Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 70

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 70
nýting þeirrar tækni er eitt gleggsta tákn nýrra tíma. Þetta er tækni sem hefur þróast án atbeina skólakerfis. Tækni sem notar lítið hráefni, spillir ekki heildarsýn og auðveldar mönnum skapandi starf og heildarsýn.“ Um þá fullyrðingu að tölvur hafi þróast „án skólakerfis“ má vitaskuld deila líkt og flest það, sem fram kemur í bókinni. Kjarninn í orðum Harðar Bergmanns um skólakerfi er það að menntun og skóla- ganga séu sitt hvað. „Óþarfa skólaganga, sem til er orðin vegna þess að lengd hennar er orðin aðal viðmiðunin um kaup og kjör um allt sam- félagið, er hvorki menntandi fyrir einstak- linginn né hagkvæm fyrir þjóðfélagið." Þetta er fullyrðing, sem vissulega sker í augu lesandans. Fróðlegt væri til dæmis að heyra skoðun talsmanna hagsmuna- samtaka háskólamenntaðs fólks á henni. Og Hörður heldur áfram. „Óþarft nám, sem tengist hvorki vænt- anlegu starfi né áhugaefnum nemenda, ber að skoða sem tíma þeirra og kröftum. Raunar tapar allt þjóðfélagið á slíku ráðs- lagi.“ Auðvitað má endalaust deila um það hvað sé „óþarft nám“ og ekki síður hverjir eigi að úrskurða um það, nemendur sjálfir eða menntunaryfirvöld. Deila má einnig um það hvort það séu góð dæmi um „óþarfa menntun“ í landi náttúruumbrota og fátalaðs tungumáls að telja til jarðfræði og þýsku. tundum leggur höfundur fram spurn- ingar, sem lesandi hefði kosið að fá ýtarlegri svör við. Stundum saknar les- andi þess að spurningin: hvað gæti komið í staðinn? sé lögð fram. Ádeilan á sókn að hámarkstækniþróun er eitt aðalþema bók- arinnar. En hvað tæki við ef sókn að há- markstækni hætti? Getur sú sókn ekki verið forsenda þeirra ágætu nýjunga, sem öllum koma að gagni, og Hörður Berg- mann nefnir tölvur, sem dæmi um? Stundum dettur lesanda í hug, að maður þurfi „að hafa efni á“ að vera sammála Herði Bergmann — m.ö.o. að hafa komið fjármálum sínum, húsnæðismálum og þvíumlíku á þurrt til að geta gagnrýnt hina. En líkt og höfundur segir sjálfur þá er bókin hugsuð „til að auðga þjóðmálaum- ræðuna og gefa henni nýjar víddir". Sem slík er hún mjög þörf, hún skapar um- ræðugrundvöll og það er umræðan, sem er aflvaki þjóðfélagsumbótanna. í landi þar sem of lítið hefur farið fyrir gagnrýninni þjóðfélagsumræðu er bókin „Umbúða- þjóðfélagið“ drjúgt framlag og eiga Hörð- ur Bergmann og Bókaútgáfa Menningar- sjóðs góðar þakkir skildar fyrir framtak sitt. —eh/óg 70 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.