Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 70
S verrir Guðnason eyddi bernskuárunum bæði í Svíþjóð og á Íslandi og þegar hann var ellefu ára gam- all lék hann bæði í Heimsljósi og í áramótaskaupinu. Hann hef- ur hins vegar eytt fullorðinsár- unum sem leikari í Svíþjóð og er nú orðinn einn virtasti leikari Svía og hefur hlotið Gullbjölluna (sænsku Edduna) tvö ár í röð. Í fyrra var hann valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Monica Z – en önnur íslensk- sænsk stjarna, Edda Magnason, lék Monicu og vann þar verðlaunin sem besta aðalleikkona. Nú í ár var Sverrir svo tilnefnd- ur í báðum flokkum og vann verð- launin sem besti aðalleikari fyrir Flugnagarðinn (Flugparken) – en myndin er opnunarmynd Stock- fish í ár og bæði Sverrir og leik- stjórinn Jens Östberg munu mæta á sýninguna. Í myndinni leikur Sverrir Kristi- an Keskitalo, en hann og Alex vin- ur hans voru aðal íshokkítöffarar bæjarins á sínum yngri árum. En núna eru þeir bara tveir gaurar á fylleríi og Alex er búinn að drekka aðeins of mikið. Kristian nær með lempni að koma honum heim, en daginn eftir sést hvorki tangur né tetur af Alex. Kristian verður sí- fellt örvæntingarfyllri og hægt og rólega koma ófáir fortíðardraugar upp úr kafinu. Hann fer að venja komur sínar í Flugnagarðinn, þar sem vand- ræðaunglingar bæjarins halda til, og fer að haga sér undarlega gagn- vart bæði kærustu Alex og pabba Alex. Sá síðarnefndi er raunar fyrr- um hokkíþjálfarinn hans og á vissan hátt pabbinn sem hann aldrei átti. Pabbinn er vel að merkja leik- inn af Peter Andersson, sem ein- hverjir muna mögulega eftir úr myndinni Karlar sem hata kon- ur – en þar endaði hann með ansi óheppilegt húðflúr á mag- anum. Hann fékk líka tilnefningu til Gullbjöllunnar, sem besti leik- ari í aukahlutverki, og keppti þar við Sverri sjálfan – sem var til- nefndur í þeim flokki fyrir mynd- ina Gentlemen, og Kristofer Hivju úr Turist, sem hreppti að lokum verðlaunin. Leikstjóri myndarinnar, Jens Östberg, fylgir Sverri til Íslands en hann er fyrrum ballettdansari og kvikmyndaferillinn hófst þeg- ar hann fór að vinna sem dans- höfundur fyrir bíómyndir. Síðan leiddist hann út í leikstjórn þeg- ar hann leikstýrði stuttmyndinni Småvillt en Flugnagarðurinn er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Listrænar vampírur Þ að er erfitt að vera vamp-íra í bíó á dögum Twilight. Flestir reikna bara með því að þú sért illa haldin af ung- lingaveikinni – sem er öfugsnúið hlutskipti fyrir verur sem eru oft mörgum öldum eldri en ungling- arnir sem flykkjast á ævintýri Ed- wards og Bellu. En vampírur eru ósjaldan listrænar og viðkvæmar sálir og fyrir því eru ýmsar sann- anir. Jim Jarmusch leikstýrði í hitti- fyrra vampírsku ástarsögunni Only Lovers Left Alive og á Stockfish er einmitt ein mynd sem einn gagn- rýnandi sagði að væri “myndin sem Jim Jarmusch myndi gera núna ef hann væri ung írönsk stúlka sem byggi í Ameríku.“ A Girl Walks Home Alone at Night gerist í Vonduborg, svart-hvítum rökkurheimi sem heimildir herma að sé í Kaliforníu. Þar tala þó allir persnesku og eru klæddir eins og Hollywood-stjörnur drauma okk- ar. En til Vonduborgar hefur ratað dularfull og blóðþyrst stúlka – en þegar þessi vampírustúlka hittir sjálfan Drakúla úti á götu verður hún ástfangin. Það flækir málin hins vegar að þetta er ekki Dra- kúla sjálfur, bara mennskur strák- ur að nafni Arash sem er nýkom- inn af grímuballi. Þegar viðbætist gullfaleg kvikmyndataka og stór- fengleg blanda af persneskri og amerískri indítónlist verður út- koman ein eftirminnilegasta mynd ársins. Vampírurnar á Stockfish geta líka verið fyndnar. Annað er raun- ar varla hægt þegar ein þeirra er leikin af Jemaine Clement, öðrum forsprakka Flight of the Chonc- hords dúettsins, en hann er sömuleiðis meðleikstjóri What We Do in the Shadows. Myndin fjallar um fjóra meðleigjendur sem hafa leigt saman lengur en elstu menn muna – enda eru þeir allir mun eldri en umræ ddir elstu menn, vampírur sem hafa lifað í nokkrar aldir. En þegar nokkrar kornung- ar vampírur koma inní líf þeirra reynir á sambúðina. lavabarinn lavabarinn Stockfish þakkar: Gamlir íshokkítöffarar og ballettstjörnur Sverrir Guðnason er orðinn einn virtasti leikari Svía Jörð 101 V erkefnið Earth101 er helgað spurningunni hvernig hægt sé að miðla til almennings á áhrifaríkastan hátt upplýsingum um þær alvarlegu afleiðingar sem lofts- lagsbreytingar geta í náinni framtíð haft á veðurfar og vistkerfi jarðar. Verkefninu er ætlað að einfalda miðlun loftslagsvandans með því að leiða saman fremstu vísindamenn á sviði loftslagsrannsókna, sérfræð- inga í frásagnarfræðum og hugrænni sálfræði, lykilumhverfisblaðamenn á stærstu dagblöðum vestanhafs og í Evrópu, vísindabloggara sem hafa sérhæft sig í loftslagsmálum og hóp kvikmyndagerðarfólks. Í tilefni af Earth101 verður kvik- myndin Merchants of Doubt (2014) sýnd á Stockfish. Hún fjallar um afneitunariðnaðinn í Bandaríkj- unum, hvernig hópur einstaklinga kostaður af bandarískum stórfyrir- tækjum hefur á síðustu áratugum markvisst unnið að því að villa um- ræðuna um ýmis mikilvæg málefni, allt frá tóbaksreykingum til ógnar- innar af loftslagsbreytingum. Erik Conway, sem skrifaði bókina sem myndin er byggð á, mun sitja fyrir svörum eftir sýningu hennar ásamt öðrum sérfræðingum. Loftslag- steymi Alþjóðabankans tekur þátt í ráðstefnunni, en þau fara fyrir Con- nect4Climate (C4C) verkefni bank- ans. Sigurmyndirnar í alþjóðlegri stuttmyndakeppni Alþjóðabankans verða jafnframt sýndar á Stockfish og munu sérfræðingar sitja fyrir svörum á eftir. Að lokum má nefna að nokkrir gestir Earth101 munu halda opin- beran fyrirlestur 1. mars næst- komandi í stofu 105 á Háskólatorgi klukkan 12–16. Meðal fyrirlesara verða: Gavin Anthony Schmidt, for- stöðumaður GISS, loftslagsstofn- unar NASA, og Kevin Anderson, for- stöðumaður Tyndal-stofnunarinnar í Manchester, ásamt Erik Conway, vísindasagnfræðingi frá Caltech. Heimasíða: earth101.is 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.