Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 10

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 10
10 ráðleggingar frá SafT, vakningaráTaki HeimiliS og Skóla um örugga neTnoTkun Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Þvottavél, verð frá kr. 169.900 Þurrkari, verð frá kr. 134.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Miele hefur sett á markað eigið þvottaefni til að tryggja besta mögulega þvottaárangur á umhverfisvænan hátt. Um er að ræða þýskt hugvit, hönnun og smíði þar sem fara saman þvottavél með vaxkökumynstri og einstök þvottaefni. Samspil sem tryggir orkusparnað, lengri endingu og bestu mögulegu þvottaumönnun sem völ eru á. Þetta er það sem við köllum umbyltingu í þvotti. Umbylting í þvotti Tilboð - Sportlínan É g hef verið óvirkur fíkill í rúm 17 ár,“ segir Magnús Stefánsson, ráðgjafi hjá Marita-fræðslunni, en síðan hann hætti neyslu hefur hann frætt þúsundir unglinga og aðstandendur þeirra um skaðsemi fíkniefna. „Áður en ég tileinkaði líf mitt forvarnarstarfi var ég á fullu í tónlistinni. Ég kynntist hassinu þegar ég var tvítugur trommari í Ut- angarðsmönnum og heillaðist af efninu. Barnsmóðir mín var mjög mikið á móti kannabisreykingum og það myndaðist ákveðin togstreita á milli okkar út af því. Þegar hún svo varð ólétt af okkar fyrsta barni lofaði ég að hætta en það fór þannig að ég gat ekki hætt og fór að fela neysluna og ljúga og gerði það í þau sex ár þar til við hættum svo saman. Þá áttum við orðið tvö börn og hún lét mig velja á milli þess að fara í meðferð eða skilja og ég ákvað að skilja.“ Heillaðist af kannabisi „Það er auðvitað mjög skrítin ákvörðun að skilja við konu og börn frekar en að hætta neyslu, sérstaklega þegar maður er búinn að segja sjálfum sér og öllum öðrum að þetta sé ekki ávanabindandi, að maður geti hætt hvenær sem er. En blekkingin er bara algjör,“ segir Magnús. Hann segir sína neyslu alltaf hafa snúist um kannabis. „Kannabis er einhvern veginn þannig gert að maður verður svo hugfanginn af efn- inu sjálfu. Það fer allt að snúast um reykingarnar en metnaður fyrir öllu öðru hverfur. Að keppa eftir ein- hverju í lífinu verður að lúta í lægra haldi fyrir næsta smók þannig að ég vara bara orðinn lifandi dauður í sjálfum mér. Það leið eitt ár frá því að ég skildi við barnsmóður mína þangað til ég sá að vandamálið var ég og þá fór ég loks í meðferð.“ Auðvelt að nálgast eiturlyf á netinu Magnús hafði verið edrú í þrjú ár þegar honum bauðst að starfa fyrir Maritafræðsluna. Hann er enn þakklátur fyrir að hafa tekið verkefnið að sér, þetta gefandi starf sé ein hans helsta ástríða. Hann segir unglinga í dag búa að öllu því góða forvarnarstarfi sem hafi verið byggt upp síðustu ár, þeir séu opnari og í betri samskiptum við foreldra sína en áður. Magnús er þó uggandi yfir stöðunni í gagnfræðaskól- unum núna og finnst ýmis óveðursteikn vera á lofti. „Við verðum að passa okkur að sofna ekki á verð- inum. Miðað við tölurnar sem ég fæ í skólunum, þá er neyslan að aukast og hún er að breytast. Nú síðast höfðu 8 úr 40 krakka hópi prófað áfengi en 24 höfðu prófað kannabis.“ Magnús segir mun auðveldara fyrir krakka að nálgast efnin í dag en áður. „Krakk- arnir þurfa ekki að gera annað en að verða hluti af lokuðum hópi á Facebook þar sem verið er að selja nánast hvað sem er.