Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 29
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 29
PistiLL
þjóðarbúskapinn og ávísun á
skuldafangelsi.
Þjóðin hafnaði samningum í
tvígang og vísaði til lagabók
stafsins. Núna liggur dómur fyrir
hjá EFTAdómstólnum um að
íslenskir skattgreiðendur bera
hvorki ábyrgð á innlánum í einka
bankanum Landsbankanum né
innistæðutryggingakerfinu. Við
innleiddum kerfið á réttan hátt.
Þess utan var innistæðueigend
um ekki mismunað.
Eftir hrun höfum við Íslendingar
nagað okkur í handarbökin yfir
að hafa leyft bankakerfinu í hinni
alþjóðlegu útlánabólu að stækka
svo ört og verða að tífaldri lands
framleiðslu. Það voru íslenskir og
útlendir banka og athafnamenn
sem þar voru að verki og fóru að
lögum EES um frjálsa fjármagns
flutninga á svæðinu. Erfitt og
umdeilt hefði verið að grípa inn í
og banna mönnum og bönkum
að eiga þessi viðskipti – þótt best
hefði verið að koma erlendum
fúnksjónum bankanna fyrir erl
endis. Sérstakur saksóknari á
hins vegar eftir að gera upp ýmis
mál varðandi bankamennina sjálfa.
Því hefur verið haldið fram að
við höfum sloppið fyrir horn í
EFTAdómnum og heilladísirnar
hafi verið með okkur. Þetta er
rangt; EFTAdómstóllinn dæmdi
eftir lagabókstafnum en ekki
pólitískum þrýstingi Breta og
Hollendinga. Dómurinn er rós
í hnappagat dómstólsins sem
stendur sterkari á eftir.
EFTAdómurinn kom ekki á
óvart, að minnsta kosti ekki
þeim sem sögðu nei í þjóðarat
kvæðagreiðslunum tveimur. Þeir
trúðu allan tímann á hin lagalegu
rök í málinu; trúðu að EFTAdóm
stóllinn dæmdi eftir lagabókstafn
um en ekki tilfinningum og
póli tískum þrýstingi þrátt fyrir
stans lausan hræðsluáróður hér
heima um að ESA tapaði aldrei
máli fyrir dómstólnum. Trúin var
á lögin og að sigur ynnist en
ekki að þetta gæti farið „á hinn
veginn“, eins og Steingrími J.
verður svo tíðrætt um.
Sagt hefur verið að við Íslend
ingar eigum að sýna auðmýkt
vegna dómsins því nægilega
mikið hafi hrunið kostað okk ur.
Það er alltaf gott að sýna auð
mýkt. En eftir allt sem á undan er
gengið við Breta, Hollendinga og
Norðurlandaþjóðirnar um að við
værum ekki „þjóð á meðal þjóða“
er allt í lagi að bera höfuðið hátt.
Við erum ekki sakamenn norður
í höfum sem greiða ekki skuldir
sínar. Fyrir því liggur dómur. Við
greiðum heldur ekki skuldir ann
arra – og við skattborgarar ber
um ekki fjárhagslega ábyrgð á
innistæðutryggingakerfinu, einka
bönkum og einkafyrirtækjum
almennt – eða bankamönnum og
hugsanlegum lögbrotum þeirra.
Því hefur verið haldið fram
að eini munurinn á Icesave
III, Buchheitsamningnum og
EFTAdómnum núna sé vextirnir.
Það er ekki alls kostar rétt. Það
hangir fleira á spýtunni. Munurinn
felst fyrst og fremst í því að fá
dóm um málið. Það er hann sem
sótthreinsar og gerir málið upp
og er grundvöllur sátta í íslensku
samfélagi þegar til lengdar lætur
eftir alla hina ótrúlegu gjörninga í
Icesavemálinu.
Öllum er létt. Icesave endaði
fyrir dómi og sigur vannst. Sá
sigur er upphaf nýrra tíma og er
og verður besta uppgjörið við
hrunið.
„Dómurinn
sótthreinsar og
gerir málið upp
og er grundvöllur
sátta í íslensku
samfélagi þegar
til lengdar
lætur eftir alla
hina ótrúlegu
gjörninga í
Icesave
málinu.“