Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 2
– fyrst og fre mst ódýr! Fylltu bollurn ar koma í dag 419kr.pk. Fylltar rjómabollur, 2 stk. Skammbyssur í tollinum Tollverðir stöðvuðu ný- verið tvær sendingar frá Hong Kong sem höfðu að geyma eina gasskamm- byssu hvor. Hafði sami einstaklingur pantað þær báðar. Um var að ræða nákvæmar eftirlíkingar af Glock 17 og Springfield armory cal 45. en með gashleðslu. Þar sem slíkir munir eru ekki leyfðir hér á landi var málið sent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem gerði innflytjandanum að endursenda byssurnar eða heimila förgun þeirra og tók hann fyrrnefnda kostinn. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar geta vopn af þessu tagi reynst skaðleg sé ógæti- lega farið með þau. Frítt í sund í Hafnarfirði Ókeypis verður í sundlaugar Hafnar- fjarðar dagana 25. febrúar til 1. mars þegar skipulagsdagar og vetrarfrí eru í leik- og grunnskólum Hafnar- fjarðar. Bæjarráð samþykkti þetta á fundi sínum. Í Hafnarfirði eru 3 almennings sundlaugar, sú elsta frá 1943, Sundhöllin við Herjólfsgötu en yngst er Ásvallalaugin sem var vígð 2008. Sundkennsla hófst hins vegar í Hafnarfirði 1909 og var í fyrstu kennt í sjónum út af Hamarskotsmöl en kennslan fluttist síðan vestur á Malir. - eh Aukin sala á áfengi í janúar Sala áfeng is jókst um 8,1% í janú ar miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er miðað við fast verðlag en salan jókst um 7,1% á breyti legu verðlagi. Verð á áfengi var 0,9% lægra í janú ar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra að því er fram kemur í gögn um Rann- sókna set urs versl un ar inn ar. Lánshæfi Orkuveitunnar styrkist Lánshæfisfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið Orkuveitu Reykjavíkur einkunnina BB- með stöðugum horfum. Grunneinkunn Orkuveit- unnar í matinu er tveimur þrepum hærri en hún fékk frá lánshæfisfyrirtækinu Moody‘s í desember síðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn að lánshæfi Orkuveitunnar er metið af Fitch. „Það er mitt mat að sú samstaða sem skapast hefur meðal eigenda Orkuveitunnar um stefnu fyrir- tækisins, þar sem aðaláherslan er á áreiðanlega grunnþjónustu við íbúa, hafi dregið verulega úr óvissu í rekstri og rekstrarumhverfi Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. - eh Heiðar Már Sigurðs- son fékk þyngsta dóminn, fimm og hálfs árs fangelsi. Ólafur Ólafsson fékk fjögurra og hálfs árs dóm og Sigurður Einarsson var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi.  Dómsmál Hæstiréttur sakfellir í al tHani-málinu Hreiðar Már í fimm og hálfs árs fangelsi Fjórir stjórnendur og eigendur Kaupþings voru sakfelldir í Al Thani-málinu í Hæsta- rétti í gær, fimmtudag. Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fékk fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Ólafur Ólafsson, einn aðaleig- enda Kaupþings, fékk fjögurra og hálfs árs dóm sem og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemburg. Þeir voru sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og fyrir markaðsmisnotkun. Áður höfðu fjór- menningarnir verið sakfelldir í héraði en Hæstiréttur mildaði refsingu Sigurðar og þyngdi refsingu Ólafs og Magnúsar. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða sektir á bilinu 13 til 33 milljónir króna. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur fjór- menningunum í febrúar 2012 fyrir lán- veitingar tengdar viðskiptum sjeiksins Al Thani við Kaupþing árið 2008 og einnig fyrir að hafa látið ranglega líta út fyrir að Al Thani hafi verið í viðskiptum við Kaup- þing. Bæði sakborningar og saksóknari áfrýjuðu dómi héraðsdóms, sakborningar vildu sýknu en saksóknari vildi refsiþyng- ingu. - eh t ilkynnt var um 21 týnt barn til lög-reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum janúar. Um er að ræða börn á aldrinum ellefu til sautján ára sem skráð hafa verið týnd í kerfi lögreglunnar. Fleiri börn en vanalega 21 barn telst vera mikill fjöldi sé miðað við síðastliðinn desember þegar tilkynnt var um 12 týnd börn, en einnig sé miðað við meðaltal síðustu ára. Í nýrri samantekt lögreglunnar yfir árin 2008 til 2014 kemur fram að síðastliðið ár var tilkynnt um alls 131 týnt barn, eða um 11 börn að meðal- tali á mánuði. Á síðastliðnum sjö árum var mest um týnd börn árið 2009 þegar alls var tilkynnt um 220 börn, eða um 18 á mánuði. Oft á tíðum skila ungmennin sér fljót- lega eftir að óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu en í öðrum tilfellum tekur leitin lengri tíma og þá er tekið til þess ráðs að lýsa eftir barninu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki upplýsingar um það hversu oft lýst var eftir barni í fjölmiðlum. Á síðasta ári var leitað að alls 82 börnum, 42 drengjum og 40 stúlkum, og var meðal- aldur þeirra 15 ár. Kynjahlutfallið hefur verið að jafnast út síðustu ár en meðalaldur drengjanna farið lækkandi á meðan meðal- aldur stúlknanna fer hækkandi. Ekki allir í vímuefnum Ýmsar ástæður eru fyrir því að börn týnast og tengist vímuefnanotkun ekki alltaf hvarfinu. Í samantekt lögreglu er tekið fram að stundum sé um misskilning að ræða, stundum eigi börnin við hegð- unarvanda að etja og sum barnanna eru sjúklingar. Loks eru það þau börn sem eru að flýja heimilisaðstæður. Hjá Barna- verndarnefnd Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að erfitt sé að draga ályktanir af þessari tölu en segir þennan fjölda geta tengst ákveðnu verkefni sem lögreglan hefur nýlega farið af stað með. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  leit mikill fjölDi týnDra barna í janúar 21 týnt barn í janúar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað að tuttugu og einu týndu barni í janúar. Það eru mun fleiri börn en hafa horfið að meðaltali á mánuði síðustu ár. Síðastliðið ár var tilkynnt um alls 131 týnt barn, eða um 11 börn að meðaltali á mánuði. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Ýmsar ástæður eru fyrir því að börn týnast og tengist vímuefna- notkun ekki alltaf hvarf- inu. 2 fréttir Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.