Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 30
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP VERÐ ÁÐUR6.990 ÓTRÚLEGTTILBOÐ Heildarlausn fyrir öll tæki. Tölvur, símar og spjaldtölvur allt varið með öflugustu vírusvörninni ásamt því að verja heima-netið, persónuleg gögn og netnotkun.4.990 LiveSafe McAfee R eglulega kemur upp misskilningur um hvað það er að vera grænmetisæta. Stund-um er ég spurð hvort ég borði brauð og sumir halda að ég borði nánast bara salat, kínakál og tómata,“ segir Sigríður Sara Sigríðar Ingvars- dóttir, stjórnarkona í Samtökum grænmetisæta. Sigríður ákvað fyrir fjórum árum, þegar hún var 18 ára, að prófa að gerast grænmetisæta í einn mánuð. „Ég var búin að lesa mér til í næringar- fræði og fannst rök- rétt að borða meira grænmeti og aðra fæðu úr jurtaríkinu. Eftir þennan mánuð leið mér svo vel að ég gat ekki hugsað mér að snúa til baka. Ég varð fyrst græn- metisæta út af heilsufarssjón- armiðum en síðan bættist við um- hverfis- og dýra- vernd. Í dag er dýraverndin það sem skiptir mig mestu máli,“ segir hún. Dóttir kúabænda Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir er einnig stjórnar- kona í Samtökum grænmetisæta og aðeins 11 ára gömul tilkynnti hún fjölskyldu sinni að hún ætlaði að verða grænmetisæta. „Ég veit satt að segja ekki af hverju ég ákvað þetta. Það voru engar græn- metisætur í kring um mig. Foreldrar mínir voru kúabændur og þeir tóku þessu ekki vel,“ segir Sæunn. Hún byrjaði á því að hætta að borða rautt kjöt, tók síðan út kjúkling og fisk, og síðustu þrjú ár hefur hún verið það sem kallast vegan græn- metisæta – rétt eins og Sara. Sumar grænmet- isætur neyta mjólkurvara og borða egg en vegan grænmetisætur neyta engra dýraafurða. Samtök grænmetisæta voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hags- muni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða. Samtökin eru nýbúin að opna vefsíðuna Graenmetisaetur. is þar sem má finna ýmsan fróðleik, ráð til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref sem grænmetisætur og svör við algengum spurningum. Hluti af starfi samtak- anna er félagslegs eðlis og hittast meðlimir reglulega í svokölluðum Pálínuboðum eða „pot-luck“ boð- um þar sem hver gestur kemur með einn rétt. Sunnudaginn 15. febrúar verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda „Þorralaust vegan Pálínuboð“ til að koma til móts við grænmetisætur á þorranum en nánari upp- lýsingar um boðið eru á vefsíðu samtakanna. Þróa rétt fyrir grænmetisætur Í byrjun þorra vakti nokkra at- hygli að Kjarna- fæði hafði sett á markað græn- metissultu – eins konar valkost við sviðasultu fyrir grænmetisætur á þorranum – en Samtök græn- metisæta sendu frá sér yfirlýsingu þar sem vakin var athygli á því að grænmetissultan hentaði ekki grænmetisætum því hún inniheldur gelatín sem er unnið úr sinum, beinum og öðrum líkams- leifum spendýra. „Við settum okkur í samband við Kjarnafæði og verðum þeim innan handar við þróun á rétt fyrir grænmetisætur,“ segir Sara. Grundvallarhugmyndin í veganisma er að fólk eigi ekkert tilkall til dýra eða þess að neyta afurða af þeim. „Og við þurfum þess heldur ekki,“ segir Sigríður. „Strax í grunnskóla er okkur innrætt að við þurfum að neyta fæðu úr öllum flokkum. Áður en ég gerðist grænmetisæta hafði ég áhyggjur af því að ég fengi ekki alla næringu sem ég þyrfti úr grænmetisfæði en ég hef verið mjög heilsu- hraust,“ segir Sigríður en grænmetisætum er ráðlagt að taka B12-vítamín sem fæst ekki úr jurtaríkinu. Þær segjast báðar hafa fengið neikvæðar at- hugasemdir, jafnvel frá ókunnugu fólki, vegna þess að þær eru grænmetisætur og að algengt sé að þær heyri sömu brandarana endurtekið. Þær hafa þannig ekki tölu á því hversu oft þær hafa verið í matarboði og fólk kemur með athugasemd- ir á borð við: „Ert þú ekki að gleyma einhverju?