Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 40

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 40
40 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Í maí er reiknað með að far ­síma númer verði jafnmörg mann kyninu. Ekki bara það, þetta er mánuðurinn, ef þú ætlar að endurnýja nýja farsímann þinn. Allir þeir stóru (og smáu) koma með nýja og endurbætta síma. Samsung, stærsti farsímaframleiðandinn, verður með fjórðu kynslóð af Gal­ axy S­símanum sem fær nafnið IV. Apple kemur með endurbætta útgáfu af fimmunni, iPhone5S, og verður hann með hlutum sem vantaði tilfinnanlega í fimmuna sem kom á markað í september sl., eins og NFC. Kanadíski framleiðandinn Black Berry kemur með tvo fyrstu sím ana á markað með alveg nýju stýrikerfi BlackBerry Z10 og Q10. Og líklega verður Nokia með nýjan ofurmyndavélarsíma í vor, síma sem notar Windows 8­stýrikerfið. Fyrir er Nokia 808 PureView­sími sem kom á markaðinn í júní á síðasta ári og byggist á Symbian­stýrikerfinu. Þetta er síðasta útgáfan sem Nokia markaðssetur með því stýrikerfi; héðan í frá munu allir snjallsímar frá Finnunum vinna á Windows 8 frá Microsoft.  Stephan Elop, hinn kanadíski forstjóri Nokia, sagði í viðtali við the Guardian 6. febrúar að snjallsímabransinn væri á fleygi­ ferð, ótrúlega örar breytingar. Fyrir nokkrum misserum var líftími toppsímans tvö ár. Nú er líftíminn kominn niður í sex mánuði og við blasir að almenn ingur á Vestur­ lönd um endurnýi símann sinn á rúm lega árs fresti.   PÁll StEfÁnSSon – ljósmyndari GRÆJUR farsímanúmer jafn mörg mannkyninu Högni Óskarsson segir að Google hafi frá ár inu 2007 boðið starfs mönnum sínum upp á námskeið sem byggist á innhverfri íhugun í bland við líf eðlisfræði heilans. „Google, sem Fortune útnefndi sem besta vinnustað í Bandaríkj unum tvö ár í röð, er eitt af ofur vaxtarfyrirtækjum síðasta ára tugar, drifið áfram af blöndu tölvu nörda og hard­ core­bissn essmanna og 24/7 innri menn ingu; „with a healthy disregard for the impossible“. Skýringuna á námskeiðinu er að finna í duldum fórnarkostnaði; miklum streitueinkennum, starfs­ kulnun og vanda í einkalífi þrátt fyrir mjög hugvitssamlega og nota lega ytri umgjörð fyrirtækis­ ins. Högni segir að forritarinn Men­Tan hafi átt hugmyndina. „Hann efnaðist mjög í fyrsta hluta fjárútboðinu en upplifði bara tómleika. Upphaflegt markmið var að virkja starfsfólk til að draga úr streitu en enginn vildi vera með. Nördarnir nærðust á streitunni án þess að gera greinar mun á jákvæðri, skapandi streitu og þeirri neikvæðu sem slítur fólki út eins og olíulaus kapp akstursvél. Tan fékk með sér taugasálfræð­ ing, fyrrverandi búddamunk og reyndan stjórnanda. Þeir hönn uðu sex vikna námskeið sem byggðist á þjálfun í gjör­ hygli, greiningu á eigin gildum og aukinni þekkingu á eigin tilfinningaviðbrögðum sem og annarra. Árangurinn er skarpari einbeiting og skapandi hugsun, bætt sjálfsstjórn og samskipta­ hæfni, meiri seigla og um leið minni streita og auðugra einkalíf. Þessir þættir eru oft framandi í hart keyrð um teknókratískum heimi. Þetta er óhefðbundin leið til bætts árangurs og vellíðunar og hún virkar.“ til bætts árangurs og vellíðunar HöGni ÓSkaRSSon – geðlæknir og stjórnendaþjálfari SKIpULAGIÐ Í VINNUNNI skoðun GÍSli kRiStjÁnSSon – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI Umsókn um vinnu er sölumennska. Um­sækj andinn reynir að búa til auglýsingu fyrir sjálfan sig í von um að hann eða hún seljist. Þar segir umsækjand inn frá menntun sinni og fyrri störfum og reynir að gera hosur sínar grænar fyrir væntanlegum vinnuveit­ anda. Stundum heppnast þetta – stund um ekki. Rétt gerð ferilskrá er mikilvægur hluti af þessari sölumennsku. Færustu stjórnunar fræðingar eru á einu máli um að tilviljun ein ræður ekki hvort samningar takast. Umsækjandinn getur gert mis tök þegar hann eða hún lýsir eigin kostum í bréfi. Áherslur í umsókn geta ráðið úrslitum. Sumir segja að hræðsla við sjálfs hól eyði­ leggi. Aðrir segja að sannkallað montbréf hrífi engan forstjóra. ÞARnA ÞARF Að FinnA MiLLi VEg. HéR ERU noKK UR RÁð: 1. Áhlaup á starfið. Æ algengara er að fólki sé ráðlagt að „gera áhlaup á starfið“ eins og það er kallað. Byrja á að segja af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu fremur en að byrja á að segja: „ég heiti …“ eða „Hér með leyfi ég undirrituð/aður mér að …“ of mikil hógværð hrífur ekki. 2. Horfðu fram á veg. Áherslan á að vera á hvað þú telur þig geta gert í þessu starfi í framtíðinni. nákvæmar lýsingar á fyrri störf - um vekja síður áhuga. Þú hefur ef til vill áhuga á að segja frá göml - um afrekum en það er ekki víst að forstjórinn sé jafnáhugasamur. Stjórnendur fyrirtækja hafa oft mestan áhuga á framtíðinni. 3. Ekki segja allt. Það dugar að telja upp það sem skiptir máli fyr - ir væntanlegt starf. Allt hitt getur litið út eins og málalengingar. Stjórn endur fyrirtækja nenna oft ekki að lesa löng bréf. Þeir vilja kjarna málsins strax. 4. Hreinskilni. Segðu frá af hverju þú vilt skipta um vinnu. Hreinskilni virkar vel á flesta. 5. Réttar áherslur. Leggðu áherslu á hvað þú kannt og getur fremur en að telja upp próf og gráður. Ekki gleyma að láta góða persónulega eiginleika, sem þú telur þig hafa, fljóta með í upp - talningunni. 6. Fyrri afrek. Það er í lagi að nefna verkefni sem þú ert stolt/ ur af að hafa leyst. Árangurinn verður helst að vera mælanlegur. Forstjórar vilja helst hafa allt mælanlegt. 7. Að velja og hafna. nefndu bara þau fyrri störf sem þú telur mikilvægust og aðeins þá mennt- un sem þú telur skipta máli. Slepptu ártölum og hve lengi þú varst í námi. Stuttur listi með því mikilvæg asta er nóg. listin að selja sig Landsbankinn er í fararbroddi í fjármögnun nýrra verkefna í ferðaþjónustu. Við erum hreyfiafl í atvinnulífinu og öflugur samstarfsaðili fyrirtækja. Ferðaþjónustan er í örum vexti og Landsbankinn er tilbúinn til samstarfs. Árið 2006 31,000 Árið 2008 41,000 Árið 2010 60,000 Árið 2012 75,000 Kortavelta erlendra ferðamanna ( Milljónir króna ) landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.