Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 144
144 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
P
ersónuleikamat er að
verða algengt hjálpar
tæki við ráðningar í
störf, sérstaklega stjórn
unarstöður. Það er mikið í húfi
þegar meta á hver er hæfastur
til að ráða í laust starf. Mæli
kvarðar til hæfni eru nauðsyn
legir. Margt fæst með viðtölum
við umsækjendur, yfirferð
ferilskráa og fleira. Að velja
rangan einstakling getur hins
vegar verið dýrkeypt eins og
allir atvinnurekendur vita. Þetta
bendir Magnús Már Harðarson,
ráðgjafi hjá Mannvali, á þegar
hann útskýrir PPApersónuleik
amatið sem er nú notað víða
um heim og hjá fjölmörgum
erlendum stórfyrirtækjum – og
nú á Íslandi.
Styttir ráðningarferlið
Persónuleikamat frá Thomas
International sem nefnist PPA
hefur nýst víða um heim í
áratugi og Mannval hefur nú
feng ið leyfið fyrir Íslandsmarkað
í gegn um Danmörku. „Prófið
ásamt úrvinnslu niðurstöðunnar
tekur einungis fimmtán mínútur
í stað sex til sextán klukkutíma.
Spurningalisti PPA er líka miklu
styttri en samt nákvæmur,“ segir
Magnús en kerfið er viðurkennt
af Samtökum breskra sálfræð
inga og endurskoðað og yfirfarið
af þeim á tveggja ára fresti.
Magnús segir að með grein
ingunni fáist útlistuð niður
staða um persónueiginleika
um sækj andans, styrkleika og
veikleika. „Það er metið með 24
spurningum hvernig umsækj
andinn er á vinnustað, sem
starfsmaður eða stjórnandi, en
ekki utan þess,“ leggur Magnús
áherslu á. Niðurstaðan um
persónugerð umsækjandans
kemur m.a. í myndrænu formi,
á eins konar hniti sem fæst úr
svörunum. Útkoman, eða hnitið
sem umsækjandinn fær út úr
prófinu, er svo borin saman við
starfsgreiningarhnit (job profile)
sem sýnir eiginleikana sem sóst
er eftir. Æskilega manngerðin –
eða starfsgreiningin – er þann ig
myndræn á hniti og borin sam
an við útkomu og hnit hvers og
eins umsækjanda.
Magnús bendir á að þetta sé
ekki síst tæki til að auka fram
leiðni. „Mannauðsstjórar nota
þetta einnig víða til að meta
hæfni innan fyrirtækisins, bæði
þegar breytingar eiga sér stað
en líka utan þess. Ef rétt fólk er í
réttum stöðum á vinnustaðn um
þá eykst að sjálfsögðu verð
mætið,“ segir hann.
Stórfyrirtæki nota matið
Dæmi má nefna að fyrirtæki
eins og Sony, Siemens, FedEx,
Volvo, Virgin trains, Swisshotel
og L‘Oreal nota PPAmælinguna.
Þetta er einungis lítið brot
þeirra allra því yfir þrjátíu og
tvö þúsund fyrirtæki nota þetta
tæki í sextíu löndum. Meira en
tvö hundruð og fimmtíu þúsund
manns hafa fengið þjálfun í
notkun hugbúnaðarins fyrir
persónuleikamatið og starfs
grein inguna (job profile). Hér á
landi hefur Kópavogsbær tekið
PPA í sína notkun. Fyrirtæki
geta núna nýtt sér tækið til að
vanda mannval sitt, með litlum
tilkostnaði en á nákvæman hátt.
Sjá nánar á: www.thomasinter
national.net
Persónuleikapróf á 15 mínútum
Magnús Harðarson hjá Mannvali:
Magnús Harðarson hefur
rekið ráðningarstofuna
Mannval í áraraðir. Hann
býður upp á persónu-
leikapróf á fimmtán til
tuttugu mínútum með
svonefndri PPA-aðferð.
Magnús Harðarson
Myndir: Geir ólafsson
fólk
Persónuleikapróf eru að verða algeng við ráðningar á starfsfólki, sérstaklega í stjórnunarstöður.
Þessi próf taka mjög mislangan tíma en allt gengur út á að meta persónuleika viðkomandi.