Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 8
Það ofbeldi sem Guð- mundur í Byrginu beitti vistkonur þar er gott dæmi. TRAUSTIR, NOTAÐIR GÆÐABÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI VW Golf Sportsvan Highline Árgerð 2014, besín Ekinn 2.000 km, sjálfskiptur Chevrolet Captiva Árgerð 2011, bensín/metan Ekinn 67.000 km, sjálfskiptur Audi A4 2.0 TDI AT Árgerð 2013, dísil Ekinn 32.000 km, sjálfskiptur Skoda Rapid Amb. 1.2 TSI 105 hö. Árgerð 2012, bensín Ekinn 35.000 km, beinskiptur Lexus RX400 Hybrid EXE Árgerð 2008, bensín Ekinn 120.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.650.000 Ásett verð: 3.590.000 Ásett verð: 5.490.000 Ásett verð: 2.690.000 Ásett verð: 3.990.000 Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 heklanotadirbilar.is Komdu og skoðaðu úrvalið! Audi Q7 3.0 TDI 233 hö Árgerð 2008, dísil Ekinn 130.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.790.000 MM Pajero Instyle Árgerð 2011, dísil Ekinn 73.000 km, sjálfskiptur VW Touareg V6 TDI Árgerð 2007, dísil Ekinn 101.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 6.290.000Ásett verð: 4.890.000 VW Golf TDI Trendl Árgerð 2011, dísil Ekinn 125.000 km, beinskiptur Ásett verð: 1.990.000  SamfélagSmál fimmtíu gráir Skuggar gefa ranga mynd af BdSm Hvetja til sniðgöngu á Fimmtíu gráum skuggum Formaður BDSM segir að í Fimmtíu gráum skuggum sé karlmaðurinn frá upphafi í valdastöðu gagnvart konunni og því sé samþykki hennar alltaf þvingað. Fimmtíu gráir skuggar gefi því ranga mynd af BDSM þar sem jafnræði þarf að ríkja milli aðila. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum tekur undir þetta og hvetur fólk til að sniðganga myndina en þess í stað styrkja samtök sem styðja við þolendur heimilisofbeldis. S öguþráðurinn í Fimmtíu gráum skuggum gefur ekki aðeins misvísandi heldur beinlínis ranga mynd af því hvað BDSM er,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi. „Grundvallar- atriði í BDSM er að þar ríki jafnræði milli einstaklinga og að báðir eða allir aðilar séu samþykkir því sem á sér stað. Vandamálið með samband Christian Grey og Anastasiu Steele, aðalpersónanna í Fimmtíu gráum skuggum, er að hann er frá upphafi í valda- stöðu gagnvart henni þannig að samþykkið verður alltaf þvingað,“ segir hann. Kvik- myndin Fimmtíu gráir skuggar, byggð á samnefndri bók, verður frumsýnd víða um heima um helgina. Magnús bendir á að dæmi séu um að ein- staklingar beiti aðra ofbeldi undir því yfir- skini að um BDSM sé að ræða. „Það ofbeldi sem Guðmundur í Byrginu beitti vistkonur þar er gott dæmi. Hann var í valdastöðu gagnvart þeim og hlaut dóm, þrátt fyrir að þær hefðu veitt þetta þvingaða samþykki,“ segir Magnús. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, tekur undir að boðskapur Fimmtíu grárra skugga sé varhugaverður. „Ég gerði tilraun til að lesa þessar bækur en gafst upp eftir að ég var hálfnuð með þá fyrstu. Þarna er fjallað um saklausa unga stúlku og óendan- lega ríkan mann sem er eldri en hún. Þessi maður myndi skora hátt þegar gert er hættumat í ofbeldissamböndum. Hann stjórnar henni, er fullur afbrýði- semi, hann ákveðir hvernig hún klæðist og hvað hún borðar, hann nauðgar henni en hún trúir því að með því að elska hann nógu heitt þá geti hann breyst. Svona lagað gengur ekki upp í raunveruleikan- um,“ segir hún. „Þarna er ofbeldi sett í samhengi við glamúr og pen- inga og ég verð hreinlega döpur yfir því hvað fólk hefur gleypt við þessu gagnrýnislaust. Vin- sældir þessara lélegu bókmennta og þeirrar hugmyndafræði sem þar birtist þarf að skoða í því ljósi að þriðja hver kona á Íslandi hefur verið beitt ofbeldi í parasam- bandi,“ segir Guðrún. Aktívistar víða um heim hafa hvatt fólk til þess að sniðganga bíómyndina og gefa þess í stað andvirði bíómiða til samtaka eða stofnana sem styðja við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi. Gail Dines, prófessor við Wheelock College í Boston, er forsprakki þessarar grasrótarhreyfingar sem í Banda- ríkjunum kennir sig við einkunnarorðin „50 dollars not 50 shades“ en Gail er Íslending- um að góðu kunn eftir að hún var aðalfyrir- lesari á ráðstefnu um klám og klámvæðingu sem þrjú ráðuneyti stóðu fyrir árið 2012 í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. Guðrún segist sannarlega taka undir þenn- an boðskap og bendir fólki á að það geti til að mynda stutt Stígamót, Kvennaathvarfið, Aflið á Akureyri eða Sólstafi á Ísafirði. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hvað er BdSm? BDSM er skamm- stöfun notuð sem samheiti yfir alla þá möguleika sem geta falist í sadómasókisma, munalosta, leður- lífsstíl, og valda- og skynjunar- breytingarleikjum. BDSM er alltaf með samþykki beggja/ allra aðila. Formaður BDSM á Íslandi segir að í jafnræði þurfi að ríkja í BDSM-samböndum en í Fimmtíu gráum skuggum hafi karlmaðurinn völd yfir konunni. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Mynd sem er dreift víða u m netið þar sem fólk er hv att til að styrkja samtök eða stofnanir sem styðja við þá sem verða fyrir hei milisofbeldi í stað þess að borga sig inn á myndin a Fimmtíu gráa skugga. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Alþýðusamband Íslands skorar á ís- lensk stjórnvöld að taka starfsemi Primera Air og Primera Air Nordic til skoðunar og stöðva starfsemi þeirra en flugfélagið hefur sætt gagnrýni fyrir að segja upp íslenskum fluglið- um og borga erlendu starfsfólki mun lægri laun en íslenskir kjarasamning- ar kveða á um. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Air, hefur aftur á móti sagt í yfirlýsingu að flugliðar hjá fyrirtækinu fái margfalda þá upp- hæð í laun sem nefnd hefur verið í fréttaflutningi af fyrirtækinu. ASÍ segist nú hafa undir höndum gögn sem sýni að félögin brjóti lög og grundvallarréttindi á því starfs- fólki sem sinni flugi fyrir Primera Air hér á landi. Þessu hefur Primera Air hafnað og hótar nú Alþýðusam- bandinu málssókn. Í yfirlýsingu frá Magnús M. Norð- dahl, lögmanni ASÍ, segir hann að engum ætti að dyljast að grunur ASÍ um brot Primera gagnvart launafólki, sem njóta skuli verndar íslenskra laga og kjarasamninga, sé vel rökstuddur og að brot fyrirtækisins séu alvarleg. ASÍ vonast til að Primera bregðist hratt og örugglega við. Kjósi Primera að bregðast ekki við, standi verkalýðshreyfingunni ýmis úrræði til boða sem beina megi gegn fyrirtækjum til þess að koma í veg fyrir ólögmæt félagsleg undirboð. -hh  flugfélag áSkorun aSí vegna launakjara flugliða Stjórnvöld stöðvi Primera Air Boeing 737 þota Primera Air. 8 fréttir Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.