Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 35

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 35
Beinmergur Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M AFSLÁTTUR! ÚTSÖLU REKKJUNNAR 30-70% 50% AFSLÁTTUR! 40% AFSLÁTTUR! ROYAL M3 (180x200 cm) FULLT VERÐ 181.139 kr. ÚTSÖLUVERÐ 108.683 kr. 40% AFSLÁTTUR! A R G H !!! 0 90 21 5 #7 QUEEN SIZEHEILSURÚM - ALLT AÐ 50% AFSLÁTTURAFSLÁTTARVERÐ FRÁ98.173 Kr. ROYAL - ALEXA Queen Size rú m (153x203 c m) FULLT VERÐ 3 34.552 kr. ÚTSÖLUVERÐ 167.275 kr. ROYAL - C ORINNA Queen Siz e (153x20 3 cm) FULLT VER Ð 163.62 0 kr. ÚTSÖLUV ERÐ 98.173 kr . SÍÐUSTU DAGAR! ÖLL RÚM FÖT Á 30% AFSLÆT TI! EKKI MISSA AF HENNI!  Beinmergur er bæði ómissandi hluti af nokkrum vinsælum réttum og getur lyft öðrum upp.  Risotto alla milanese þarf blóðmerg og svínafitu auk saffrans og granaosts til að ganga upp.  Frakkar bera fram sína kjötsúpu, pot-au-feu, í tvennu lagi. Fyrst soðið og merginn sem er smurður ofan á stökkt brauð með súpunni. Síðan moðsoðið nauta- kjötið, rótarávextina og kálið með góðu sinnepi.  Víetnamar þverneita að ph?-núðlur séu þeirra útgáfa af pot-au-feu fyrrum nýlenduherra, þótt Frakkar haldi því gjarnan fram. Ph? samanstendur af krydduðu kjötsoði með beinmerg, sem hellt er yfir núðlur og þunnt skorið hrátt nautakjöt, sem eldast af hitanum af soðinu. Yfir þetta er stráð ferskum vorlauk, baunaspírum, chili, lime, kóríander og tæ- lenskum basil.  Bordelaise sósa er frá Bordeaux, eins og nafnið ber með sér, og samanstendur af smjöri, skarlott- lauk, þykku kjötsoði, beinmerg og miklu rauðvíni.  Mergurinn er lykilatriði í osso buco sem myndi kallast hol bein á íslensku. Þannig er rétturinn þegar við erum staðinn upp frá borðum og höfum borðað merginn innan úr leggjarbeininu. Gremolata sem haft er með (sítrónubörkur, steinselja, hvítlaukur) á einkar vel við feitan merginn.  Kjötbragð er mest í fitunni og mergfitan er engin undantekning. Ef þið útbúið kjötsósu fyrir pasta með því að að moðsjóða kjöt með beinmerg og blanda mergnum við sósuna magnast upp kjötbragðið svo ykkur finnst eftir það aðrar kjötsósur hálfgert veggfóður.  Sama má gera við franska lauksúpu. Steikið mikið af lauk mjög lengi, þar til hann verður gullinbrúnn og dökkur. Stráið eilitlu hveiti yfir, vel af blóðbergi og síðan kjöt- krafti af mergbeinum sem þið hafið soðið niður og látið malla um stund. Gangið svo frá súpunni í skálar setjið steikt brauð yfir, ost þar yfir og undir grill þar til osturinn er orðinn fallegur.  Hægeldað kjöt í sósu eða soði verður yfir- leitt kjarnbetra ef leggjarbein er látið með í pottinn. Þegar bein er notað í soð eða sósur má vökvinn aldrei sjóða því beinin skyggja þá soðið, það verður ekki tært heldur skýjað.  Uppskriftir og meira um merg á frettatim- inn.is. spurningum sem næringar- eða nýaldarfræðin spyrja. Eðlilega, annars myndum við þekkja þessi svör því menningarleg sýn á mat horfir aftur til liðins tíma. Mark- mið hennar er líkara sögu en verk- fræði; það er tilgangur í sjálfu sér að kynnast sem flestu er viðkemur mat. Hugmyndin er að við séum sköpuð af sögunni og liðnum tíma og það sé góð leið til að kynnast okkur sjálfum og þörfum okkar, og rata betur um í nútíðinni, að þekkja hvaðan við komum og leggja nokkra rækt við það. Og liður í þeirri ræktarsemi er að borða beinmerg. Mannskepnan hefur alla tíð borðað merg. Það eru löng og góð meðmæli. Menningarlegt að borða merg Beinmergur er að lang mestu leyti fita – en það segir náttúrlega litla sögu. Agúrka er að lang mestu leyti vatn en er þó alls ekki vatn. Áður en fólk vissi til hvers menn og dýr höfðu merg í beinum var því trúað að mergur væri hollur matur og byggði fólk upp svo það veiktist síður. Þetta á við um alla þekkta menningarheima. Þegar fólk hefur kvartað undan eymslum og slappleika hvar sem er í heiminum og hvenær sem er í sögunni hefur einhver útbúið soð úr beinmerg og fært hinum sjúka. Þessi tenging slappleika, kulda og flensu við beinmerg byggir því ekki á vitneskju um að blóðkornin verði til í blóðmergnum. Þetta er reynsluviska. Það er gott að borða merg þegar manni er kalt og maður er slappur. Kannski bara vegna þess að mergurinn er svo næringarríkur að við fáum mikla orku úr lítilli munnfylli. Þetta var ástæða þess að ég kom við hjá slátraranum Jacky Gaudin við rue des Abbesses þegar kuld- inn beit og einhver flensuskömm var að hóta því að leggja fjölskyld- una í vikunni sem var og keypti af honum þrjá búta úr legg af nauti. Þetta voru stórir og groddalegir bitar, stærri en maður fær á veit- ingahúsum, en gerðu sama gagn. Og ég fór heim og eldaði fyrir kvendýrin Os à moelle grillés à la fleur de sel. Og líkur þar með löngum for- mála að lítilli uppskrift: Grillaður mergur með salti, rúgbrauði og steinseljusalati Stillið ofninn á 230°C og bíðið eftir að hann verði heitur. Setjið beinin á fat eða pönnu þannig að sárið snúi upp og setjið í ofninn og grillið í 15 til 20 mínútur. Mergurinn er tilbúinn þegar hann sýður meðfram beinunum og er meyr í gegn þegar hníf er stungið í gegnum hann. Til að vera viss getið þið tekið eitt beinið úr ofn- inum og athugað hvort mergurinn sé tilbúinn, beinmergur er ódýrt hráefni og það kemur ekki að sök þótt einn biti rati ekki á borðið. Varið ykkur á að hafa merginn of lengi í ofninum því hann lekur þá einfaldlega úr beininu. Saxið steinselju, skarlottlauk og eilítinn kapers smátt meðan merg- urinn er í ofninum og setjið í skál. Hrærið saman olífuolíu og sítrónu- safa, saltið og piprið og geymið, hellið yfir salatið rétt áður en það fer á borðið. Ristið rúgbrauð og takið til salt. Þegar mergurinn er tilbúinn veiðið þið merginn upp með hnífi eða langri skeið, smyrjið á ristað rúgbrauð, saltið yfir og látið eilítið af salati ofan á. Og borðið. Allt spilar þetta saman eins og hljómsveit; feitur og bragðþéttur mergurinn, skerpan af sítrónunni, saltið og fersk steinseljan; mjúkur mergur og stökkt brauð. matartíminn 35 Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.