Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 29

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 29
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 29 PistiLL þjóðarbúskapinn og ávísun á skuldafangelsi. Þjóðin hafnaði samningum í tvígang og vísaði til lagabók­ stafsins. Núna liggur dómur fyrir hjá EFTA­dómstólnum um að íslenskir skattgreiðendur bera hvorki ábyrgð á innlánum í einka­ bankanum Landsbankanum né innistæðutryggingakerfinu. Við innleiddum kerfið á réttan hátt. Þess utan var innistæðueigend­ um ekki mismunað. Eftir hrun höfum við Íslendingar nagað okkur í handarbökin yfir að hafa leyft bankakerfinu í hinni alþjóðlegu útlánabólu að stækka svo ört og verða að tífaldri lands­ framleiðslu. Það voru íslenskir og útlendir banka­ og athafnamenn sem þar voru að verki og fóru að lögum EES um frjálsa fjármagns­ flutninga á svæðinu. Erfitt og umdeilt hefði verið að grípa inn í og banna mönnum og bönkum að eiga þessi viðskipti – þótt best hefði verið að koma erlendum fúnksjónum bankanna fyrir erl­ endis. Sérstakur saksóknari á hins vegar eftir að gera upp ýmis mál varðandi bankamennina sjálfa. Því hefur verið haldið fram að við höfum sloppið fyrir horn í EFTA­dómnum og heilladísirnar hafi verið með okkur. Þetta er rangt; EFTA­dómstóllinn dæmdi eftir lagabókstafnum en ekki pólitískum þrýstingi Breta og Hollendinga. Dómurinn er rós í hnappagat dómstólsins sem stendur sterkari á eftir. EFTA­dómurinn kom ekki á óvart, að minnsta kosti ekki þeim sem sögðu nei í þjóðarat­ kvæðagreiðslunum tveimur. Þeir trúðu allan tímann á hin lagalegu rök í málinu; trúðu að EFTA­dóm­ stóllinn dæmdi eftir lagabókstafn­ um en ekki tilfinningum og póli tískum þrýstingi þrátt fyrir stans lausan hræðsluáróður hér heima um að ESA tapaði aldrei máli fyrir dómstólnum. Trúin var á lögin og að sigur ynnist en ekki að þetta gæti farið „á hinn veginn“, eins og Steingrími J. verður svo tíðrætt um. Sagt hefur verið að við Íslend­ ingar eigum að sýna auðmýkt vegna dómsins því nægilega mikið hafi hrunið kostað okk ur. Það er alltaf gott að sýna auð­ mýkt. En eftir allt sem á undan er gengið við Breta, Hollendinga og Norðurlandaþjóðirnar um að við værum ekki „þjóð á meðal þjóða“ er allt í lagi að bera höfuðið hátt. Við erum ekki sakamenn norður í höfum sem greiða ekki skuldir sínar. Fyrir því liggur dómur. Við greiðum heldur ekki skuldir ann­ arra – og við skattborgarar ber­ um ekki fjárhagslega ábyrgð á innistæðutryggingakerfinu, einka­ bönkum og einkafyrirtækjum almennt – eða bankamönnum og hugsanlegum lögbrotum þeirra. Því hefur verið haldið fram að eini munurinn á Icesave III, Buchheit­samningnum og EFTA­dómnum núna sé vextirnir. Það er ekki alls kostar rétt. Það hangir fleira á spýtunni. Munurinn felst fyrst og fremst í því að fá dóm um málið. Það er hann sem sótthreinsar og gerir málið upp og er grundvöllur sátta í íslensku samfélagi þegar til lengdar lætur eftir alla hina ótrúlegu gjörninga í Icesave­málinu. Öllum er létt. Icesave endaði fyrir dómi og sigur vannst. Sá sigur er upphaf nýrra tíma og er og verður besta uppgjörið við hrunið. „Dómurinn sótthreinsar og gerir málið upp og er grundvöllur sátta í íslensku samfélagi þegar til lengdar lætur eftir alla hina ótrúlegu gjörninga í Icesave­ málinu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.