Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 32
Eyjafjallajökull í eftirrétt M Matreiðsla er málið um þessar mundir. Það eru allir að tala um mat, ekki soðna ýsu og kartöflur, heldur meðhöndlun á alls konar fíniríi sem ég kann varla að nefna. Sjónvarpskokkar eru stjörnur samtímans og matreiðslubækur streyma frá forlögunum. Þær seljast eins og heitar lummur. Jafnvel Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur var endurútgefin, matarbiblía kynslóðanna, svo ekkert fari á milli mála. Ég leyfði mér sem ungur maður að gefa eiginkonu minni, þá að vísu tilvonandi, hina merku bók Helgu. Það mátti þá. Hvorugt okkar var sérfræð- ingur í matargerð í upphafi búskaparins en samkvæmt tíðaranda elduðu konur. Það hefur breyst. Ég er ekki að segja að grundvallarbreyting hafi orðið á mér, það er erfitt að kenna gömlu hundi að sitja, en það fer ekki framhjá neinum að staðan er önnur en var. Yngri karlar virðast standa jafnfætis konum í eldamennsku og margir sjá að mestu um þann þátt heim- ilisstarfanna. Synir mínir og tengdasynir koma ekki síður að matargerð en dætur mínar og tengdadætur – og ef satt skal segja virðast mér þeir áhugasamari í eld- húsinu en þær. Strákarnir mínir skrifa reglulega um mat og drykk. Þeir hafa aldrei leitað til mín um matargerð, skiljanlega, en oft, einkum á árum áður, til móður sinnar. Nú eru þeir komnir svo langt á þroskabraut matargerðarinnar að þeir þurfa ekki að leita ráða lengur. Við fáum bara að njóta þegar þeir bjóða okkur í mat. Sama á við um tengdasyni okkar – og er ég þá alls ekki að gera lítið úr framlagi dætra okkar og tengdadætra, sem flinkar eru, en allir eru strákarnir föðurbetrungar. Þema vinnustaðapartís, sem efnt var til hér á bæ um síðustu helgi, hefði því ekki átt að koma mér á óvart – en gerði það samt. Í mínu ungdæmi voru vinnustaða- samkvæmi stundum haldin, en þá duttu menn bara í það, urðu fullir og vitlausir, svona eins og gengur. Svo hristi fólk timburmennina af sér og mætti í vinnuna á ný í þeirri von að hafa ekki skandal- iserað alvarlega. Þetta á ekki við lengur. Þegar efnt var til fyrrnefnds samkvæmis var tekið fram að þemað væri hvorki volg- ur séníver né vodka í kók, heldur sushi – og fordrykkur og eftirréttur að auki. Starfsfólkinu var skipt í hópa og átti hver hópur að standa saman að sushi-gerð auk fordrykkjar og eftirréttar. Þetta þýddi að undirbúningur samkvæmisins hófst um hádegisbil. Sushi-gerð tekur víst langan tíma. Það vissi ég ekki fyrir enda aldrei búið til sushi. Í mínu ungdæmi var fiskur soðinn eða steiktur, ekki étinn hrár. Það er liðin tíð. Ég borða sushi og þykir ágætt en vissi að takmarkað gagn yrði að mér þegar að matargerðinni sjálfri kæmi svo ég bauðst til að fara með í búðina í inn- kaupaleiðangur, ýta kerrunni og bera poka út í bíl. Á það var fallist. Í mínum hópi var ég eini karlinn og konurnar sem völdust með mér gerðu augljóslega ekki ráð fyrir neinum töfra- brögðum af minni hálfu í sushi-gerðinni. Ég gætti þess að vera ekki fyrir vinnandi fólki sem þvoði og sauð hrísgrjón, skar niður grænmeti og hráan fisk og mældi að lokum hita hrísgrjónanna. 35 gráður, hvorki meira né minna, áður en hafist var handa. Samkokkar mínir í hópnum, sem ég leyfi mér að kalla svo, tóku þá til þarablöð og hófu samsetninguna. Þessar ágætu konur töluðu hálfpartinn japönsku við matargerðina og kölluðu bitana mis- munandi nöfnum. Þau festust ekki í kolli mér. Til þess að sýna lit skar ég tilbúnar sushi-rúllur í munnbitastærð. Ég var kvíðinn áður en ég mundaði hnífinn, ótt- aðist að skemma fagurt verk kvennanna, en komst klakklaust frá því. Sú samstarfskona mín sem fyrir hópnum fór töfraði fram dýrðarinnar súkkulaðimús í eftirrétt og með allt fín- iríið fórum við til fundar við hina hópana. Augljóst var að allir höfðu lagt mikinn metnað í sína rétti, fordrykkir voru ýmist í fljótandi eða föstu formi – og hef ég, kominn á virðulegan aldur, ekki fyrr séð fordrykki í formi hlaups. Slíkt tíðkaðist ekki í mínu ungdæmi eða fyrri vinnu- staðasamkvæmum. Sushi allra var í senn skrautlegt og girnilegt. Fjölbreytnin var með ólíkindum. Sama var um eftirrétt- ina að segja en gjósandi eldfjall sló aðra út. Við gerð þess stórvirkis þurfti ekki aðeins að huga að bragðgæðum heldur verkfræðilegri nákvæmni. Vinnustaðapartíið varð sem sagt að einum allsherjar matarklúbbi þar sem viðstaddir smökkuðu og dásömuðu rétt- ina, dreyptu á fordrykkjum eða smjött- uðu á „forhlaupi“, völdu vín með hinum ýmsu sushi-réttum og horfðu að lokum á eldfjallið í allri sinni dýrð. Öðruvísi mér áður brá. Mér varð hugsað til fyrri vinnu- staðasamkvæma. Þá var fasta fæðan ekki í fyrirrúmi, ef nokkur. Kannski var hent snakki í skál og viðeigandi sósu, ef hún var fyrir hendi. Guðaveigarnar voru ekki hlaupkenndar og allt heldur villimanns- legra, ef minnið bregst ekki. Líklega eru yngri kynslóðir eitthvað lengra komnar á þroskabrautinni en mín á sínum tíma. Léttvín og bjór virðast ekki kalla það sama fram í mannskapnum og vodka og kláravín gerðu forðum daga, svo ekki sé minnst á bollu með óræðu sulli og jólaglöggi sem gat farið illa með þá sem komust í rúsínurnar. Sushi-ið fór vel í maga og engra gætti timburmanna eftir partíið. Það eru góð skipti miðað við það sem fyrrum var eftir svipaðar samkomur. Ógnvænlegri eru hins vegar nýtilkomnar væntingar eigin- konu minnar. Að loknu þessu helgar- námskeiði reiknar hún með að nú geti ég, hvenær sem er, skellt í sushi með tilbrigðum – og jafnvel töfrað fram gjósandi Eyjafjallajökul í eftirrétt! Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 32 viðhorf Helgin 13.-15. febrúar 2015 LESTU BÓKINA Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Er hægt að fara í geimferð á heima- smíðuðu geimskipi – og komast heim aftur? www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.