Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 66
A ðeins einn afrískur leikstjóri hefur verið tilnefndur til Ósk-arsverðlauna fyrir bestu er- lendu mynd oftar en einu sinni. Það er Rachid Bouchareb, Frakki af alsírskum upp- runa, sem þrisvar hefur verið tilnefndur fyrir hönd Alsír. Bouchareb mætir á Stock- fish ásamt Brendu Blethyn, margverð- launaðri breskri leikkonu sem hefur unn- ið með honum í tveimur þeirra mynda sem sýndar verða á hátíðinni – London River og Two Men in Town, nýjustu mynd beggja. Auk þess sýnum við Heimamenn ( Indigènes) frá árinu 2006, en hún er ein af þeim þremur myndum Boucharebs sem fékk Óskarstilnefningu. Hinar tvær eru Ryk lífsins (Poussières de vie) frá árinu 1996 og Handan laganna (Hors-la-loi) frá árinu 2010. Myndir Bouchareb fjalla oftast með einum eða öðrum hætti um líf innflytjenda og það sögulega samhengi sem þeir spretta upp úr. Í Heimamenn er rakin saga norður-afrískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en þeim var ítrekað mismunað af hálfu sinna frönsku nýlenduherra. Í London River leikur Brenda Blethyn konu sem leitar í örvæntingu að týndri dóttur sinni í kjölfar hryðjuverkaárás- anna í Lundúnum sumarið 2005. En á meðan á leitinni stendur vingast hún við afrískan múslima sem er að leita að syni sínum. Bæði eiga það sameiginlegt að hafa misst sjónar á börnum sínum fyrir hryðjuverkin og grun- aði ekki einu sinni að börnin þeirra byggju saman. Í myndinni Two Men in Town leikur Blethyn svo skilorðsfulltrúa sem vingast við einn skjólstæðing sinn, leikinn af Íslands- vininum og Óskarsverðlaunahafanum For- est Whitaker. Brenda Blethyn vakti fyrst verulega athygli þegar hún fékk Óskarstilnefningu sem besta leikkona fyrir myndina Secrets & Lies árið 1996. Tveimur árum síðar var hún svo tilnefnd sem besta aukaleikkona fyrir myndina Little Voice. Undanfarin ár hefur hún leikið í myndum á borð við Lovely & Amazing, Pride & Prejudice og Ato- nement. Óskarstilnefndar stjörnur Brenda Blethyn og Rachid Bouchareb meðal gesta Stockfish Velkomin á Stockfish Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem haldin var í fyrsta sinn 1978, vaknar nú eftir að hafa sofið værum blundi um árabil. Fagfélögin í kvikmynda- iðnaðnum blésu lífi í þessa elstu kvikmyndahátíð Norðurlanda, sem  oft á tíðum rótaði upp í fábreyttu menningarlífi borgarinnar. Nú sem fyrr gefst fólki tækifæri til að horfa á gæðamyndir frá framandi löndum með sérstakri áherslu á evrópskar myndir. Von er á góðum gestum, sem munu miðla leikum og lærðum af reynslu sinni. Það er þörf fyrir slíkar hátíðir því kvik- myndaúrvalið hversdags er einsleitt og miðar frekar að því að drepa tíma fólks frekar en að auðga hugann. Það er von okkar sem stöndum að þessari hátíð að hún veiti innsýn í framandi menningarheima og stuðli þannig að jöfnuði og friði. Þá er okkur ofarlega í huga þakklæti til allra sem gerðu okkur kleyft að gera hátíðina að veruleika. Friðrik Þór Friðriksson Formaður stjórnar Stockfish European Film Festival in Reykjavík. Kvikmyndaveisla á Hverfisgötu Kvikmyndahátíðir eru ómissandi hluti af borgarlífinu. Kvikmyndahátíðin Stockfish er nú haldin í fyrsta sinn en hún byggir á grunni Kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík sem stofnað var til árið 1978. Friðrik Þór Friðriksson er einn þeirra sem sameinar þessa hátíð í fortíð og nútíð en hann var í stjórn fyrstu kvikmyndahátíðar Reykjavíkur og er nú formaður stjórnar Stockfish hátíðarinnar. Stockfish er haldin í Bíó Paradís en á hátíðinni verða sýndar alls 30 kvikmyndir. Auk þess verður efnt til samtals um kvikmyndalistina og kvikmyndagerð með fjölda vinnustofa og fyrirlestrum. Til borgarinnar kemur því fjöldinn allur af kvikmyndagerðarfólki, handrits- höfundum, framleiðendum og fræðingum til að komast í kynni við