Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Qupperneq 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Qupperneq 15
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 Agrip erinda E 1 Almennt heilsufar bænda á íslandi Gunnar Guðmundsson1, Sigurður Þór Sigurðarson2, Lára Sigurvinsdóttir3, Kristinn Tómasson3 'Landspítala, 2Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 3Vinnueftirliti ríkisins ggudmund@landspitali. is Inngangur: Vegna mikils vinnuálags og líkamlegs erfiðis eru bændur taldir hafa lakari heilsufar en aðrir. Þetta hefur þó ekki verið rannsakað á Islandi Efniviður og aðferðir: Öllum bændum sem skráðir voru fyrir 100 ærgildum eða meira eða ígildi þess í mjólkurkvóta (N= 2042, svarhlutfall 54%) var sendur ítarlegur spurningalisti um heilsufar, notkun á heilbrigðisþjónustu, virtnuumhverfi (QPS- Nordic) og búskaparvenjur. Til samanburðar var 1500 (svarhlut- fall 46%) manna slembiúrtaki, 25 til 70 ára, sendur sambærilegur spurningarlisti. Niðurstöður: Bændur voru oftar karlmenn, eldri og reyktu minna. Það var lítill munur á hópunum þegar skoðuð voru lík- amleg einkenni síðustu 12 mánuði. Það var ekki munur á lækn- isheimsóknum milli hópanna vegna langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki eða háþrýstings. Endurtekin fjarvera frá vinnu vegna veikinda var sjaldgæfari hjá bændum. Fjölþátta líkan fyrir kransæðasjúkdómi sýndi minni líkur hjá konum (OR=0,2; CI 0,06-0,73) og hjá yngri einstaklingum (OR=0,42; CI 0,30-0,58) og bændum almennt (OR=0,46; CI 0,21-0,97) og auknar líkur hjá þeim sem reyktu (OR=2,5; CI 1,2-5,2). Það voru einnig minni líkur á að bændur hefðu háþrýsting (OR=0,46; CI 0,21-0,97). Ályktanir: Lítill munur var á almennum einkennum. Bændur voru sjaldnar frá vinnu vegna veikinda. Bændur voru ólíklegri til að fá kransæðasjúkdóm og háþrýsting. E 2 Þróun iðraólgu hjá íslendingum á tíu ára tímabili og mismunandi skilmerki Linda B. Ólafsdóttir1, Hallgrímur Guðjónsson2, Bjarni Þjóðleifsson2 ’Sjálfstætt starfandi í Reykjavík, 2Landspítala Iinda04@nj.ls Tilgangur: Iðraólga (irritable bowel syndrome) er algengur sjúkdómur og eru einkennin oft langvarandi. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna þróun iðraólgu hjá íslendingum yfir 10 ára tímabil og kanna tengsl við einkenni frá öðrum líf- færakerfum og við lyf. Að auki voru borin saman mismxmandi skilmerki fyrir iðraólgu. Efniviður og aðferðir: Spumingalisti var sendur til 2000 manna úrtaks íslendinga á aldrinum 18-75 ára árið 1996. Árið 2006 var rannsóknin endurtekin á sama úrtaki og að auki um 300 ein- staklinga á aldrinum 18-27 ára. Spurningalistinn innihélt 46 spumingar um einkenni frá meltingarfærum og 42 spumingar um einkenni sem tengdust öðrum líffærakerfum, lýðfræðilegum og sállíkamlegum þáttum. Niðurstöður: Árið 1996 var svarhlutfall 67% en 50% árið 2006. Iðraólga var greind með fjómm mismunandi skilmerkjum: Manning, Rome II, Rome III og sjálfsmati. 1996(%) 2006(%) Manning 30,9 29,4 Sjálfsmat 16,0 14,8 Rome II N.S. 4,0 Rome III 6,7 9,4 Mikill munur reyndist vera tíðni iðraólgu eftir skilmerkjum. Einstaklingar sem uppfylla skilmerki Rome II, Rome III og sjálfsmat uppfylla einnig skilmerki Manning. Tveir þriðju sem uppfylla skilmerki Rome II segjast vera með iðraólgu. Konur eru marktækt oftar með iðraólgu samkvæmt öllum skilmerkjum. Iðraólga er algengari hjá yngri einstaklingum. Einstaklingar með iðraólgu (Manning), sem greindir voru bæði 1996 og 2006, voru með marktækt verri einkenni iðraólgu eftir 10 ár. Einstaklingar með iðraólgu eru oftar frá vinnu, nota meira af verkjalyfjum, hafa oftar gengist undir botnlangaskurð og fengið maga- og skeifugarnarsár marktækt oftar en aðrir. Ályktanir: Mikill munur er á tíðni iðraólgu eftir skilmerkjum. Iðraólga og einkenni tengd iðraólgu eru mjög algeng á íslandi. Iðraólga er langvarandi sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á lífs- gæði og notkun heilbrigðiskerfisins. E 3 Eru breytingar á beinþéttni handboltakvenna yfir níu ára tímabil háðar því hvort þær héldu áfram íþróttaiðkun? Hjörtur Brynjólfssonw, Díana Óskarsdóttiru, Ólafur Skúli Indriðason2, Gunnar Sigurðsson1-3 'Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, ^nýmalækningadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ hjb2@hi.is Inngangur: Takmarkaðar upplýsingar eru til um beintap meðal íþróttafólks þegar reglulegum æfingum er hætt. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna hvort breytingar á beinþéttni (Bone Mass Density, BMD) hjá hópi handboltakvenna væru háðar áframhaldandi íþróttaiðkun. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum 24 konur, fyrst árið 1998 þegar allar voru virkar í keppnishandbolta, meðalaldur 21,7 ár, og á ný árið 2007, meðalaldur 30,6 ár. Þá voru 17 hættar keppni. Mæld var hæð og þyngd, tekin ítarleg saga um líkams- áreynslu, æfingar og lyfjanotkun. Við bárum þær sem hættu saman við hinar sem héldu áfram og báða hópana við slembi- hóp á sama aldri. Beinþéttni var mæld með dual energy X-ray absorptiometry í mjöðm, lendhrygg, ríkjandi framhandlegg og einnig mældum við heildarbeinþéthri líkamans. Mann-Whitney próf var notað við samanburð. Niðurstöður: Árið 1998 æfði hópurinn að meðaltali 14,8 klukku- stundir á viku og beinþéttnin í mjöðm var 18% og í lendhrygg 11% hærri en í slembiþýði (p<0,01). Níu árum síðar höfðu þær LÆKNAblaðið 2008/94 15

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.