“ eða „Hvar er beikonið?“ Sara segist einnig hafa orðið vör við að ef hún er slöpp þá tengir fólk það alltaf við það að hún sé grænmetisæta. „Ef að ég fæ höfuðverk spyr fólk hvort mig vanti ekki ein- hver vítamín því ég sé grænmetisæta en ef næsti maður fær höfuðverk þá spyr fólk hvort hann sé ekki bara að verða lasinn. Ef ég verð lasin tengir fólk það líka við að ég er grænmetisæta en ef aðrir fá flensu er það bara því þeir eru óheppnir. Það mætti halda að lausnin við öllu væri að borða kjöt,“ segir hún og finnst þetta heldur spaugilegt. Fólk er forvitið Sara tekur fram að á síðustu árum hafi þekking fólks á grænmetisfæði aukist mjög og það hafi aukist að fólk verði einfaldlega forvitið og vilji fá að vita meir. „Það er líka allt annað að fara út að borða núna. Yfirleitt er einfalt að hringja á veitingastaði á undan sér ef maður er að fara út að borða með hóp og biðja um vegan rétt. Hér áður fyrr fékk maður kannski bara bragðlaust salat en núna fær maður ótrúlega girnilega rétti,“ segir hún en á vef samtakanna eru meðal annars upp- lýsingar fyrir veitingastaði sem vilja koma til móts við grænmetisætur. „Tímarnir eru að breytast og það er mun þægilegra að vera grænmetisæta í dag,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Halda þorralaust grænmetisblót Sæunn Ingibjörg Mar- inósdóttir var 11 ára gömul þegar hún ákvað að verða grænmetisæta og er í dag vegan. Hún situr í stjórn Samtaka grænmetisæta á Ís- landi ásamt Sigríði Sögu Sigríðar Ingvarsdóttur sem ákvað að prófa að vera grænmetisæta í mánuð en síðan eru liðin fjögur ár. Samtökin opnuðu nýja vefsíðu á dögunum og standa fyrir grænmetishlað- borði á þorranum. Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigríður Sara Sigríðar Ingv- arsdóttir eru báðar í stjórn Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Þær fá endurtekið að heyra sömu brandarana um að það vanti nú kjöt á diskinn þeirra. Ljósmynd/Hari Hvað er grænmetisæta? Grænmetisætur eru fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að leggja sér ekki til munns hold og aðrar líkamsleifar dýra eða afurðir unnar úr þeim. Ástæðurnar geta verið fjölmargar en segja má að grænmetisætur velji lífsstíl sinn ýmist út frá heilsufarslegum sjónarmiðum, dýraverndunar- sjónarmiðum eða umhverfisverndarsjónarmiðum en stundum er ástæðan ekki flóknari en svo að fólki finnist kjöt og dýraafurðir einfaldlega bragðvont. Innan grænmetishyggjunnar eru svo margar ólíkar hugmyndir og stefnur sem greinast í fjölda undirflokka sem skilgreina nánar mataræði, neysluvenjur og lífsstíl hvers hóps. Af vefnum Graenmetisaetur.is Hvað er veganismi? Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan grænmetisætur. Þessi hópur grænmet- isæta borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Á matseðlinum eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkurvörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin. Af vefnum Graenmetisaetur.is 30 viðtal Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.