Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 12
F Ferðagreinin hefur vaxið ævintýralega hér á landi undanfarin ár. Greinin skilar nú meiri gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins en aðrar, er komin fram úr sjávarútvegi og stóriðju. Samhliða hafa skatttekjur af grein- inni aukist. Fagna ber auknum ferðamanna- straumi til landsins en honum fylgir aukið álag, einkum á vinsælustu ferðamannastöð- unum, þeim náttúruperlum sem fólk vill helst skoða. Þrátt fyrir meiri skatttekjur af greininni er samstaða um það að leita skuli nýrra leiða í gjaldheimtu til að mæta því álagi sem ferðamannafjöld- inn hefur á staðina. Deilur standa hins vegar um leiðir í þeim efnum. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, ráðherra ferðamála, hefur mælt fyrir sérstökum náttúru- passa á Alþingi en sú leið hefur verið gagnrýnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, stjórnar- andstöðu, auk efasemda innan stjórnarflokk- anna. Þá sýndi skoðanakönnun MMR, sem birt var í desember, aukna andstöðu almenn- ings gegn náttúrupassa. Markmiðið með útgáfu náttúrupassa er að stuðla að verndun náttúru Íslands en tekjur af passanum á að nota til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Samkvæmt frumvarpi ráðherrans á passinn að kosta 1500 krónur fyrir 18 ára og eldri með þriggja ára gildistíma. Hann á að gilda á ferðamanna- stöðum í eigu og umsjón opinberra aðila en auk þess skal bjóða einkaaðilum aðkomu að honum. Áætlað er að náttúrupassinn skili 4,5-5,2 milljörðum króna á þriggja ára tíma- bili en reiknað er með að fjárfestingarþörf á ferðamannastöðunum nemi um milljarði króna á ári, að minnsta kosti meðan verið er að ná tökum á ástandinu. Samkvæmt frum- varpinu á Ferðamálastofa að hafa eftirlit með því að fólk sé með náttúrupassa og verði það að lögum fær stofnunin heimild til að sekta ferðamenn sem eru ekki með passa á þeim svæðum sem hann gildir. Einstakir land- eigendur geta eftir sem áður í krafti eignar- réttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði en geri þeir það eiga þeir staðir ekki rétt á úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamanna. Þótt ferðamálaráðherra telji náttúrupass- ann heppilegustu leiðina er ljóst að frumvarp- ið fer ekki óbreytt í gegnum þingið. Til þess er andstaðan of mikil í þinginu, meðal hags- munaaðila og í samfélaginu. Það er fremur af prinsippástæðum en því að peningaupp- hæð náttúrupassans þyki há, en samkvæmt frumvarpinu er reiknað með því að um 10- 15% af heildarinnkomunni komi frá Íslend- ingum. Fólki líkar einfaldlega ekki að þurfa að sýna passa við náttúruskoðun í eigin landi – eða eiga von á því að hitta fyrir „stöðumæla- verði“ náttúrunnar, ætli menn sér, til dæmis, að sækja Þingvelli heim. Breytir þar engu þótt í frumvarpinu segi að ákvæði um nátt- úrupassa skerði ekki almannarétt umfram fyrri ákvæði náttúruverndarlaga. Ragnheiður Elín þekkir þessa andstöðu og hlýtur að taka tillit til hennar enda hefur hún lýst því yfir að hún sé opin fyrir breytingum á frumvarpinu, að horfa á það sem sameini í málinu fremur en sundri. Á það hefur áður verið bent í leiðara Fréttatímans að hækk- un á því gistináttagjaldi sem fyrir er sé far- sælust, leið sem þeir sem gerst þekkja inn- an greinarinnar leggja til. Í skýringum með náttúrupassafrumvarpi ráðherrans er gisti- náttagjaldi fundið það til foráttu að hafa ekki skilað nægum tekjum og ef sá skattur yrði hækkaður gæti það haft áhrif á eftirspurn. Hógvær gistiflokkatengd hækkun ætti þó varla að hafa teljandi áhrif – og skili hækk- aður gistináttaskattur heldur minna í kassa ríkisins en náttúrupassinn er ekki óeðlilegt að sá mismunur komi úr þeim sama kassa enda hafa tekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni aukist samhliða auknum ferðamannastraumi. Þess utan má nefna að greiðsluhlutfall með hækkuðum gistináttaskatti milli erlendra ferðamanna og Íslendinga yrði svipað og með gjaldtöku með náttúrupassa. Heildar- innkoma frá Íslendingum næmi um 20%. Stóri kosturinn er hins vegar sá að með gistináttagjaldinu þarf ekki að senda „stöðu- mælaverði“ með sektablokk í eftirlitsferðir með ferðalöngum. Hækkað gistináttagjald í stað náttúrupassa „Stöðumælaverðir“ náttúrunnar óþarfir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Láu hjartað ráða Svalandi engiferdrykkur alveg eir mínu höfði enda er engifer í miklu uppáhaldi. Drykkurinn er gerður úr fyrsta flokks lífrænu hráefni, meira að seg ja vatnið hefur lífræna vottun. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ 6.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.590,- Model-LD801 Cyclon ryksuga Kraftmikil 9.990,- 12 viðhorf Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.