Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 34
Ég er hrifnari af kurteisi haus-og-hala- manna en kenningum steinaldarfólks. Þ egar kólnar og dimmir í París eru gashitararir settir upp við borðin á stéttinni fyrir utan veit- ingahúsin til að orna gestum og teppi á stólbökin fyrir þá kulsæknustu. Og merkilegt nokk, þá situr margt fólk undir gaslog- unum úti í kuldanum, vefur sig teppi yfir ullarkápurnar og óveðurstrefil- inn, drekkur kaffi eða sötrar heitt kryddað vín og reykir. Það er nefni- lega bannað að reykja inni. Ef það mætti reykja inni á veitingastöðum í Frakklandi sæti líkast til enginn á stéttinni úti í frostinu. Frakkar reykja mikið. Það reykir nánast hver kjaftur. Og þeir virðast ekki ætla að hætta þótt reykingar séu bannaðar innanhúss. Frekar hita þeir upp gangstéttirnar með gasi. Hitinn ornar nokkrum gestum en mest af hon- um stígur til himins. Það fer örugglega meiri orka í að hita upp stéttirnar í París í dag en íbúar Malí nota til að elda sér mat í kvöld. Um leið og teppin eru sett á stólbökin fyrir utan veitingahúsin setur kuldinn sinn svip á matseðilinn. Maturinn þyngist, þykknar og dökknar. Vetrarsalöt með steiktu káli og rótarávöxtum taka við af létt- um sumarsalötum og hægeldaðir vetrarpottar með nauti í kjarngóðri sósu verða allt í einu rétta svarið – sama hver spurningin er. Og þeir sem vilja vera vissir um að komast í gegnum kuldann sem spáð er um þá helgina fá sér í forrétt Os à moelle grillés à la fleur de sel – ristaðan merg með sjávarsalti og rúgbrauði. Mergur stækkar heilann Beinmergur hefur á liðnum árum komist í tísku í Bandaríkjunum, Bretlandi og á áhrifasvæði þessara landa, svo sem Norðurlöndum. Ég veit ekki með Ísland. Annars vegar má rekja þessa tísku til fólks sem vill borða eins og steinaldarmenn – eða matinn sem það heldur að veiðimenn og safnarar á steinöld hafi borðað. Sú tilgáta hefur verið sett fram að langafar og langömmur nútímamannsins hafi borðað merg fyrst af öllum dýraaf- urðum. Fyrir um 2 milljónum ára, 100 þúsund kynslóðum. Þessi forn- menni voru semsé grænmetisætur en þegar þær gengu fram á hræ sem kjötætur höfðu leift mölvuðu þau beinin og sugu úr þeim merginn. Tilgátan segir að mergurinn hafi verið slík kjarnafæða að þetta fólk, sem í raun var enn ekki orðið að neinu sem kalla má fólk, dafnaði svo vel líkamlega að það gat reist sig upp, hlaupið og drepið sjálft sín dýr og snætt hjörtu, lifur og vöðva með blessuðum mergnum. Og það sem ekki skiptir síður máli sam- kvæmt kenningunni; mergurinn færði þessu forfólki svo samþjapp- aða næringu að það gat með tím- anum og kynslóðunum minnkað á sér kviðarholið og stækkað á sér heilann. Minni orka fór í að melta þessa kjarnafæðu en tormelt grös og hnýði. Fólkið gat þess í stað notað orkuna til að hugsa. Og hafa áhyggjur. Sem gerði það enn betur í stakk búið til að veiða sér matar. Heilinn er nefnilega hættulegasta vopnið. Af þessum ástæðum vilja þeir sem aðhyllast steinaldarfæði því borða merg. Val þeirra stendur á milli þess að verða aftur belgmikil og heimsk eins og grænmetisætur eða viðhalda stórum klárum heila og nettum kvið. Kurteist að borða merg Hin ástæða þess að beinmergur birtist fyrir fáeinum árum á matseðl- um nýrra veitingahúsa í Bandaríkj- unum og Bretlandi er stefna meðal matreiðslumanna sem kennd hefur verið við haus og hala – from nose to tail. Hún hverfist um einfalda siða- reglu: Ef þú ætlar að drepa dýr er sjálfsögð kurteisi að borða það allt og leifa engu. Þannig hafði það reyndar verið öldum og árþúsundum saman – líklega frá því að forfólkið, sem ég sagði ykkur frá áðan, var komið með nógu stóran heila og þungt högg til að drepa sér dýr til matar. En með iðn- og stórmarkaðsvæðingu matsölunnar samhliða minni getu og tíma síminnkandi fjölskyldna til eldamennsku; hurfu þeir hlutar dýranna sem þurftu meiri kunnáttu, vandaðri undirbúning eða lengri eldun úr hillum stórmarkaða. Haus- inn og tærnar hurfu, svo innmatur- inn, þá seigari bitarnir og loks var kjötúrvalið orðið eins og í Hagkaup og Bónus: Nokkrar plastpakkaðar meyrar steikur, fáeinir gúllasbitar og síðan nokkrir