íslenska kollega sína. Af þessu geta sprottið samvinnuverkefni sem eru ómetanleg fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað sem hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Framundan er veisla fyrir alla þá sem njóta kvikmynda og er veisluborðið alþjóðlegt. Myndir hátíðarinnar hafa margar hverjar hlotið alþjóðleg verðlaun og koma víða að – Kína, Frakklandi, Argentinu, Póllandi og Ísrael. Reykjavíkurborg treystir á gott samstarf við aðstandendur hátíðarinnar en auk borgar- innar eru samstarfsaðilar hátíðarinnar Evrópustofa, Eddan, Íslandsstofa og Kvikmynda- miðstöð Íslands. Ég hvet þig til að líta við á heimili kvikmyndanna í Bíó Paradís á kvikmyndahátíðina Stockfish. Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Kæru lesendur Sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi er það mér heiður að taka þátt í metnaðarfullri og áhugaverðri kvikmyndahátíð eins og Stockfish — evrópskri kvikmyndahátíð. Ísland er virkur þátttakandi í ýmsu starfi Evrópusambandsins til að mynda í gegnum styrktarsjóðina MEDIA/ Creative Europe og Horizon 2020. Í þessari samvinnu hefur svo Evrópu- sambandið stutt dyggilega við íslenska kvikmyndamenningu til dæmis með styrkjum til framleiðslu kvikmynda og til kvikmyndahátíða. Í gegnum kynningarstarf Evrópustofu höfum við ennfremur staðið beint að kvik- myndahátíðum með innlendum aðilum. Í fyrra fór Evrópustofa til dæmis í ferðalag út á landsbyggðina með úrvalskvikmyndir, til nokkurra bæja þar sem eru allajafna ekki almennar kvikmyndasýningar. Einnig studdi hún við RIFF til að leggja áherslu á ítalska kvikmyndagerð og til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá því fyrri heimstyrjöldin hófst. Í ár höfum við á Stockfish — evrópskri kvikmyndahátíð reynt að tryggja að gæða- myndir frá öllum hornum Evrópu séu í boði, en einnig verk frá öðrum heimsálfum, sem þykja hafa ákveðna evrópska vídd. Þá höfum við viljað bjóða upp á nokkrar sýningar án endurgjalds og almennt að halda miðaverði niðri. Ég óska ykkur til hamingju með Stockfish — evrópska kvikmyndahátíð og vona að þið njótið vel. Matthias Brinkmann Sendiherra Evrópusambandsins Menningarstraumar í kvikmyndalist Það er gömul saga og ný að menning og listir auðga samfélagið og skapa skilyrði fyrir samskiptum milli ólíkra menningarheima og þjóða, sam- skiptum sem byggja á virðingu fyrir sameiginlegu gildismati. Með slíkum samskiptum getur heimurinn öðlast framtíðarsýn sem byggir á sjálfbærri þróun og virðingu fyrir mannréttindum og gagnkvæmum skilningi. Það skiptir fámenna þjóð miklu máli að taka opnum örmum á móti menningarstraumum frá öllum heimshornum og leggja um leið rækt við menningarleg sér- kenni sín. Á tímum örrar hnattvæðingar og aukinnar einsleitni er því æ mikilvægara að bera á borð allan þann fjölbreytileika sem kvikmyndalistin býr yfir og er það því sérstakt fagn- aðarefni að nú er hleypt af stokkunum nýrri kvikmyndahátíð sem byggir á gömlum merg. Það markmið Stockfish að gefa listamönnum á sviði kvikmyndalistar færi á að eiga samtal og samvinnu sín á milli skiptir miklu máli og getur hátíðin byggt brýr milli ólíkra menningarsvæða og um leið varpað ljósi á íslenskan kvikmyndaarf. Áhersla kvikmyndahá- tíðarinnar á miðlun og menntun lofar einnig góðu og vonandi mæta sem flestir á málþing og skipulagðar vinnustofur sem haldnar verða í tengslum við hátíðina. Fjölbreytni í framsetningu listamanna á hugmyndum sínum endurspeglar það frelsi sem listunum er nauðsynlegt og er það von mín að margir njóti þess sem kvikmyndahátíðin Stockfish hefur uppá að bjóða. Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra19. febrúar 1. mars Miðaverð Hátíðarpassi 7.500 KR 1 miði 900 KR 5 miðar á verði 4 3.600 KR www.stockfishfestival.is Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.