Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 98
98 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
„River rafting er einstaklega
góð leið til að kanna náttúruna;
það er allt öðruvísi að sitja í
bát og horfa á landslagið en
að sitja í bíl. Þetta er mjög góð
upplifun fyrir alla.“
Arctic Rafting býður upp á
river rafting á tveimur stöð
um; í Hvítá á Suðurlandi
og í Jökulsá austari í Skaga
firði. Arctic Rafting er með
að stöðu á Drum boddsstöðum,
sem eru í nágrenni Gullfoss
og Geysis. „Þar er frábær
aðstaða til að taka á móti hóp
um með skiptiklefum, bar og
veitingasal. Siglingin niður
Hvítá tekur um tvo tíma og
eft ir ævintýrin í ánni getur fólk
farið í heita pottinn og gufubað
og borðað grillað íslenskt
lambakjöt.“
Fyrirtækið er einnig með
að stöðu á Hafgrímsstöðum í
Skagafirði og segir Dagný að
sigling niður Jökulsá austari
taki meira á: „Það er allt öðru
vísi ferð. Það eru miklu fleiri
flúðir, hærri stökkklettur og því
tilvalin ferð fyrir þá hópa sem
þola örlítið meiri hasar.“
„Þar er frábær
aðstaða til að
taka á móti hóp
um með skipti
klefum, bar og
veitingasal.
Siglingin niður
Hvítá tekur um
tvo tíma.“
Virðisaukaskat ts hækkunin gæti sagt til sín
seinni part árs en hún
tekur ekki gildi fyrr en
1. september og fram að
þeim tíma virðist eftir
spurnin vera í góðu lagi.“
Ingibjörg segir að með
al ársnýtingin á Radisson
Blu Hótel Sögu sé um
70% en yfir háanna tím ann,
sem eru sumar mánuðirnir
júní, júlí og ágúst, sé hún
rúmlega 90%.
Stærstur hluti ges t anna
er frá hinum Norðu r
landa þjóðunum en yfir
sumartímann eru líka
Bretar, Bandaríkjamenn
og Þjóðverjar fjölmennir.
„Ég hugsa að það sé
pláss fyrir fleiri hótel
her bergi í Reykjavík yfir
há sumarið. Það eru hins
vegar allt of mörg leyfis
laus her bergi í um ferð og
það skekkir alla mælingu.
Hag tölurnar okkar eru
ekki nógu nákvæmar en
von andi stendur það til
bóta.“
Ingibjörg segir að hjá
Radisson Blukeðj unni
sé nýbúið að taka upp
spennandi nýj ung fyrir
funda og ráðstefnu
mark aðinn sem kallast
á ensku „eXperience
meetings“ og verður
kynnt á næstunni hér á
landi. „Við leggjum nú
sem áður mikla áherslu á
þjónustu og veitingar sem
henta öllum hópum og við
sérsníðum hvern atburð
eftir tilefn inu í sam vinnu
við viðskipta vini okkar.
Við búum svo vel að hafa
starfs fólk með mikla og
góða reynslu sem getur
að stoðað við hugmyndir
og sérhæfðar lausnir. Við
höf um líka verið að laga
til og betrumbæta hér og
hvar; Grillið verður opnað
aftur eftir að hafa verið
lokað í mánuð þar sem
við skiptum um glugga
og gerðum smá and lits
lyftingu svo það er margt
spennandi á döfi nni hjá
okkur á Hótel Sögu.“
margt spennandi á döfinni
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu, segir að
staðan á hótelmarkaðnum hér á landi sé þokkaleg í byrjun árs sem
þó er rólegasti tími ársins. Hún segir að um 10% aukning sé á milli
ára í janúar og hún sé nokkuð bjartsýn fyrir árið 2013.
Hótelmarkaðurinn
Ingibjörg Ólafsdóttir. „Við
leggjum nú sem áður
mikla áherslu á þjónustu
og veitingar sem henta
öllum hópum og við
sérsníðum hvern atburð
eftir tilefninu í samvinnu
við viðskiptavini okkar.“
gríðarleg tækifæri
tengd fjölgun ráð-
stefnugesta
Helstu ráðstefnurnar
Þorsteinn Örn Guðmunds son, framkvæmda stjóri Meet in Reykjavík, segir að tækifærin á ráðstefnumarkaðnum hér á landi séu gríðarleg. „Fjöldi
aðila sér þau miklu tækifæri sem liggja í ráð
stefnu markaðnum og áttar sig á mikilvægi
þess að hingað komi erlendir gestir sem eru
sem verðmætastir fyrir okkur. Þegar ég tala um
verð mæti á ég við að funda, hvata og ráð stefnu
gesturinn eyðir tvö eða þrefalt á við almenna
ferða manninn og kemur oft utan háanna tímans og
í miðri viku en þá er oftast nóg af lausu funda og
gistirými ásamt aðgangi að allri tengdri þjónustu.
Verð mætari gest er ekki hægt að finna.“
Þorsteinn Örn bendir á að Reykjavíkurborg,
Þorsteinn Örn Guðmundsson.
sjóðHeitt ÍsLand