Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 36
36 fjölskyldan Helgin 13.-15. febrúar 2015 Börn verða að fá að þróa tilfinningu fyrir magamálinu É g er alin upp við að klára allt af diskinum. Spauga stundum með að þess sjáist stað á holdafari mínu og ég segi barnabörnunum að hin norðlenska matarlyst mín hafi þróast á grunni þess að aldrei mætti henda mat. Slíkt jaðraði nánast við glæpi gegn mannkyni enda sagði móðir mín gjarnan að það yrði ekki alltaf til nóg af öllu handa öllum. Þar reyndist hún vissulega sannspá en lausnin var ekki að banna börnum að leifa eða borða sjálf afgangana til að ekkert færi til spillis. Heilsufarslega reyndist þessi nýtingar- stefna afskaplega illa, sér í lagi eftir að fyrrum oft hungruð þjóðin flutti að mestu á mölina í upphituð hús og hreyfing allra hríðféll í framkvæmd. Vinkona mín ólst líka upp við að klára af diskinum en á því heimili lágu pólitísk og mannúðarleg viðhorf að baki, þ.e. börnin í Biafra sultu heilu hungri og á grundvelli þess var hreint siðlaust að leifa matnum og hananú. Ekki hafði þessi matarstefna betri heilsufarsáhrif á þjóðina heldur en sú fyrrgreinda andspillingarstefna sem móðir mín boðaði forðum. Að undanförnu hefur svo ný matarstefna rutt sér til rúms í umhverfis- og nýtingar- vænum tilgangi. Enn á að klára af diskinum og reyndar með svipuðum rökum og í bernsku minni nema áður var grjóthörð reynsla skortsins að baki en núna tökum við þátt í alþjóðlegum tískustraumum í gnægtaveröld. Foreldrar flokka ruslið og beita öllum brögðum til að henda sem minnstu og því eiga börnin að klára af diskinum svo ekkert fari í brúnu tunnuna. Ílátin utan af allri neyslunni eru borin í sérstaka gáma og reglulega er fleytt ofan af ofgnóttinni af fatnaði, dóti og drasli með ferð í móttökustöð rauðakrossins. Maríubænir okkar tíma, syndaaflausn og aftur er hægt að versla meira og fylla í skörðin. Og neyta meira og borða meira og auðvitað klára af diskinum. Við þekkjum þetta öll. Í sumum leik- og grunnskólum fer fólk sömu leiðina. Verðlauna hópa sem leifa engu og jafnvel eru leifarnar vigtaðar til að keppast við að minnka því sem er hent. Og börnin borða meira en þau hafa lyst á og troða í sig meiru en þeim er nokkru sinni hollt. Allt í nafni umhverfisstefnunnar. Hér fara án efa margir að mótmæla og segja allt kapp lagt á að kenna börnum að skammta sér mátulega eða lítið í senn til að þau geti klárað af diskinum og fengið sér þá frekar aftur. Jú, jú – allt er það gott og gilt. Hins vegar vitum við um þroska- og námsferli barna þar sem þau læra eingöngu af eigin reynslu en ekki reynslu annarra. Því fylgja stöðugar tilraunir með tilheyrandi mistökum og endurteknum prófunum áður en þau ná valdi á viðfangsefninu. Í mistökunum læra þau mest og best nema ekki ef hinn fullorðni grípur inn á neikvæðan hátt; annað hvort með ávítum fyrir mistökin eða þá of- stjórnun til að mistökin eigi sér aldrei stað. Þetta gildir um máltöku barna rétt eins og ferlið frá fyrstu hreyfingum yfir í göngu, stjórn á magamáli og matarlyst og hvað annað. Hver myndi ávíta barn á fyrstu skrefunum þegar það dettur eða hver myndi segja litlu barni að tala bara lítið eða þegja til að gera ekki mistök? Vitaskuld enginn. Við höldum okkur til hlés meðan barnið rannsakar heiminn en alltaf reiðubúin til að hjálpa og hugga og leiðbeina afskaplega gætilega eftir því sem prófunum fleygir áfram með aukinni getu. Þess vegna er dyggð að barn leifi án þess að fá neikvæð viðbrögð. Þau verða að prófa en við getum leiðbeint með gætni meðan þau þróa tilfinningu fyrir magamálinu og sinni eigin matarlyst. Þessi þroskavegferð er sú mikilvægasta sem við getum farið í heimi þar sem ofgnótt og ofneysla sumra þjóða hefur skapað alvarlegasta heilsufars- vandamál okkar tíma, offituna, meðan aðrar þjóðir lifa við skortinn sem Íslendingar þekktu forðum. Þess vegna er dyggð að leyfa sér að leifa. Þess vegna er dyggð að barn leifi án þess að fá nei- kvæð viðbrögð. Þau verða að prófa en við getum leiðbeint með gætni meðan þau þróa tilfinningu fyrir magamálinu og sinni eigin matarlyst. Það er dyggð að leifa Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Þessi þroska- vegferð er sú mikilvægasta sem við getum farið í heimi þar sem ofgnótt og ofneysla sumra þjóða hefur skapað alvarlegasta heilsufars- vandamál okkar tíma, offituna. Að flengja for- eldrana og aðra fullorðna að morgni bolludags og segja „bolla, bolla“ og fá jafn- margar bollur að launum síðar um daginn ásamt því að hengja öskupoka aftan á bak einhvers, án þess að viðkom- andi verði þess var, eru gamlir og skemmtilegir siðir.  bolludagur, sprengidagur og öskudagur fram undan Lærðu að gera bolluvendi og öskupoka Borgarbókasafnið og Heimilisiðnaðarfélag Íslands bjóða upp á öskupoka-og bolluvanda- gerð um helgina. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Boðið er upp á föndur- smiðju fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að fá allt efni sem þarf til verksins frítt og óvanir föndrarar fá hjálp frá sérfræðing- unum sem kunna að gera allskyns poka og vendi eftir kúnstarinnar reglum. Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnisstjóri í Gerðubergi, segir föndursmiðjuna hafa vakið stjórnlausa lukku síðustu ár og hvetur börn til að taka foreldra og ömmur og afa með í fjörið. Föndursmiðjan er laugardaginn 14. febrú- ar frá 14-16 í Gerðubergi, en sunnudaginn 15. febrúar frá 15-17 í Grófinni. NÝ BÓK Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Hvað á að gera við skrímsli sem teiknað er á tölvuskjá og birtist svo ljóslifandi? www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.