Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 141

Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 141
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 141 Fyrir tuttugu árum röt uðu myndir af ungfrú Mazarine Pingeot inn á borð ritstjóra franska góð borg ­ ara blaðsins Maris Match. Þetta voru siðlegar myndir af tvítugri stúlku og ljósmyndarar blaðsins höfðu ekki haft fyrir því að taka þær. Þó vissu allir um þessa stúlku. Móðir hennar var Anne Pingeot og faðirinn Francois Mitt errand forseti. Ritstjórinn hringdi í Mitter rand og spurði hvort hann mætti setja myndirn­ ar á síður blaðsins. Núna – tuttugu árum síðar – liggja ljósmyndarar slúðurblaðisns Close með nætursjónauka og inn rauðar vélar fyrir utan verustað leikkonunnar Julie Gayet í París. Þeir taka ótal myndir af lífverði Francois Hollandes forseta þar sem hann kemur að skoða aðstæður fyrir utan íbúðarblokk leikkonunnar. Síðan birtist for­ setinn sjálfur á aftursæti þriggja hjóla vespu með ökumann fyrir framan sig. Sá er sennilega líka lífvörður. Hjálmurinn var illa skakkur á höfði forsetans og óbundinn. Síðar sögðu blaðamenn Close svo frá: Forsetinn var sjáan- lega svo yfir sig ástfanginn að hann kom ekki hjálminum rétt á höfuðið. Þeir veittu því líka athygli að lífvörðurinn, sem fyrstur kom að íbúðinni, kom aftur klukkan átta morguninn eftir og nú með körfu fulla af „croissants“ og hvarf inn með hið hefðbundna morgun­ fóður Frakka. Það er fullkomnað! Nú gerir ekkert til þótt myndirnar séu úr fókus og óskýrar. Þetta er París, forsetinn á ástafundi og núna megum við segja frá. Hvað er að gerast? En Frakkar segja „je ne sais pas!“ og spyrja: Hvað hefur gerst á þessum tuttugu árum? Allir vissu á sínum tíma að Mitterrand átti sér ástkonu og það var slúðrað á kaffihúsum borgarinnar um hana og dóttur forsetans. Kurteisi þótti að biðja hann góðfúslega um leyfi til að segja frá. Enginn „papparass“ sat um hvert fótspor þjóð ­ höfð ingjanna í von um að ná mynd af því sem allir vissu og kjömsuðu á með croissöntunum sínum. Hollande brást reiður við myndum og frásögnum Close. Hótaði málsókn og öllu illu. Ekk ­ ert hefur þó orðið úr enda allt satt. Þessi viðbrögð forsetans þykja benda til að hann hafi ekki fylgst með þróuninni. Tímarnir eru breyttir og fjölmiðlarnir með. Það eina sem er óbreytt eru sjálf ástamálin. Í Bretlandi hafa blöðin lengi haft það fyrir sport að fella stjórn mála menn á framhjáhaldi. Þar er viðhorfið allt annað en í Frakk l andi. Í Bandaríkjunum komst Bill Clinton í verulega krappan dans vegna sinna ásta ­ mála. Fjölmiðlar hlífðu honum ekki. Reglan í flest um löndum er að þjóðhöfðingi á ekki að halda framhjá maka sínum – og ef hann gerir það verður allt vit laust. kjarni málsins Hvað Hollande varðar þá hefur hann aldrei kvænst. Hann var fluttur frá sambýliskonu sinni, Ségolène Royal, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og var opinberlega í sambúð með Valérie Trierweiler. Hún var de facto orðin forsetafrú með fullri virðingu og skyldum þegar hann féll fyrir leikkonunni Julie Gayet. Þessi kvennamál eru þó aukaatriði. Aðalatriðið er að al þjóðavæðing slúðurskrifa er komin til Frakklands. Þar má nú ekk ert