Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 48
48 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
forsÍðuefni
dæmi um
Sundurliðun bóta
0 kr. í lífeyristekjur og aðrar tekjur
Á mánuði
ellilífeyrir 34.053,-
Tekjutrygging 07.461,-
Heimilsuppbót 31.669,-
Framfærsluuppbót 37.739,-
samtals frá Tr 210.922.-
Frádr. staðgreiðsla -30.231,-
Ráðstöfunartekjur 180.691,-
300 þús. kr. á mánuði í lífeyristekjur
Á mánuði
ellilífeyrir 12.703,-
Tekjutrygging 921,-
Heimilsuppbót 0,-
Framfærsluuppbót 0,-
samtals frá Tr 13.624,-
Frá lífeyrissjóði 300.000,-
samtals tekjur 313.624,-
Frádr. staðgr 71.024,-
Ráðstöfunartekjur 242.600
greiða
327 þús. Kr.
á mánuði
fyrir vist á
hjúKrunar
heimiLi
tEkjuHÁiR EllilÍfEyRiSÞEGaR:
Hámarksþátttaka tekjuhárra lífeyrisþega í dvalarkostn aði
á hjúkrunarheimili er um 327 þús. kr. á mánuði. Tekju-
laus ir greiða ekki neitt. Þannig býr fólk hugsanlega hlið
við hlið á hjúkrunarheimili með sömu þjónustu en á afar
ólíkum kjörum. Kostnaður við búsetu á hjúkr unarheimili
er 6-700 þúsund á mánuði fyrir hvert rými þannig að eng-
inn vistmaður greiðir að fullu fyrir kostnað sinn.
Það er ekki aðeins að ellilífeyririnn sé skertur heldur blasir við mikil mismunun þegar kemur að greiðslum fyrir vist og um önnun á hjúkrunar og
dvalar heimilum. Tekjuháir lífeyrisþegar
greiða að hámarki 327 þús. kr. á mánuði í
vist og umönnunarkostnað á meðan þeir,
sem ekki eru með lífeyrisréttindi, greiða
ekki neitt. Þannig getur komið upp sú
staða að fólk búi hlið við hlið á hjúkrunar
og dvalar heimili með sömu þjónustu en á
afar ólíkum kjörum.
Þegar og ef ellilífeyrisþegi kýs að flytja á
dvalar eða hjúkrunarheimili þarf sá með
ágætar lífeyristekjur úr sínum lífeyrissjóði
að borga meira en sá sem ekki lagði í líf
eyrissjóð.
Kostnaður við búsetu á hjúkrunarheimili
er 6700 þúsund á mánuði þannig að þegar
rætt er um að tekjuháir „greiði niður“ fyrir
tekjulausa verður að hafa í huga að enginn
vistmaður greiðir að fullu þann kostnað
sem honum fylgir. Hámarksþátttaka tekju
hárra lífeyrisþega í vist og um önn unar
kostn aði á hjúkrunarheimili er um 327 þús.
kr. á mánuði.
Tryggingastofnun sér til þess að greiðslur
fyrir fullan kostnað berist heimilunum en
það eru síðan heimilin sjálf sem verða að inn
heimta gjöldin af íbúunum ef þeir hafa tekjur
umfram 70 þús. kr. á mánuði eftir skatta.
Þegar um varanlega búsetu á dvalar eða
hjúkrunarheimili er að ræða falla líf eyris
greiðslur frá Tryggingastofnun niður frá
fyrsta degi næsta mánaðar eftir að búseta
hefst. Við það að greiðslur falla niður
getur íbúi með lágar eða engar aðrar tekjur
átt rétt á vasapeningum. Vasapeningar
eru tekjutengdir eins og lífeyrir. Fullir
vasapeningar eru nú um 50 þús. á mánuði.
Íbúi á hjúkrunarheimili með ágæt lífeyris
réttindi heldur að lágmarki eftir 70 þúsund
krónum í ráðstöfunarfé en verður að borga
mikið af lífeyri sínum með sér.
Eftir áratuga greiðslur í lífeyrissjóð fær
eigandi sparnaðarins aðeins 20 þúsund kr.
meira í „vasapeninga“ á mánuði á hjúkr
unarheimilinu en sá sem engan sparnað á.
Breyting á þessu myndi kosta ríkið mikið
fé og hér er um háar fjárhæðir að tefla.
Fyrir næsta ár er reiknað með að framlög
ríkisins til öldrunarheimila verði nær 20
milljarðar króna.
Þessi upphæð myndi einnig hækka stór
lega ef eigendur lífyrisréttinda hættu að
borga meira en aðrir – eða að þjónustan
versnaði.
Eftir stendur samt að það getur virkað
órétt látt að einn heimilismaður „greiði
niður“ vistina fyrir annan.
Hjartamagnýl
– Dýrmæt forvörn
75 mg sýruþolnar töur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
ct
av
is
2
1
8
0
9
2
Fyrir þig, hjartað mitt
Notkun: Hjartamagnýl sýruþolnar töur innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist
og fyrirbyggja þannig frekari: Hjartaáföll, heilablóðföll, vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng, sem er í jafnvægi eða óstöðug.
Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar. Ekki er
mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð. Skammtar og lyagjöf: Almennt er ráðlagður
skammtur 75 160 mg einu sinni á dag. Töunum skal kyngja heilum með nægilegu magni af vökva. Vegna sýruþolnu húðarinnar skal ekki mylja,
brjóta eða tyggja töurnar. Börnum og unglingum yngri en 16 ára skal ekki gefa asetýlsalicýlsýru, nema samkvæmt læknisráði þegar ávinningur
vegur þyngra en áhættan. Varúðarreglur: Láttu lækninn vita áður en þú tekur Hjartamagnýl ef þú ert með nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, ert með
eða hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í ne eða
aðra langvinna sjúkdóma í öndunarfærum; asetýlsalicýlsýra getur framkallað astmakast, hefur verið með þvagsýrugigt, færð miklar tíðablæðingar.
Þú verður að leita strax til læknis ef einkenni þín versna eða ef þú nnur fyrir alvarlegum eða óvæntum einkennum. Láttu lækninn vita ef þú ætlar
að fara í aðgerð þar sem asetýlsalicýlsýra þynnir blóðið. Asetýlsalicýlsýra getur valdið Reye's heilkenni þegar hún er gen börnum. Reye's heilkenni
er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fyrir og getur verið lífshættulegur. Af þessari ástæðu skal ekki gefa börnum yngri en 16 ára Hjartamagnýl, nema
samkvæmt ráðleggingum læknis. Þú skalt gæta þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetýlsalicýlsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á
nýrnastarfsemi. Þetta lyf hentar ekki til notkunar sem verkjalyf eða hitalækkandi lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni eða lyafræðingi
áður en lyf eru notuð. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka asetýlsalicýlsýru nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Lesið
vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2012