Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 66
66 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Flæði er góð leið fyrir stjórnendur til að auka árangur. Fyrirbærið flæði
getur hjálpað okkur að skilja hvers vegna okkur líður eins og okkur líður og
auðveldað okkur að finna meiri gleði og árangur í starfi, okkar rétta stað í
lífinu og jafnvægi milli starfs og einkalífs.
Hvað er flæði?
Þegar þú opnar augun á morgnana og við blasir nýr vinnudagur, hvernig
er þér þá innanbrjósts? Finnur
þú til gleði, áhuga og tilhökk
unar vegna verkefnanna sem
bíða þín? Eða finnur þú til dep
urðar, áhugaleysis og kvíða?
Fyrirbærið flæði getur hjálpað
okkur að skilja hvers vegna okk
ur líður eins og okkur líður.
Áhrifa jákvæðrar sálfræði
gætir núorðið víða í kenningum
um leiðtogahæfni. Flæði (e.
flow) á kenningarlegan bak
grunn í jákvæðri sálfræði (e.
positive psychology) og er einn
þeirra þátta sem sýnt hefur
verið fram á að geti aukið ham
ingju og jákvæðni.
Guðfaðir kenninga um flæði er
ungverski sálfræðingurinn Mi
haly Csikszent mihalyi. Hann og
aðstoðarmenn hans hafa rætt
við hátt í 10.000 einstaklinga
í rannsóknum sínum á flæði
undan farin ár og niðurstöðurnar
eru afar athyglisverðar.
Hvað er flæði
Flæði er huglægt ástand sem
fólk upplifir þegar það ástundar
eitthvað sem fær það til að
gleyma tímanum, þreytunni og
öllu öðru en einmitt því sem það
er að fást við. Hæfni og áskorun
mætast í hæfilegum hlutföll
um þannig að áskorunin er
örlítið meiri en hæfnin. Aðeins
verkefnið fær athygli og það
fyllir okkur orku í stað þess að
taka hana frá okkur. Gildir þá
einu hvert verkefnið er og hvort
það hafi einhvern tilgang í sjálfu
sér annan en fyrir gerandann.
Þannig getum við upplifað flæði
í krefjandi verkefnum í vinnunni,
sjálfboðaliðastarfi, í samveru
með fjölskyldu og vinum eða
í öðrum verkefnum s.s. við
íþrótta iðkun, útivist, lestur bóka,
eða við að sinna hvaða áhuga
málum sem er.
Sé áskorunin í verkefnum
okkar of lítil dregur aftur á móti
úr áhuganum og athafnasem
inni og yfir okkur hellist doði
eða jafnvel leti. Þegar áskorun in
og spennan verður meiri en svo
að við höfum stjórn á aðstæðum
er hætt við að hún hafi neikvæð
áhrif á árangur okkar og valdi
streitu. Líkam leg einkenni eins
og höfuðverkur, vöðvaspenna,
verkur fyrir brjóst inu, þreyta,
meltingar trufl anir, svitaköst og
svefnvanda mál gera vart við
sig. Allir þessir neikvæðu þættir
draga úr tæki færum okkar til að
upp lifa vellíðan og skila okkar
besta árangri, hvort sem er í
starfi eða einkalífi.
8 þættir sem
lýsa flæði
Csikszentmihalyi hefur skilgreint
átta þætti sem einkenna að
stæð ur þegar fólk upplifir flæði.
1) Markmið eru skýr – Sjálft
markmiðið er mikilvægt en
raunverulega gleðin felst ekki
síður í þeim skrefum sem tekin
eru í áttina að settu marki.
2) Endurgjöf er samstundis
– Vissan um að vera að ná
ár angri án þess að einhver segi
það er nægjanleg en líka er
gott að fá endurgjöf frá öðrum.
3) Jafnvægi er milli áskorun
ar og kunnáttu – Of ögrandi
verkefni fylla fólk kvíða en
of einföld verkefni fylla fólk
leiða. Mynd 1. lýsir tengslum
áskorunar og kunnáttu, hvaða
tilfinningar geta skapast við
ákveðnar aðstæður og við
hvaða aðstæður flæði skapast.
Ferlið felur í sér að sífellt er
sóst er eftir nýjum og flóknari
viðfangsefnum.
Tengsl áskorunar og kunnáttu
og aðstæður sem skapa flæði.
(Heimild: Good Business,
Leadership, Flow and the Mak
ing of Meaning (2003)).
4) Aukin einbeiting – Skilin á
milli einstaklingsins og aðgerða
hverfa, hugur og hönd renna
saman, hugsunar og áreynslu
laust. Hugurinn ræður ekki við
marga flókna hluti í einu og því
lokar hann fyrir ytra áreiti og
nær fullkominni einbeitingu.
5) Aðeins núið skiptir máli
– Athyglin er sett á núið.
Mannshuganum er náttúrulegt
að hugsa um ógnanir, ólokin
verkefni, mistök og óuppfylltar
þarfir, þegar honum er ekki
beint að neinu sérstöku.
6) Að hafa vald á aðstæðum
– Að hafa fullkomna stjórn gerist
kannski sjaldan í raun veru leikan
um en þegar það gerist fyllist
fólk sjálfstrausti og það hefur
ekki áhyggjur af hvort það geti
klárað verkefnið.
Sigrún Þorleifsdóttir
stjórnunarráðgjafi hjá attentus –
mannauði og ráðgjöf ehf.
Fyrirbærið flæði
getur hjálpað okk
ur að skilja hvers
vegna okkur líður
eins og okkur líður og
auðveldað okkur að
finna meiri gleði og
árangur í starfi, okkar
rétta stað í lífinu og
jafnvægi milli starfs
og einkalífs.
stjórnun
Hvers vegna okkur líður eins og okkur líður?