Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 44
44 matur & vín Helgin 13.-15. febrúar 2015 O stur er ein merkilegasta fæðutegundin í heiminum og það má hreinlega rekja sögu mannkyns í gegnum hann. Ostar hafa verið notaðir sem gjald- miðill, verið hluti af trúarlegum at- höfnum, átt þátt í að koma af stað átökum og friði milli þjóða og jafn- vel verið hluti af trúlofunarhefð- um. Það er heldur ekki svo galið að para saman rómantík og osta, en þeir innihalda phenylethylam- ine, sem er sama vellíðunarefni og finnst í dökku súkkulaði og veitir okkur ekkert nema eintóma hamingju. Við ættum meira segja frekar að borða osta en súkkulaði til að finna fyrir vellíðan þar sem ostar, sérstaklega þroskaðir, inni- halda tífalt meira magn af efninu en súkkulaði! Nú er að renna upp sannkölluð ástarvika, Valentínusardagurinn er á morgun og viku seinna og einum degi betur er sjálfur konudagurinn. Flestir Íslendingar frá grænar bólur við tilhugsunina um Valentínusar- daginn, en það þýðir ekki að það megi samt ekki gera sér dagamun. Tökum vinapar mitt sem dæmi. Ég bjó um árabil í Bretlandi og þar er allt orðið undirlagt af hjörtum og öðrum væmnum varningi um leið og jólunum hefur verið pakkað niður. Það eru því allir komnir með nóg þegar dagurinn rennur loksins upp. Vinapar mitt brá þá á það ráð að halda upp á „Romantic Cheese Day“ í staðinn. Þá fara þau og kaupa sér osta og vín sem passar saman við (mjög mikilvægt!) og njóta sam- an. Þannig búa þau sér til sína eigin hefð og fá nóg af hamingju frá hvort öðru, svo ég minnist nú ekki á öll vellíðunarefnin úr ostunum. Í Búrinu út á Granda verður sann- kölluð ástarostavika frá Valentínus- ardegi til konudags og gefin verða góð ráð um hvernig á að para saman rómantíska osta og vín. Ostar og freyðivín eru til að mynda mjög skemmtileg sam- setning, hvort sem um er að ræða kampavín, Cava, Prosecco, Cremant eða Moscato d’Asti. Það eru þó nokkrar þumalputtareglur sem ber að hafa í huga. Þeg- ar þú velur osta til að hafa með freyðivínum eru fersk- ir, ungir og rakaháir ostar, til dæmis geitaostar, mozzarella, rjómaostar gott val. En til að fullkomna valið má fara eftir þessum leiðarvísi: Ostar með kampavíni Kampavín hefur meiri fyllingu og bragð en önnur vín og inni- heldur meiri gertóna og því þarf að vanda valið. Rjómabættir hvítmyglu- ostar geta passað vel ef vínið er ávaxtaríkt en forðist þó mjög bragðmikla eða vel þroskaða hvítmygluosta, til dæmis Brie de Meaux eða Camembert. Að mínu mati er best að para kampavín við osta eins og Comte, Gruyere og Manchego, en þeir hafa ljúfa ávaxta- tóna og búa yfir bragði sem minna á brennt smjör, ristaðar heslihnetur og ristað brauð. Ostar með Prosecco og Cava Rjómabættir hvítmygluostar eins og Brie Maxim eða Dala Auður eru fullkomnir meðan þeir hafa ekki náð of miklum þroska. Mjög feitir og smjörkenndir ostar eins og Brillat Sav- arin eða kremaðir og munnþekkjandi ostar eins og rjómaostar og ferskir geitaostar henta einnig vel með Prosecco og Cava. Til- valið meðlæti eru fersk ber, nektarínur, plómur og suðrænir ávextir eins og ananas og mangó. Ostar með Moscato d’Asti, Asti Spumante og öðrum sætum freyðivínum Hér er gaman að koma fólki á óvart og para þessi sætu freyði- vín með gráðost- um, sérstaklega Gor- gonzola og öðrum kremuðum gráðostum í mildari kantinum, til dæmis bláum kastala. Því sætara sem freyðivínið er því sterkari getur gráðosturinn verið. Ef fólk hræðist gráðostinn er gaman að leita í sýru- hærri ferska osta eins og geitaost. Gráfíkjur, döðlur, perur, þurrkuð trönuber og hunang er tilvalið með- læti með sætum freyðivínum.  ÁstarOstavika frÁ valentínusardegi til kOnudags Hamingjan býr í ostum Eirný í búrinu www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Heilsuvernda rmörk brenn isteinsvetnis Í tröllahöndu m á Tröllaska ga Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu og myndakvöldi nk. miðvikudagskvöld, 18. febrúar, kl. 20:00 í sal FÍ. Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu Þröstur Þorsteinsson dósent við jarðvísindastofnun HÍ og Ingólfur Hrólfsson verkfræðingur fræða okkur um heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu. Í tröllahöndum á Tröllaskaga Að loknu kaffihléi mun Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal sýna myndir úr ferðum á Tröllaskaga. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 8.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð • Dalbraut 1 með Nizza hnetusúkkulaði, karmelluglassúr og lakkrískurli LAKKRÍSBOLLUR P R EN TU N .IS NÝTT DRAGÐU FRAM ÞAÐ BESTA Í MATNUM Gerðu engar málamiðlanir – notaðu Santa Maria næst þegar þú eldar. GÖNGUFERÐ UM TENERIFE FARARSTJÓRAR: INGA GEIRSDÓTTIR OG SNORRI GUÐMUNDSSON NÁNAR Á UU.IS 11.-18. MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.