Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 50
VIÐSKIPTI KVÓTAKERFIÐ OG HAGSMUNAÖFLIN Fiskveiðistefna íslendinga og félagsleg ábyrgð. Vandi sjávarútvegsins; vistfrœðilegur og hagrœnn — og félagsleg kreppa. EFTIR GÍSLA PÁLSSON Á örfáum árum hefur sjávarútvegur landsmanna tekið róttækum breyting- um. Reynslan af fiskveiðistefnu síðast- liðinna ára gefur tilefni til að spyrja: Er það dulið markmið fiskveiðistefnunnar að hygla fámennum hagsmunahópum? Er eðlilegt að 39 menn á Fiskiþingi séu ráðandi um „sameign þjóðarinnar“? Eru aðrir landsmenn og stofnanir eins og al- þingi nánast skuldbundnir til að fara eftir þeirra vilja? Fáum blandast hugur um að sjávarútveg- urinn stendur á tímamótum. Allt frá upphafi íslandsbyggðar hafa miðin í kringum landið verið skilgreind sem opið eða frjálst svæði - ýmist sem almenningur eða sameign þjóðarinnar. Yfirleitt hefur það viðhorf verið ráðandi að ekki megi dæma neinn úr leik. Sú fiskveiðistefna var talin sanngjörn, sem ekki gerði upp á milli manna. Með kvótakerfinu var, eins og öll- um er kunnugt, farið inn á algjörlega nýja braut. Ekki er endilega deilt um það leng- kvótakerfið marka dýpri spor fyrir sjávar- útveginn en nokkur önnur lagaleg nýjung, ef frá eru talin landhelgislögin. Ekki verð- ur framhjá því gengið að fiskveiðistefnan, hver sem hún er, hefur víðtæk þjóðfélags- leg áhrif. Stjórnun fiskveiða er því eitt helsta ágreiningsmál íslenskra stjórnmála. að er alkunn staðreynd að viðgangur mikilvægustu auðlinda okkar, fiski- stofnanna, ræðst af flóknum tengslum í náttúrunni. Stjórnunarvandi sjávarútvegs er þess vegna að hluta til vistfræðilegs eðl- is. Til að leysa stjórnunarvanda útvegsins þarf auk þess að taka mið af ýmsum hag- rænum lögmálum, sem varða sérstaklega framleiðslu og markaði, verðlag og við- skipti. En fiskveiðistefnan hefur einnig víðtæka þjóðfélagslega þýðingu. Það hvort við náum þeim vistfræðilegu og hag- rænu markmiðum, sem við setjum okkur, er að hluta til háð félagslegum skilyrðum. Þriðji hluti vandans er þess vegna af fé- lagslegum toga. Það kann að vaka fyrír fylgismönnum kvótakerfa að standa vörð um hagsmuni ákveðins hóps útgerðarmanna. ur hvort nauðsynlegt sé að dæma ein- hverja úr leik, heldur miklu fremur um hvernig eigi að gera það, hvaða afleiðingar það hafi í för með sér, og hverjir eigi að annast dómarahlutverkið. Sennilega mun Sú stjórnunarstefna hlýtur að teljast ákjósanlegust sem í senn tekur mið af vist- fræðilegum, hagrænum og félagslegum þáttum. í almennri, opinberri umræðu höfum við hins vegar ekki gefið hinum félagslega þætti nægilegan gaum. Fáir myndu halda því fram, að það eina sem þjóðarbúið varðar um sé að halda jafnvægi við náttúruna og láta enda ná saman. Það jafngilti því að segja að heimilislíf okkar snerist aðeins um það að matast og afla tekna. En við fjöllum stundum um vanda sjávarútvegsins eins og um félagslegt tómarúm sé að ræða, eins og heimilisfólk- ið sé alls ekki til. Að líkja þjóðarbúinu við heimili er sjálf- sagt glannaleg og að sumu leyti villandi einföldun, þó ekki væri nema vegna þess að „heimilisfólkið“ á þjóðarbúinu hefur stundum gerólíkra hagsmuna að gæta. Líkingin er samt ekki út í hött. Upphaf- lega var gríska orðið „Oikos“ - stofninn í þeim alþjóðaorðum, sem notuð eru um vistfræði og hagfræði („ökólógíu“ og „ök- ónómíu") - látið vísa til „heimilis“ manna eða „bústaðar". Á miðöldum tóku menn hins vegar að nota heimilishugtakið í þeirri þröngu og yfirfærðu merkingu sem hugtakið „vist“ hefur nú, í merkingunni lífríki eða náttúra. Fræðimenn töluðu um „hagkerfi náttúrunnar“ („the economy of nature“) til að leggja áherslu á að í lífríkinu væri allt öðru tengt, að náttúran fæli í sér skiljanlega skipan sem lyti ákveðnum lög- málum. Til að skilja samhengið í þjóðar- búi okkar, m.a. félagslega þýðingu fisk- veiðistefnunnar, þurfum við að víkka sjóndeildarhringinn og tileinka okkur heimilishugtakið forna. Annars missum við sjónar af heimilisfólkinu, okkur sjálf- um. Kvótakerfi af því tagi sem við þekkj- um best eru nýjung, enda byggð á þekkingu sem aflað hefur verið á þessari öld á fiskistofnum og viðgangi þeirra. Á hinn bóginn hafa slík kerfi víða verið tekin í notkun á undanförnum árum - meðal annars í Bandaríkjunum, Kanada, Ástra- líu og Nýja Sjálandi. Þótt kvótakerfm séu tiltölulega ný og margt skilji á milli veiði- kerfanna sem þau miðast við - m.a. ólíkir 50 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.