Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Stormur og Snjókoma Sa-landS, en meinlítið annarS Staðar. HöfuðborgarSvæðið: Skýjað, hægur vindur og vægt froSt. S- og Sa Stormur með rigningu, en Snjókomu á fjallvegum. HöfuðborgarSvæðið: SlagveðurSrigning meSt allan daginn. SnýSt í Sv-Storm með Slyddu og Síðar éljum v-landS. HöfuðborgarSvæðið: Stormur, fyrSt rigning, Síðan Slydda og él. asahláka seint á laugardag Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu og ekkert lát á umhleypingum. í dag er spáð stormi og hinum versta byl suðaustanlands, en v-til verður mun hægari vindur og úrkomulaust að mestu. Á morgun hlánar ákveðið og gerir S- storm með lægð sem komin er langt úr suðri. asahláka, rigning og mikil vatnsagi seint á laugardag og fram á sunnudag, einkum S- og v-lands. Síðan kólnar aftur og snýst í Sv-storm með éljum eftir hádegi. -5 -6 -7 -6 -3 4 -1 -3 -1 5 1 2 3 4 3 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var 1.067.000.000 400 krónur mun kosta í Strætó frá og með næstu mánaðamótum ef stjórn fyrir- tækisins samþykkir hækkun á gjaldskrá þess. 18 milljónir í sektir alls voru út lán Borg ar bóka safns ins 853.128 í fyrra, nokkru minni en í fyrra. notendur safnsins greiddu 18.501.480 krónur í sektir vegna vanskila í fyrra. Bob Simon látinn Banda ríski fréttamaður inn Bob Simon lést í bílslysi í new york á miðvikudag, 73 ára að aldri. hann er kunnur fyrir störf sín í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Simon hlaut emmy-verð- launin 27 sinnum. króna velti knatt- spyrnusamband íslands í fyrra. kSí fékk tæpar 400 milljónir vegna sjónvarps- réttar og 450 milljónir í styrki frá uefa og fifa. 1.200 manns fóru um vesturland í 24 rútum á vegum gray line á þriðjudagskvöldið til að sjá norðurljós. aldrei hafa fleiri farið í slíka ferð á einu kvöldi hjá fyrirtækinu.  verslun Ákvörðun isavia hörmuð Íslenskri hönnun úthýst úr fríhöfninni flugstöð leifs eiríkssonar við keflavíkurflug- völl. rek- stararaðili flug- stöðvarinnar, isavia, kynnti í október síðast- liðinum niður- stöður í vali á rekstraraðilum í veitinga- og verslunarrými í flugstöðvar- innar. Ljósmynd/ NordicPhotos/ Getty Frá og með sunnudeginum verður engin verslun með áherslu á íslenska hönnun í flugstöðinni. Sigurður már helgason hönnuður harmar það að stjórnvöld vilji ekki hafa íslenska hönnun á fjölfarnasta ferðamannastað landsins. halla helgadóttir, framkvæmdastjóri hönnunarmið- stöðvar, telur ákjósanlegt að flughöfnin verði með íslenskum brag frekar en alþjóðlegum. v erslun Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mun loka dyrum sínum á sunnudaginn en þar hefur verið seld íslensk hönnun um ára- bil. Margir íslenskir hönnuðir harma þá ákvörðun Isavia að bjóða verslunar- plássið út í stað þess að ákveða að gera íslensku hugviti hátt undir höfði á þessum fjölfarnasta ferðamannastað landsins. Sigurður Már Helgason er einn þessara hönnuða. grátleg þróun „Þetta er bara grátlegt. Epal hefur staðið vörð um íslenska hönnun í áratugi og mun auðvitað gera það áfram, en ekki lengur á þessum fjöl- farna ferðamannastað. Í ljósi þess að íslenska ríkið er að eyða milljörðum í Listaháskóla, verkmenntaskóla og allskyns menntun og fræðslu í sambandi við hönnun, þá skil ég ekki af hverju fram- leiðslunni er ekki gert hátt undir höfði í frí- höfninni. Að henni sé úthýst fyrir nokkrar krónur er bara óskiljanlegt,“ segir Sigurður Már en Epal hefur selt Fuzzy- kollinn hans við miklar vinsældir. Hann segir kollinn seljast mjög vel í Fríhöfninni, betur en í miðbænum. Áhyggjur hans snú- ist þó ekki um sína eigin velgengni. „Þetta snýst um unga hönnuði og þeirra framtíð.“ íslensk vöruhönnun og fatahönn- un eiga að fá sitt rými „Eins og þetta blasir við mér í dag, þá lítur þetta ekki vel út fyrir íslenska hönnun,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, en hún fór og heimsótti Isavia vegna málsins. „Að- stoðarforstjóri Isavia fullvissaði mig um að það væri verið að gera vel við íslenska hönnun því húsgögn og innréttingar veit- ingastaðanna eiga að stórum hluta til að vera íslensk hönnun. En ég er vissulega sammála Eyjólfi í Epal, sem hefur hingað til séð um að hlúa að minni hönnuðum, í því að íslensk vöruhönnun og fatahönnun eigi að fá sitt rými í flugstöðinni. En í dag lítur ekki út fyrir að það verði svo.“ Meiri auður í séríslenskum flugvelli „Það er líka gott og gilt að velta því fyrir sér hvort arðsemiskrafan sé það mikil að vörur minni hönnuða, sem eru að stíga sín fyrstu skref, geti ekki verið á boð- stólum því leigan er svo há. Það þarf líka að passa upp á framsetningu íslenskrar hönn- unar og gæta þess að blanda ekki saman hönnun og minjagripum. Við erum að reyna að byggja upp íslenska hönnun og móta stefnu, segir Halla en hún skipaði stýrihóp ásamt fulltrúa iðnaðarráð- herra og menningar- og menntamála- ráðherra sem mótaði hönnunarstefnu stjórnvalda sem var undirrituð árið 2011. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem kemur til landsins upplifi sterkt að það sé á Íslandi. Þetta er auðvi- tað spurning um ímyndasköpun og markaðssetningu og ég held að það sé meiri auður falinn í því að hafa flugvöllinn sérís- lenskan en alþjóðlegan.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Sigurður már helgason hannaði fuzzy-kollinn árið 1972 en hann nýtur enn mikilla vinsælda og hefur selst mjög vel í fríhöfninni. Halla Helgadóttir, framkvæmda- stjóri hönnunarmiðstöðvar. 4 fréttir helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.