Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 63
um tókst alltaf að koma með „rétt bein á réttum tíma“. Hann fann Piltdownmann- inn á tíma þegar allir leituðu eftir „týnda hlekknum". Eftir að Woodward hafði ályktað hvernig augntönn apamannsins ætti að líta út, fann Dawson slíka augn- tönn. Og þegar menn dróu í efa að hau- skúpa og kjálki ættu saman, fann hann fleiri beinbrot. Vísindamenn hafa gjarna viljað hafa Dawson fyrir sökudólg. Hann var lögfræðingur og leikmaður í fræðun- um. Þannig mætti firra vísindin siðferði- legri ábyrgð. En á það hefur verið bent að fölsunin krafðist þekkingar og aðstöðu sem Dawson hefur vart ráðið yfir. Til að útvega steingervinga frá Möltu þarf sam- bönd og ferðalög. Apakjálkar voru ekki á hverju strái í Englandi í upphafi aldarinn- ar. Það var vart á færi leikmanna að útvega miðaldahöfuðkúpur frá Austurafríku. Það þurfti góð tengsl og mikil ferðalög til að ná saman gögnunum sem fölsunin grundaðist á. Kannski átti Dawson sér vitorðsmann í hópi vísindamannanna? Umræðan um Piltdownmanninn hjálp- aði til þess skilnings sem menn í dag hafa á þróun mannsins: Leitin snýst ekki um að finna „týnda hlekkinn" milli manns og apa, heldur mikið frekar að finna sameig- inlega eða skylda forfeður manna og apa. Athuganir sem síðar reynast rangar og „mistúlkanir“ gagna eru algengar í vísind- um. Skoðanaágreiningur er alvanalegur, og það er ekki óalgengt að deilandi aðilar hafi báðir rétt fyrir sér — hvor útfrá sínum forsendum og þeim aðferðum sem beitt er. Vísindalegur sannleikur er afstæður, hann er þróun undirorpin. það er einn drifkraftur vísindarannsókna, að sann- leikur dagsins í dag opnar dyrnar fyrir sannleik morgundagsins, og verður um leið úreltur eða jafnvel „rangur“. En það er grundvaUarmunur á því að draga rangar ályktanir eða mistúlka gögn og því að falsa gögn. Vísindaleg aðferð krefst heiðar- leika: Ef maður gæti ekki treyst grunn- gögnum samstarfsmanna sinna neyddist maður til að endurtaka allar athuganir þeirra. Það væri ekki gerlegt að lesa vís- indaritgerð án þess kanna sannleiksgildi einstakra atriða. Slíkt myndi leiða til stöðnunar. ísindamenn treysta yfirleitt heiðar- leika samstarfsmanna sinna, og eru seinir til að gera opinberar grunsemdir um misferli. Slíkar ásakanir geta haft alvarleg- ar afleiðingar ef grunurinn er ekki á rök- um reistur. í sögu vísindanna eru dæmi um að saklausir menn hafi verið ásakaðir um falsanir á lausum grundvelli. Á þriðja áratug aldarinnar var franski jarðfræðing- urinn J. Deprat yfirmaður Jarðfræðiþjón- ustu Indókína, með aðsetur í Hanoi. Hann var borinn þeim sökum að hafa vís- vitandi falsað gögn er vörðuðu fund steingerðra Þríbrota frá Yunnan, og síðan rekinn úr stöðu sinni og gerður útlægur úr Franska Jarðfræðifélaginu. Nokkrum ár- um síðar var Deprat hreinsaður af allri sekt, en meðferðin sem hann hafði mátt þola eyðilagði starfsferil hans og frama sem jarðfræðings. Hann sneri sér að skáldsagnaritun og tónsmíðum, en sneri baki við vísindarannsóknum. Forsendur vísindarannsókna geta gefið svindlurum ákveðið olnbogarými. Gupta hefur sennilega blekkt jarðvísindamenn í 25 ár, og það tók 40 ár áður en Piltdown- maðurinn var afhjúpaður. Fyrr eða síðar kemur að því að fölsuð gögn stangast svo á við ný gögn að nauðsynlegt reynist að end- urmeta þau, og þá afhjúpast svindlið óhjá- kvæmilega. Sá sannleikur er sennilega að renna upp fyrir Viswa Jir Gupta í Punjab. 0 Heimildir: Ahluwalia, A.D. 1989. Upper Palacozoic of Lahul-Spiti. Nature 341.13-15. Bassi, U.K. 1989. The Kinnaur region. Nature 341.15-16. Bhatia, S.B. 1989. Early Devonian Ostracodes. Nature 341. 15. Brood, K. 1989. Bluff och verldighet inom paleontologin. Fiora och Fauna 84. 170- 177. Clarke, W.E.L.G. 1970. History of the Primates. British Museum, London. 127 bls. Edwards, W.N. 1976. The Early History of Paleontology. British Museum, London. 58. bls. Gupta, V.J. 1989: The peripatetic fossils: part 2. Nature 341. 11-12. Janvier, P. 1989. Breakdown of trust. Nature 341. 16. Jayaraman, K.S. 1989. Gupta affirms authenticity. Nature 338. 694. Leifur Á. Símonarson 1980. Lygasteinar, englar eða leifar lífvera. Náttúruverkur 7. 4-8. Nilsson, T. 1972. Pleistocen. Esselte Studium, Lund. 508 bls. Talent, J.A. 1989. The case of the peripatetic fossils. Nature 338. 613-615. ÞJÓÐLÍF 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.