Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 92
92 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 nýherji veitir umfangsmikla þjónustu fyrir fundi og ráðstefnur af öllum stærðum og gerðum. Sér í lagi hafa sérfræð- ingar nýherja þekkingu á tæknilausnum sem snúa að hljóði, mynd og öðrum sérhæfðum fundabúnaði. sífellt tæknivæddari ráðstefnur Funda- og ráðstefnuþjónusta Nýherja: „Útsendingum frá fundum og ráðstefn­ um yfir netið fer stöðugt fjölgandi og sér Nýherji um upptöku á hljóð og mynd og útsending­ ar, hvort sem þær eru til lokaðs hóps eða opnar hverjum sem er.“ Gunnar Möller, hóp stjóri hljóð­ og mynd lausna­sölu Nýherja, segir að aukin eftirspurn sé að verða eftir flóknari lausnum fyrir funda­ og ráðstefnuhald og þar komi þekking Nýherja sem upp­ lý singatæknifyrirtækis að góð um notum. „Síðustu ár hefur þróunin verið hröð í tæknilausnum fyrir ráðstefnur og nú er svo komið að hlutum á borð við hljóð og mynd er í auknum mæli stjórnað með netkerfum eða upplýsingatæknikerfum. Því erum við vel í stakk búin til að taka að okkur verkefni á þessu sviði,“ segir Gunnar. Nýherji býr jafnframt vel að því leyti að oft hafa fundar­ salir keypt tækjabúnað af Ný herja og þegar kallað er eftir aukaþjónustu frá tækjaleigu fyrirtækisins sé því auðvelt að tengja viðbótarbúnað við kerfið sem fyrir er. „Við þekkjum oft vel þau tæki sem fyrir eru og getum á skömmum tíma komið sérhæfðum aukabúnaði í full afköst, sem sparar tíma og kost­ nað,“ segir Gunnar. Hann bætir við að Nýherji veiti jafnframt ýmiss konar aðstöðuþjónustu fyrir ráðstefnur, t.d. túlka­ búnað, tölvubúnað, prentlausn­ ir, þráðlaus netkerfi og svo mætti lengi telja. Á öllum þess­ um sviðum njóti Nýherji þess að vera bæði upplýsingatækni­ fyrirtæki og veita þjónustu fyrir ráðstefnur og fundi. netútsendingar algengar Útsendingum frá fundum og ráðstefnum yfir netið fer stöðugt fjölgandi að sögn Gunnars, en þá getur Nýherji séð um upptöku á hljóð og mynd og útsendingu yfir netið, hvort sem það er til lokaðs hóps eða opið hverjum sem er. Slík þjónusta getur verið marg­ breytileg, allt frá streymi sem horfa má á yfir netið í raun­ tíma upp í háskerpumyndefni sem fer í eftirvinnslu og er svo skilað útsendingarhæfu fyrir sjónvarp. Algengt er að efni sé streymt í beinni útsendingu, en strax að ráðstefnu lokinni sé það gert aðgengilegt þannig að hægt sé að horfa á upptökuna hvenær sem er. Þessu til viðbótar býður Nýherji svo ýmiss konar mynd­ búnað – skjái og skjávarpa af öllum stærðum og gerðum ásamt myndstjórn sem getur tekist á við flókin verkefni. Eins er oft kallað eftir túlkaþjónustu, hvort heldur er fyrir gesti á staðnum eða í netútsendingu, og þá hefur Nýherji yfir mjög öflugum búnaði að ráða að sögn Gunnars. Ekkert of lítið eða of stórt Þá eru fjarfundir ýmiss konar einn þáttur í þjónustu Nýherja, en á fjarfundum getur fjöldi þátttakenda setið fundi hvar sem er í heiminum og tekið þátt í fundahöldum samtímis þar sem allir fundarmenn fá bæði hljóð og mynd frá öðrum þátttakendum sem fundinn sitja. „Það má segja að ekkert verkefni sé of lítið eða of stórt fyrir okkur. Hvort sem það eru litlir fundir í einu herbergi eða þúsund manna ráðstefnur í íþróttahúsum getum við veitt ráðgjöf, þjónustu og búnað eftir þörfum hverju sinni,“ segir Gunnar Möller.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.