Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 25

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 25
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 25 HLutabréf En ætli skýringin sé ekki heldur grautarlegri. Flest bendir nefni ­ lega til þess að enn á ný séum við komin með skekkju í hagkerf­ inu sem magnar upp bólu áhrif. „Í þessu haftakerfi getur mynd ast mjög stór bóla sem er ekki í neinum tengslum við undir liggjandi hagkerfi og hún getur öðlast sjálfstætt líf,“ sagði Heiðar Már Guðjónsson fjárfest­ ir í samtali við pistlahöfund. Heiðar fer ekki í grafgötur með það að hið furðulega ástand sem hefur skapast hér vegna gjaldeyrishaftanna á stærstan hlut að máli þótt vissulega hafi aðrir þættir einnig áhrif þar á. Staðreyndin er sú að á Íslandi er eftirspurn eftir fjárfestingar­ kostum langtum meiri en fram boðið og því miður bendir fátt til þess að það breytist í nánustu framtíð. Afleiðing þessa eru lágir vextir skuldabréfa og lítið bit peningastefnunnar í því haftaumhverfi sem við erum með í dag eins og greiningar­ deild Arion banka benti á fyrir skömmu. Hafa verður þó í huga að ástandið hér er síður en svo einsdæmi. Hlutabréfamarkaðir í kringum okkur hafa allir verið að hækka verulega, að hluta til leiðrétting eftir ofsalækkun hrunáranna og sumpart er það ný bjartsýni meðal fjárfesta. hvert eiga 190 milljarðarnir að fara? Það er mat greiningardeildar­ inn ar að það megi ætla að líf eyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir þurfi að finna 170­180 milljörðum króna farveg í ávöxtun á árinu sem nú er til þess að gera nýhafið. Til viðbótar kemur svo annar sparn­ aður einstaklinga og lögaðila en samtals áætlar grein ingar­ deildin að eftirspurnin gæti verið um 190 milljarðar króna. Síðustu ár hefur fjármagn ið að mestu leitað inn á skuldabréfa­ markaðinn og í innlán. Bæði vegna þess að áhættufælni hefur verið mikil ásamt því sem mun meira framboð hefur verið af slíkum eignum en öðrum. Þannig hefur halli á rekstri ríkis sjóðs verið að mestu fjármagn aður með út­ gáfu ríkisbréfa og víxla. Fjárfestar hafa sætt sig við litla raunávöxt­ un á ríkistryggð um bréfum en á móti hefur ríkissjóði tekist að fjár magna sig á þeim kjörum, sem er í sjálfu sér jákvætt fyrir afkomu ríkissjóðs. Hreiðar Már Guðjónsson. Of margir peningar að elta of fáa fjárfestingarkosti. „Það er mat grein­ ingardeildarinnar að það megi ætla að lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir þurfi að finna 170­180 milljörðum króna farveg í ávöxtun á árinu.“ „Allt þetta kemur dálítið spánskt fyrir sjónir þegar þess er gætt að stöðugt er verið að lækka hagvaxtarspá lands­ ins, vaxtastigið er hátt og breytist lítið og almennt ekkert mjög bjart yfir hagkerfinu.“ Það sem ekki má segja: Sala landSvirkjunar Það verður seint sagt að mikið jafnvægi sé í íslenskri um - ræðu og oft lokast mál af áður en rökin fást rædd. Sala á hlut ríkisins í Landsvirkjun er eitt slíkra mála. Það er reyndar svo að þeir sem hafa hvað mest efast um arðsemi og ágæti rekstrar Landsvirkjunar sjá nú mest tormerki á að selja hlut í félaginu! Líklega myndu fáir tala fyrir því að selja meirihlutavaldið í félaginu en margir hafa orðið til að nefna sölu á hluta, þar á meðal bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar. Þar hefur verið nefnd sala á allt að 30% hlut. Með því að skrá Landsvirkjun í Kauphöllina, hafa á bilinu 10 til 15% í almennri sölu og selja 25-30% til lífeyrissjóðanna væri hægt að slá margar flugur í einu höggi. Ríkið gæti aflað verulegra fjármuna en líklega má meta Landsvirkjun á bilinu 350 til 400 milljarða króna. Um leið yrði spennandi fjárfestingarkostur með erlendu sjóðstreymi í boði fyrir fjárfesta. Skráning undir slíkum formerkjum og slík viðskipti ættu ekki að ógna valdi ríkisins yfir þessu óhreina óskabarni þjóðarinnar!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.