Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 20
Þ róunin er þannig að við erum með sífellt meiri þjónustu í símunum okkar. Við förum á póstinn og vöfrum á netinu og nú býður Pyngjan upp á þann möguleika að geta greitt með símanum,“ segir Dagný Halldórsdóttir, verkfræðingur og frumkvöðull, en hún er hönnuður nýs apps fyrir snjallsíma sem er gert til að auðvelda okkur lífið enn frekar. Greiðslukort í símanum Pyngjan er app fyrir snjallsíma og virkar þannig að notendur geta skráð greiðslukortin sín í Pyngjuna og að því búnu notað forritið til að borga með hjá söluaðilum sem taka við slíkum greiðslumáta. „Við viljum hafa sífellt minna far- teski og við höfum séð það að fólk er farið að geyma greiðslukortin sín í far- símahulstrunum. Við ákváðum að taka þessa þróun alla leið með því að setja bara sjálf kortin inn í símann,“ segir Dagný en appið heldur auk þess utan um greiðslukvittanir og kassastrimla. „Þetta er mjög þægilegt því þú getur haldið utan um allar þínar greiðslur og nótur á einum vísum stað. Svo eru líka möguleikar í Pyngjunni sem styðja við allskyns miðasölu og þannig er hægt að halda utan um alla miða sem keyptir eru líka,“ segir Dagný en Pyngjan gerði nýlega samning við Miði.is. Stefna á stærri markað „Sjálfri fannst mér vera kominn tími til að borga með símanum sjálfum og fór að velta fyrir mér bestu lausn til þess. Ég gaf mér ýmsar forsendur sem þyrftu að ganga upp. Eins og til dæmis að þetta væri hlutlaus lausn, óháð android og i- phone, sem gengi á mismunandi útgáfur af tækjum. Einnig þyrfti hún að ganga þvert á þjónustuaðila s.s. færsluhirða, söluaðila og dreifingaraðila appsins. Notendur gætu þannig notað appið hvar sem er og yfir landamæri líka,“ segir Dagný en Pyngjan stefnir í útrás. „Við stefnum á að selja þessa þjónustu til út- landa þegar við erum búin að koma okk- ur vel af stað hérna heima.“ Nýsköpun á Íslandi „Að starta svona kallar auðvitað á mikinn undirbúning og nauðsynlegt er að kynna hugmyndina á sannfær- andi hátt svo ljóst sé að hún gangi upp. Styrkjakerfið er mjög mikilvægt fyrir alla nýsköpun en við fengum styrk úr Tækniþróunarsjóði og erum þar á öðru ári af þremur og það gerir auð- vitað gæfumuninn. Ég er mjög þakk- lát fyrir það hversu vel fyrirtæki hafa tekið Pyngjunni og það er nú annað sem skiptir miklu máli fyrir alla nýsköpun, að fyrirtækin séu tilbúin að nýta nýjar lausnir.“ Aðspurð um jarðveginn fyrir nýsköp- un á Íslandi segir Dagný hann hafa sína kosti og galla. „Þetta er náttúrulega lítið land og fjölbreytnin því ekki mikil en það getur líka haft sína kosti. Það er auð- veldara að hafa yfirsýn yfir markaðinn en að sama skapi er ekki í mörg hús að vernda ef lykilaðilar eru ekki áhuga- samir.“ Mikil gerjun í bransanum „Það hefur verið mikil framþróun í upp- lýsingatækninni og ég held ég hafi bara ósjálfrátt dregist inn í það,“ segir Dagný sem var ekki ókunn frumkvöðlaum- hverfinu þegar hún réðst í þetta verk- efni þar sem hún hefur starfað í tækni- geiranum í mörg ár og áður stofnað fyrirtæki í upplýsingatækni. „Það hef- ur verið stöðug þróun í þessum geira í langan tíma og þá opnast ný tækifæri, bæði í tölvu- og fjarskiptaheiminum. Svo er líka svo áhugavert hvað allt er að tengjast mikið núna, fyrirtæki í afþrey- ingu, fjarskiptum og upplýsingatækni eru svo mikið að skarast svo tækifærin eru á hverju strái.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Dagnýju Halldórsdóttur fannst vera kominn tími á að hægt væri að nota snjallsímann sem greiðslukort svo hún ákvað að búa til app til þess. Pyngjan er komin vel af stað og nú stefnir Dagný á útrás. Hún segir tækifæri til nýsköpunar vera á hverju strái. Hver er Dagný Halldórsdóttir Starf: Fram- kvæmdastjóri DH Samskipta ehf. Fyrri störf: IBM á Íslandi, framkvæmdastjóri Tákns, stofnandi Skímu, aðstoðarfor- stjóri Íslandssíma og framkvæmda- stjóri Neyðar- línunnar. Menntun: Rafmagnsverk- fræðingur frá Washington State University, M.Sc. í tölvunarfræði frá Minnesota Uni- versity. Fjölskylduhagir: Býr í Garðabænum með manni sínum. Á tvö börn og eitt barnabarn. Áhugamál: Íþróttir og útivist. Leyndur hæfileiki: Hann er ennþá leyndur. ? Dagnýju Halldórsdóttur fannst vera kominn tími til að hægt væri að greiða með snjallsímanum og ákvað að hanna lausn til þess. Íslenskt app í útrás TILBOÐ 20 viðtal Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.