að framleiða nýjustu mynd David Lynch (Blue Velvet, Eresarhead). Ekki má gleyma UMBA-konum, Guð- nýju Halldórsdóttur og félögum sem gerðu það gott og sönnuðu tilveru ís- lenskra kvenna í kvikmyndagerð. En þá eru það kvikmyndir áratugarins. Það má endalaust þræta fyrir hvort mynd sé meistaraverk eða ekki. Þær kvikmyndir sem ég hef valið hafa sýnt það og sannað að þær standast tímans tönn, standa upp úr. Sumar þurfa töluverða horfun áður en áhorfandinn virkilega kann að meta þær, en það er þess virði. Myndirnar eru í staf- rófsröð: Betty Blue er ofarlega á listanum, en Beinaix leikstjóri myndarinnar var í Þjóðlífsviðtali í desember sl.(12 tbl.1989) Betty Blue (Frakkland) — Jean-Jeacques Beineix Blade Runner (Bandaríkin) — Ridley Scott Blue Velvet (Bandaríkin) — David Lynch Brazil (Bandaríkin) — Terry Gilliam Dangerous Liasions (Bandaríkin) — Stephen Freas Dead Ringers (Kanada) — David Cron- enberg Diva (Frakkland) — Jean-Jacques Bein- eix E.T. (Bandaríkin) — Steven Spielberg Fanny och Alexander (Svíþjóð) — Ing- mar Bergman Full Metal Jacket (Bandaríkin) — Stanl- ey Kubrick Hannah and Her Sisters (Bandaríkin) — Woody Allen Jean de Florette/Manon des Sources (Frakkland) — Claude Berri Mephisto (Ungverjaland) — Istvan Szabo Platoon (Bandaríkin) — Oliver Stone Raging Bull (Bandaríkin) — Martin Scor- sese Raiders of the Lost Ark (Bandaríkin) — Steven Spielberg Ran (Japan) — Akira Kurosawa The Shining (Bandaríkin) — Stanley Ku- brick Wings of Desire (Þýskaland) — Wim Wenders Zappa (Danmörk) — Billie August Ég mun ekki nefna myndir frá 1989 þar sem þetta er nokkuð tæmandi úrtak fyrir allan áratuginn. Annars voru nokkuð sterkar myndir sýndar í íslenskum kvik- myndahúsum á þessu ári og vil ég nefna Dead Ringers (Cronenberg), Mississippi Burning (Parker), Dangerous Liasions (Frears), Rain Man (Levinson), Batman (Robbins), The Moderns (Rudolph), Pelle Eroberen (August), og nokkrar fleiri. En hér set ég punkt við þessa upp- talningu. Það er nýr áratugur framundan. Hvað leynist á bak við næsta götuhorn? Við von- um það besta. Vatnið streymir áfram. 0 ÞJÓÐLÍF 39

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.