“ Ekki bara barn náungans sem lendir í veseni Magnús hefur miklar áhyggjur af mikilli netnotkun ungra barna. Hann vinnur núna forvarnarstarf í sam- starfi við ABC-barnahjálp sem snýr að börnum í 5. bekk og foreldrum þeirra. „Í dag þykir okkur alls ekki eðlilegt að 13 ára börn drekki áfengi en það þótti varla tiltökumál fyrir nokkrum árum. Að sama skapi held ég að eftir tíu ár eigi það eftir að þykja fárán- legt að láta barn hafa snjallsíma. Mér er alveg sama hversu vel við erum stödd peningalega eða hversu vinsæl við viljum vera í augum barnsins eða unglingsins, þetta er ekki umhverfi sem er hollt fyrir börn að þroskast í. Netið er frábært að mörgu leyti en þar er endalaust af klámi, ofbeldi og glansmyndum af eiturlyfjaneyslu sem börnin okkar hafa ekki tilfinningaleg- an þroska til að horfa á og getur hrein- lega meitt þau á sálinni. Að hanga bróðurpart dagsins á netinu bitnar líka á möguleik- um barna og unglinga til að þroska aðra hæfileika. Auðvitað eru tölvur vinnutæki framtíðarinnar og það er gott að þau læri á þær en það er ábyrgð foreldr- anna að sjá til þess að notkunin fari ekki út í öfgar. Foreldrar þurfa að skilja að það er ekki bara barn náungans sem lendir í veseni.“ Sterk sjálfsmynd er besta for- vörnin Magnús segir öll börn geta lent í erfiðum aðstæðum sem leiða þau í neyslu en sum séu í meiri hættu en önnur. „Börn með brotna sjálfsmynd eru í mestri hættu en líka börn sem hafa lent í erfiðum uppákomum og ekki fengið hjálp við að vinna úr því, börn sem hafa orðið fyrir hver- skyns aðkasti eða einelti, börn með greiningar og svo börn alkóhólista. Mikilvægasta forvörnin er að byggja upp sterka sjálfsmynd barnanna okkar þannig að þau þori að standa með sjálfum sér. Þá er mun líklegra að þau þori að fara á móti hópnum sé hann á leið í ranga átt, þori segja nei séu þeim boðin einhver efni eða áfengi. Það er líka mjög mikilvægt að börn séu í góðu tilfinningalegu sambandi við foreldra sína og að for- eldrar sýni gott fordæmi með sinni hegðun því for- eldar eru lífsleiknikennarar númer eitt, tvö og þrjú.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Snjallsímanotkun barna jafn fáránleg og áfengisdrykkja unglinga Magnús Stefáns- son hefur frætt unglinga um skaðsemi fíkniefna til fjölda ára en sjálfur hætti hann neyslu þeirra fyrir 17 árum. Nú hefur hann einnig snúið sér að forvarna- fræðslu fyrir 10 ára börn og for- eldra þeirra þar sem hann óttast áhrif aukinnar netnotkunar á heilsu ungra barna. Hann segir fíkniefnaneyslu í gagnfræðaskólum vera að aukast og biður foreldra um að vera vel á verði, auðvelt sé að nálgast fíkniefni í gegnum snjallsímana í dag. 1 Uppgötvum netið með börnunum okkar. 2 Gerum samkomu- lag við börnin um netnotkun. 3 Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upp- lýsingar. 4 Ræðum áhættuna sem fylgir því að eiga netvin. 5 Kennum börnum að skoða efni með gagnrýnum hætti. 6 Notum netsíur til að koma í veg fyrir að barnið rekist ekki á óæskilegt efni. 7 Komum upplýs- ingum um ólöglegt efni til skila. 8 Hvetjum til góðra netsiða. 9 Kynnum okkur netmiðlanotkun barnanna. 10 Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og upp- byggilegan hátt.  Ráðlögð tölvunotk- un 10 ára barna: 30 mínútur á dag.  13 ára aldurstak- mark á eftirfarandi samfélagsmiðla: Facebook, Snapchat, Instagram, Ask.FM, Tumblr. magnúS STefánSSon Starf: Framkvæmdastjóri Marita- fræðslunnar og starfandi áfengis- og vímuefna- ráðgjafi. Fjölskylduhagir: Giftur og á tvö börn og tvö fósturbörn. Áhugamál: Starfið, tölvur og tónlist. Leyndur hæfileiki: Er frábær kokkur. Magnús Stefánsson féll sjálfur kylliflatur fyrir kannabisi þegar hann byrjaði að spila með Utangarðsmönnum og síðar Egó og Sálinni. Hann segir mun auðveldara fyrir krakka að nálgast efnin í dag, nóg sé af lokuðum hópum á Facebook þar sem úrval fíkniefna sé til sölu. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.