Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 42

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 42
42 matur & vín Helgin 13.-15. febrúar 2015 Reykjavik BaR Summit Flottustu barir í heimi heimsækja Ísland Reykjavik Bar Summit verður haldið í fyrsta sinn dagana 23.-26. febrúar næstkomandi og verður hér eftir árlegur við- burður. Fimmtán barir frá Bandaríkjunum og Evrópu hafa boðað komu sína hingað til lands og munu tveir barþjónar frá hverjum stað keppa sín í milli. Ási á Slippbarnum og hans fólk sér um skipulagningu viðburðarins. Fréttatíminn kynnti sér hvaða barir senda fulltrúa hingað og hér kíkjum við á helming þeirra.  the Worship Street Whistling Shop Umtalaður staður í hinu vinsæla Shoreditch-hverfi í London. Þarna eru menn ekki hræddir við að gera tilraunir, drykkir eru geymdir á tunnu og hægt er að panta sér drykk sem borinn er fram í eggi. Auk frábærra kokteila er gott úrval af flottu gini, sum yfir hundrað ára gömul. Barþjónar: Jess Robert Cheeseman og Thomas James Aske. www.whistlingshop.com  Broken Shaker Frábær kokteilbar á Free- hand-hostelinu á Miami. Einn af skemmtilegri kokteilum á staðnum er Mel’s Gibson. Í honum er Bombay gin með laukblönduðu Dolin Dry vermút, rósmaríni og Lemon Bitters. Barþjónar: Randall Gertz Perez og Gui Jaroschy. www.Thefreehand.com/ venues/the-broken- shaker  Ström Kaupmannahöfn, Art deco staður í Kaup- mannahöfn sem Nilsson bræðurnir eiga. Bar- þjónar af Ström hafa áður komið til landsins og gerðu þeir þá kokteila og voru með námskeið á Slippbarnum. Þeir eru tíðir gestir í virtustu kokteilkeppnum heims. Barþjónar: Mikael Roland Nilsson og Jonas Brandenborg Andersen. www.strombar.dk  Candelaria Þessi bar er falinn í bakherbergi inn af litlum skemmtilegum taco veit- ingastað í París. Þarna er boðið upp á kokteila sem byggjast aðallega upp á Mezcal og Tequila. Einn flottasti staður Parísar og er á listum yfir bestu kokteilbari heims. Barþjónar: Carlos Olivier Madriz Ardila og Jenifer Myriam Joséphe Foulard. http://www.candelariap- aris.com/  Corner Club Tveir margverðlaunaðir barþjónar reka kokteil- staðinn Corner Club í Stokkhólmi en hann þjónustar bæði Frantzen, tveggja stjörnu Michelin- stað, og Flying Elk. Þess má til gamans geta að Flying Elk mun taka yfir eldhúsið á Slippbarnum á Food & Fun. Barþjónar: Johan Evers og Oskar Karl Johansson. www.cornerclub.s  Door 74 Bar í anda bannáranna í Amsterdam, svokallaður Speakeasy-bar, sem er falinn vegfarendum. Sá fyrsti sinnar tegundar í Hollandi. Hefur verið valinn á lista yfir flott- ustu kokteilbari í heimi mörg ár í röð. Bannað er að tala í símann inni á Door 74. Barþjónar: Timo Arthur Janse-de Vries og Tess July Posthumus. www.door-74.com  employees Only Einn af frægustu kokteilbörum í heimi. Stofnaður árið 2004 fyrir fólk í barbransanum í New York. Staðurinn var viðfangsefni kvikmyndar- innar Hey Bartender. Í dag er staðurinn áfanga- staður kokteil pílagríma og er röð þar fyrir utan áður en staðurinn opnar alla daga ársins. Barþjónar: Dev William Johnson og Milos Zica. www.employeesonlynyc.com

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.