Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 42
42 matur & vín Helgin 13.-15. febrúar 2015 Reykjavik BaR Summit Flottustu barir í heimi heimsækja Ísland Reykjavik Bar Summit verður haldið í fyrsta sinn dagana 23.-26. febrúar næstkomandi og verður hér eftir árlegur við- burður. Fimmtán barir frá Bandaríkjunum og Evrópu hafa boðað komu sína hingað til lands og munu tveir barþjónar frá hverjum stað keppa sín í milli. Ási á Slippbarnum og hans fólk sér um skipulagningu viðburðarins. Fréttatíminn kynnti sér hvaða barir senda fulltrúa hingað og hér kíkjum við á helming þeirra.  the Worship Street Whistling Shop Umtalaður staður í hinu vinsæla Shoreditch-hverfi í London. Þarna eru menn ekki hræddir við að gera tilraunir, drykkir eru geymdir á tunnu og hægt er að panta sér drykk sem borinn er fram í eggi. Auk frábærra kokteila er gott úrval af flottu gini, sum yfir hundrað ára gömul. Barþjónar: Jess Robert Cheeseman og Thomas James Aske. www.whistlingshop.com  Broken Shaker Frábær kokteilbar á Free- hand-hostelinu á Miami. Einn af skemmtilegri kokteilum á staðnum er Mel’s Gibson. Í honum er Bombay gin með laukblönduðu Dolin Dry vermút, rósmaríni og Lemon Bitters. Barþjónar: Randall Gertz Perez og Gui Jaroschy. www.Thefreehand.com/ venues/the-broken- shaker  Ström Kaupmannahöfn, Art deco staður í Kaup- mannahöfn sem Nilsson bræðurnir eiga. Bar- þjónar af Ström hafa áður komið til landsins og gerðu þeir þá kokteila og voru með námskeið á Slippbarnum. Þeir eru tíðir gestir í virtustu kokteilkeppnum heims. Barþjónar: Mikael Roland Nilsson og Jonas Brandenborg Andersen. www.strombar.dk  Candelaria Þessi bar er falinn í bakherbergi inn af litlum skemmtilegum taco veit- ingastað í París. Þarna er boðið upp á kokteila sem byggjast aðallega upp á Mezcal og Tequila. Einn flottasti staður Parísar og er á listum yfir bestu kokteilbari heims. Barþjónar: Carlos Olivier Madriz Ardila og Jenifer Myriam Joséphe Foulard. http://www.candelariap- aris.com/  Corner Club Tveir margverðlaunaðir barþjónar reka kokteil- staðinn Corner Club í Stokkhólmi en hann þjónustar bæði Frantzen, tveggja stjörnu Michelin- stað, og Flying Elk. Þess má til gamans geta að Flying Elk mun taka yfir eldhúsið á Slippbarnum á Food & Fun. Barþjónar: Johan Evers og Oskar Karl Johansson. www.cornerclub.s  Door 74 Bar í anda bannáranna í Amsterdam, svokallaður Speakeasy-bar, sem er falinn vegfarendum. Sá fyrsti sinnar tegundar í Hollandi. Hefur verið valinn á lista yfir flott- ustu kokteilbari í heimi mörg ár í röð. Bannað er að tala í símann inni á Door 74. Barþjónar: Timo Arthur Janse-de Vries og Tess July Posthumus. www.door-74.com  employees Only Einn af frægustu kokteilbörum í heimi. Stofnaður árið 2004 fyrir fólk í barbransanum í New York. Staðurinn var viðfangsefni kvikmyndar- innar Hey Bartender. Í dag er staðurinn áfanga- staður kokteil pílagríma og er röð þar fyrir utan áður en staðurinn opnar alla daga ársins. Barþjónar: Dev William Johnson og Milos Zica. www.employeesonlynyc.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.