Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Page 26

Fréttatíminn - 13.02.2015, Page 26
É g kom til Íslands því ég hélt að hér væri gott að vera,“ segir Imane Errajea, sem fluttist til Íslands fyrir þremur árum. Þá nýgift eiginmanni sínum, Ladislav Haluska frá Slóvakíu, sem hafði búið og starfað á Íslandi í nokkur ár. Þau kynntust í fríi í Tyrklandi og mánuði síðar voru þau trúlofuð á leið til Casablanca til að fá blessun fjölskyldunnar. Átti að giftast innan fjölskyldunnar „Giftingar fara fram innan fjölskyldunnar og frá því ég var lítil vissi ég að ég ætti að giftast einhverjum frænda minna eða vini pabba míns. Um leið og stelpur fara að líta út eins og konur er farið að þrýsta á giftingu og á endanum verða þær svo þreyttar á suðinu að þær samþykkja. Ég samþykkti það aldrei, ég hrakti alla menn frá mér með slæmum sögum af eiturlyfjanotkun eða öðru rugli,“ segir Imane. Faðir hennar tók Ladislav því ekki opnum örmum. „Pabbi er frekar erfiður maður en ég þurfti líka að takast á við þrettán frændur sem vildu að ég giftist inn í fjölskylduna. Það var erfitt en ég gaf mig ekki, sagðist elska þennan mann. En það gerist ekki oft, skal ég segja þér, að kona standi upp og mótmæli ætt- inni þaðan sem ég kem. En ég hef alltaf verið öðruvísi, vildi fara í háskóla í stað þess að gifta mig og lesa bækur frekar en að standa í eldhúsinu.“ Paradísin Ísland Þrátt fyrir öll mótmælin fengu Imane og Ladislav að lokum blessun fjölskyldunnar. Eftir giftinguna þurftu þau að taka ákvörðun um hvar þau vildu setjast að. Slóvakía kom ekki til greina vegna erfiðleika innan fjöl- skyldu Ladislav og vegna ótryggs atvinnu- ástands. Það var reyndar langt síðan Ladislav hafði búið í Slóvakíu því árið 2006 fluttist hann til Íslands í leit að vel launaðri vinnu og betra lífi. „Ladislav sagði mér frá eyju lengst í norðri sem hljómaði eins og lítil paradís. Frið- elskandi fólk með engan her, enga glæpatíðni, skóla og öruggt umhverfi fyrir börnin mín. Við ákváðum að flytja.“ Einangruð í vinnunni Imane fékk fljótlega vinnu á frístundaheimili og var hæstánægð með nýju vinnuna. „Ég hef alltaf elskað börn en fljótlega fór mér að líða illa í vinnunni. Það myndaðist alltaf ein- hver skrítin spenna þegar ég settist niður með vinnufélögum og mér fannst fólk bara almennt ekki vera mjög vinalegt. Um leið og ég kynnti mig sem „Imane frá Marokkó“ sá ég hvernig fólk ákvað að það ætlaði ekki að kynnast mér. Það forðaðist mig. Ég reyndi eins og ég gat að tala þá litlu íslensku sem ég kunni, og lagði mig fram við að læra, en annars talaði ég ensku,“ segir Imane sem talar mjög góða ensku. „Sama hverjar að- stæðurnar voru í vinnunni þá var mér var alltaf svarað á íslensku. Það var bara yrt á mig á ensku ef eitthvað vantaði, eins og að láta hella upp á kaffi, sem var reyndar ekki í mínum verkahring. Stundum leið mér eins og fólk vildi bara niðurlægja mig. Ég varð sífellt einangraðri og á endanum varð ég mjög kvíðin og suma daga þorði ég ekki í vinnuna.“ Útskúfuð fyrir að vera arabi Imane segist hægt og rólega hafa uppgötvað að menningin á þessari friðelskandi eyju væri mun frábrugðnari því sem hún hafði nokkurn tíma kynnst við Miðjarðarhafið. Smám saman fóru fleiri atvik í ætt við það sem hún upplifði á vinnustaðnum að gera Útskúfuð á Íslandi Imane Errajea segir Ísland ekki vera það friðelskandi land sem hún gerði sér vonir um. Á þeim þremur árum sem Imane hefur búið á landinu hefur hún upplifað einelti og útskúfun vegna uppruna síns, en hún er frá Marokkó. Hún segir kvíða og áhyggjur vegna framkomu fólks í sinn garð hafa orðið til þess að hún vilji flytjast af landi brott. Dropinn sem fyllti mælinn er fjandsamleg framkoma bíl- stjóra Strætó í hennar garð. „Ladislav sagði mér frá eyju lengst í norðri sem hljómaði eins og lítil paradís. Friðelsk- andi fólk með engan her, enga glæpatíðni, skóla og öruggt um- hverfi fyrir börnin mín. Við ákváðum að flytja.“ Ljósmyndir/Hari henni ljóst að fólk væri ekki feimið, lokað eða kuldalegt, heldur for- dómafullt. „Ég er núna búin að átta mig á því að þetta er vegna þess að ég er arabi. Þegar fólk heyrir nafnið mitt eða heyrir mig tala tungumálið mitt fæ ég oftar en ekki óvingjarn- legt augnaráð eða þá að fólk hrein- lega gengur í burtu,“ segir Imane og telur upp fjölda atvika sem hún hefur lent í. Að vera ekki réttir hlutir í verslunum, að vera hunsuð á götu og ekki heilsað af nágrönnum eru nokkur dæmi. Það versta sem Imane hefur þó lent í er framkoma bílstjóranna hjá Strætó. Lögð í einelti af Strætóbílstjórum „Þetta með strætó er eiginlega það sem fyllti alveg mælinn hjá mér,“ segir Imane sem hefur oft lent í því að bílstjórar leiðar 17, sem fer um Bakkahverfið í Breiðholti, annað- hvort stöðva ekki bílinn við skýlið þar sem hún bíður, eða þá að stöðvi bílinn, opni dyrnar og loki þeim svo aftur á hana þegar hún ætlar inn. „Síðast þegar þetta gerðist var ég á leið upp á spítala með Lilju, dóttur mína. Ég veifaði bílstjóranum sem stöðvaði bílinn við skýlið og opnaði dyrnar. En um leið og ég nálgaðist opnar dyrnar lokaði hann þeim beint fyrir framan nefið á mér og höfuðið á Lilju sem var í burðarpoka framan á mér. Hann hafði gert þetta áður en þarna fékk ég alveg nóg, því ég var með Lilju á mér og á leið upp á spít- ala. Hann sá mig og lokaði dyrunum á meðan hann horfði í augun á mér!“ Ætli fólk haldi að ég sé hryðjuverkamaður? Imane hefur lagt inn fjölda kvartana til Strætó en ekkert breytist. Hún hefur fengið þau svör að Strætó þyki þetta leitt en áfram keyra bílstjór- arnir framhjá Imane eða stöðva og Framhald á n æstu opnu 26 viðtal Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.