Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 112

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 112
112 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 S tarf mitt er, eins og ég segi oft, skemmti­ legasta starf í heimi. Ég nýt þeirra for réttinda að vera í gríðarlega fjölbreyttu starfi þar sem ég er sífellt að takast á við ný verkefni og nýjar áskoranir. Helstu verkefnin eru að sjá um rekstur fimmtán verslana okkar auk allra markaðsmála Domino’s. Samhliða því sé ég að mestu um opnanir nýrra versl ana, þróun á pöntunarkerf­ um (vefsíða og app), ráðningar versl unarstjóra, vöruþróun ásamt því að taka þátt í stefnu­ mótun félagins. Síðasta ár var ár breytinga hjá Domino’s. Við gerðum veigamiklar breytingar á kjarnvöru okkar og breyttum allri nálgun okkar hvað varðar markaðssetn ingu. Við hugs­ uðum hlutina upp á nýtt og breyttum ásýnd okkar gagnvart viðskiptavinum með nýju útliti á umbúðum og öllu markaðsefni. Samhliða því höfum við breytt áherslum í birtingum og gert alla vinnu þar skipulagðari og markvissari. Á árinu var áhersl­ an á að nýta okkur í mun meira mæli auglýsingar á vefnum og samskiptavefjum. Við tókum okkar fyrstu skref hvað varðar auglýsingar sem ná til notenda snjallsíma. Sá vöxtur sem þar er og þau tækifæri sem þar eru að skapast tel ég vera hvað mest spennandi í heimi markaðssetn­ ingar í dag. Framundan er svo annað spennandi ár, uppfullt af nýjum verkefnum. Á dagskránni er að opna fleiri verslanir, kynna gómsætar vörunýjungar og breyta útliti eldri verslana. Við höfum þegar breytt verslun okk­ ar í Skeifunni og fengið frábær viðbrögð frá viðskiptavin um. Nýtt útlit býður t.d. upp á mögu­ leika fyrir yngstu kynslóðina að stytta sér stundir með því að fylgjast með pítsubökurum okkar fletja út pítsur eða með því að skapa listaverk á þar til gerðum krítarvegg.“ Unnusta Magnúsar er Marit Davíðsdóttir háskólanemi og eiga þau þriggja ára son, Balt­ asar. „Ég var til skamms tíma líklega bjartsýnasti lögfræð­ inemi í heimi þar sem ég reyndi að vera í fullu námi meðfram öðrum verkefnum. Það entist ekki lengi enda átti þurrt lesefni lögfræðinnar ekkert í áhuga minn á viðskiptum og markaðs­ setningu. Á ekki von á því að ég snúi aftur í lögfræðina en hef þó áhuga á að mennta mig frekar og þá helst tengt viðskipt um og/eða markaðsfræði.“ Þegar kemur að áhugamálum segist Magnús vera algjör dellu­ kall og tekur tarnir á mörgum sviðum. „Lengi vel var ég for­ fallinn sportkafari og ferðaðist m.a. til Taílands þar sem ég tók PADI Divemaster­réttindi og starfaði sem köfunar­„guide“ í tvær vikur. Undanfarin ár hefur fluguveiðin átt hug minn allan en fátt er betra en að standa á góðum degi með létta flugu­ stöng og veiða silung. Nýjasta dellan er síðan skotveiðin en ég stefni á að taka skotveiðileyfi í sumar og aldrei að vita hvað sú della endist lengi. Annars er ég stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum og reyni eftir fremsta megni að fylgjast með leikjum þeirra. Því miður hefur gengið ekki verið mjög gott undanfarið og oft erfitt að tapa ekki gleðinni þegar illa gengur. Stórfjölskyldan á hús í Ge­ orgíu í Bandaríkjunum þar sem við reynum að fara reglulega í frí. Staðurinn er algjör paradís sem maður vill heimsækja sem oftast en reynist oft erfitt vegna anna. Í sumar er stefnan sett á sólarstrandarfrí með fjölskyld­ unni þar sem yngsti meðlimur­ inn fær að njóta sín í botn. Líklega verður Suður­Evrópa fyrir valinu en þó er aldrei að vita hvar við lendum á endan­ um.“ Magnús Hafliðason – markaðs- og rekstrarstjóri Domino’s Nafn: Magnús Hafliðason Fæðingarstaður: Reykjavík, 27. júní 1982 – ólst upp á Bolungarvík og á ættir að rekja þangað og lít því á mig sem Bolvíking umfram allt annað Foreldrar: Hafliði Elíasson og Jóna Magnúsdóttir Maki: Marit Davíðsdóttir Börn: Baltasar, þriggja ára Menntun: Óklárað BA­próf í lögfræði „Ég var til skamms tíma líklega bjartsýnasti lögfræðinemi í heimi þar sem ég reyndi að vera í fullu námi meðfram öðrum verkefnum. Það entist ekki lengi enda átti þurrt lesefni lögfræðinnar ekkert í áhuga minn á viðskiptum og markaðssetningu.“ fóLk TexTi: HilMar Karlsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.