lengur frekar en í öðrum löndum. Viðhorfið hefur breyst þar í líkingu við það sem gengur og gerist í heiminum. Fyrsta skrefið er stigið: Slúðurblöð skrifa um næturgöltur forsetans án þess að biðja um leyfi. Enn er það þó svo í Frakklandi að framhjáhald forseta hefur engin áhrif á pólitíska stöðu hans. Það væri þó næsta skrefið í þessari þróun. Það er hugs ­ anlegt að viðhorf breytist svo í óljósri framtíð að Frakklandsfor­ seti segi af sér vegna framhjá­ halds. Það mun þó ekki verða í tíð Hollandes. Hver byrjaði á þessu? Í hinu virta breska blaði The Guardian er fullyrt að þessi óheillaþróun hafi hafist í tíð Nicolas Sarkozys, fyrrverandi forseta. Hann flaggaði ástkonu sinni og það var ekki stórmál að ná af þeim myndum saman. Carla Bruni varð opinberlega viðhald forsetans. Sarkozy vildi sanna karlmennsku sína fyrir þjóðinni, fyrri forsetar höfðu látið nægja að sanna getu sína fyrir ástkonunum einum. Á þessu er grundvallarmunur og núna halda fjölmiðlar að þeir megi án leyfis elta forsetann þar sem hann eltir typpið á sér út um allan bæ. Eftir stendur þó mikilvæg spurning: Af hverju þykir Frökk ­ um það ekkert tiltökumál þótt forsetinn eigi sér ástkonu? Flestir Frakkar höfðu af því mestar áhyggjur hvað hjálmurinn sat illa á höfði forsetans á leið til ástafundarins. Hann hefði getað dottið á höfuðið. Að auki hafa ein­ hverjir ofbeldisdrjólar frá Korsíku sést í íbúð leikkonunnar. aftur að kjarna málsins Þar er komið að öðrum kjarna þessa máls: Hver er forseti og hver er bara ástsjúkur maður á hjóli í neonljósum heimsborg­ arinnar? Frakkar hafa viljað halda þessu aðgreindu. Forsetinn er þjóðhöfðingi. Hann er ekki per ­ sóna heldur embætti. Mað ur inn sem gegnir þessu embætti hverju sinni getur verið breyskur, veikur fyrir fögrum leikkonum og fráhverfur sinni eigin spúsu. Það þýðir ekki að forsetinn sé breyskur. Í öðrum löndum hefur þessi aðgreining manns og embættis ekki haldist eins lengi og í Frakk l andi. Víða eru gerðar kröfur um siðferðileg gildi í brjósti manna sem sækjast eftir æðstu embætt um. Framhjáhald er í þessum löndum talið merki um siðferðisbrest – en ekki svo mjög í Frakkl andi. Þar vilja menn enn ekki rugla saman mannin ­ um, sem hverju sinni fyllir sæti forseta, og svo þeim sem situr á vespunni í næturhúmi Parísar. En líka þetta getur breyst þannig að embætti forseta og maðurinn í embættinu renni saman í eitt. Þá verða þeir báðir að sofa í sama rúminu og þá fer rekkjunauturinn að skipta máli. Núna þykir Frökkum það full gild afsökun fyrir hliðarspori forsetans að Julie Gayet er föngu leg á að líta og vel þess virði að falla fyrir henni. Sú tíð kann þó að koma að það þyki ekki fullgild afsökun. Ólíkt siðferði Sinn er siður í landi hverju. Frökkum finnst framhjáhald Hollandes í lagi og telja það einkamál. Í öðrum löndum er framhjáhald talið siðferðisbrestur hjá þjóðhöfðingja og merki um að viðkomandi sé ekki treystandi. Hvers vegna er þessi munur á siðferði og skoðunum? Núna vantar bara að framhjáhald forsetans hafi áhrif á kjörfylgi hans. TexTi: Gísli KrisTjánsson Forsíðan umtalaða á Close. Blaðið þorði að lokum að birta fréttina sem allir vissu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.