hillumetrar af hakki. Ef við ímyndum okkur veiði- lendur sem nútímamaðurinn hefur farið um; þá liggja þar hræ um víðan völl sem búið er að rífa út lund og fillet úr bakinu, vöðvi hefur verið rifinn úr mjöðm og læri en mest af dýrinu rotnar í sólinni meðan hrææturnar kroppa úr því. Hrææt- urnar í okkar veröld eru kjötvinnsl- urnar sem þrautnýta dýrin og búa til pulsur, kjötfars og nagga úr þeim pörtum sem við fúlsum við. Hugmynd matreiðslumanna, sem aðhyllast haus-og-hala-siðferði, er að finna aftur þráðinn sem slitnaði fyrir nokkrum áratugum og nýta á ný með hefðbundnum hætti aðra hluta dýrsins en þá allra meyrustu. Og gera úr þeim sómasamlegan mat, eitthvað fallegra en mötuneyt- isnagga. Þessi þráður slitnaði hins vegar aldrei í Frakklandi frekar en víða á meginlandi Evrópu. Hér hefur matur hvorki verið iðnvæddur né stórmarkaðsvæddur með líkum hætti og í Bandaríkjunum, Bretlandi eða á Íslandi. Beinmergur er því ekki tískumatur á veitingahúsum í Frakklandi. Hann er þar hversdags- matur og hefur alltaf verið, einkum þegar kólnar og dimmir fljótt á dag- inn. Ræktarsemi að borða merg Ég er hrifnari af kurteisi haus-og- halamanna en kenningum steinald- arfólks. Ég er það sem kalla mætti menningarsinni í mat. Það kemur alltaf betur og betur í ljós hvað næringarfræði og önnur vísindi vita lítið um hvernig við meltum matinn eða hverskonar mat við ættum helst að borða – og hvern síður. Kenningar um slíkt endast yfirleitt ekki áratuginn áður en þær eru afsannaðar. Matur sem þær sögðu sérdeilis óhollan reynist yfirleitt samkvæmt nýrri kenningu vera meinhollur. Og öfugt. Það sem átti að vera hollt er stuttu síðar talið mjög varasamt. Og svo dettur botn- inn úr nýju kenningunni fáum árum seinna. Í megindráttum er þekking okkar á því hvernig mannskepnan meltir og vinnur úr mat lítil og brotakennd – svo lítil að það ruglar okkur bara að taka tillit til hennar þegar við kaupum inn. Margt fólk hefur brugðist við þessum glundroða með því að halla sér að kenningum sem hafa orðið til utan háskólanna. Gallinn er hins vegar sá að þótt þær sæki hugmynd- ir í alþýðuspeki og reynslu fyrri alda eru þær settar fram í umbúðum vísindanna; eins og grasalæknir í hvítum sloppi. Þær gera kröfu um að vera sannaðar, sannreyndar og skotheldar. En eru það ekki. Lifa sjaldnast lengur en kenningar nær- ingarfræðinnar. Hver miðaldra vesturlandabúi getur rifjað upp með sjálfum sér allar þær fæðutegundir og næringarefni sem honum hefur í gegnum tíðina verið talin trú um að væru allra meina bót og sú upprifjun myndi duga í þverhandarþykka bók um tröllum geymd töfraráð. Það er óskynsamlegt að bregðast við van- getu vísindanna við að útskýra mat og heilsu með því að telja sig geta útskýrt það miklu betur með lakari aðferðum en meiri sannfæringar- krafti. Við verðum að sætta okkur við að við vitum fátt um þessi mál. Eins og reyndar flest önnur sem miklu skipta í lífinu. Menningarleg sýn á mat gerir ekki ráð fyrir að finna svör við þeim Mergurinn málsins Eins og við á um aðrar kjöt- og alætur hefur mannskepnan alltaf sóst eftir beinmerg. Þessi ágæti matur er í nokkurri tísku í engilsax- neskum löndum og á áhrifasvæði þeirra. En hann fór aldrei úr tísku í Frakklandi. Þar hefur hann ætíð verið talinn herramannsmatur, einkum á vetrum. Grillaður beinmergur með salti, rúgbrauði og steinseljusalati með sítrónusósu. Fullkominn vetrar- forréttur; dimmur, huggandi og jarðbundinn eins og faðmur á hlýlegum afa í ruggustól. Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Svona bein ætti að vera hægt að fá í næstu kjötbúð. Ef þau eru ekki til má biðja kaupmanninn um að útvega þau. Ekki er verra að fá um það bil 15 sentímetra búta og biðja kjötkaupmanninn að skera þá langsum. Það styttir eldunar- tímann, hitar merginn jafnar og er jafnvel enn tilkomumeira á diski. Af þessum ástæðum vilja þeir sem aðhyllast stein- aldarfæði því borða merg. Val þeirra stendur á milli þess að verða aftur belgmikil og heimsk eins og grænmetisætur eða viðhalda stórum klárum heila og nettum kvið. 34 matartíminn Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.