Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 71

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 71
Úr öskustónni á Óskarinn Christine Vachon fjallar um fjárhagshliðar óháðrar kvikmyndagerðar S tockfish hyggur á samstarf með MIDPOINT, hand-ritamiðstöð Mið-Evrópu, og tékkneska kvikmyndaskólan- um FAMU í Prag en hann er einn frægasti kvikmyndaskóli heims og þaðan hafa útskrifast leikstjórar á borð við Miloš Forman, Ag- nieszka Holland, Emir Kusturica, Vera Chytilová, Jirí Menzel, Goran Paskaljevic og Jan Hrebejk – og íslenskir kvikmyndagerðarmenn á borð við Grím Hákonarson, Börk Gunnarsson, Hauk Má Helgason, Hjálmar Einarsson og Þorgeir Þor- geirsson heitinn. Pavel Jech, skólameistari FAMU og yfirmaður MIDPOINT, verður bæði með vinnustofu og masterc- lass á hátíðinni – en þegar Grímur Hákonarson nam kvikmyndir við FAMU kenndi Jech honum hand- ritagerð og ber Grímur honum vel söguna. „Við unnum mjög vel saman og vorum á svipaðri bylgju- lengd. Hann hafði einnig mjög gaman að okkur Íslendingunum, sem drukkum mest og unnum mest. Hann bjó til frasann: „Nú skuluð þig skrifa eins og Íslend- ingar.“ Ég veit ekki hvort hann er notaður enn.“ En samnemendurnir skipta ekki minna máli í svona námi. „Þetta var frábært umhverfi og ég kynnt- ist fullt af hæfileikaríku fólki frá ýmsum löndum, t.d. tökumanni frá Eistlandi sem ég gerði „Slavek the Shit“ með. Slavek var síðan valin inn á Cannes og gerði það mjög gott á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímur sem þessir mundir er að klára eftirvinnslu á Hrútum, sem frumsýnd verður seinna á árinu. Pavel Jech mun halda mast- erclass í Bíó Paradís föstudaginn 20. febrúar kl. 20 og ber hann yfirskriftina „Tíu brandarar sem munu kenna þér allt sem þú þarft að vita um handritaskrif.“ Samstarf leikstjóra og leikkonu – masterclass Þau Rachid Bouchareb og Brenda Blethyn hafa unnið saman í tveim- ur myndum á síðasta áratug. Í bæði skiptin var hann leikstjóri og hún aðalleikkona. Þau ræða það samstarf og hvað þarf til þess að það virki í masterclass á hátíðinni. Bíó Paradís, 23. febrúar kl 16:00 – 17:30. Gagnrýnendamálstofa Hver er staða kvikmyndagagnrýni í dag? Er internetið bölvun eða blessun? Við fáum nokkra valin- kunna gagnrýnendur til að ræða þau mál – innlenda sem og er- lenda – og fáum bæði innsýn inn í störf reyndra kvikmyndarýna á borð við Peter van Bueren sem og ungra gagnrýnenda sem eru að byrja, en Simran Hans kemur fyrir hönd Nisi masa, samtaka sem sjá um að hjálpa ungum gagnrýnend- um og ungum kvikmyndagerðar- mönnum að koma sér á framfæri. Bíó Paradís, 24. febrúar kl 12:00. Evrópa fjárfestir í íslenskri kvikmyndagerð Í janúar síðastliðnum voru liðin 25 ár síðan Íslendingar byrjuðu að taka þátt í Eurimages, kvik- myndasjóði Evrópuráðsins. Auk þess hefur Media-áætlun Evrópu- sambandsins verið hornsteinn í fjármögnun, þróun og dreifingu íslenskra kvikmynda og komið að stuðningi við framleiðslu á ís- lensku leiknu sjónvarpsefni. Af því tilefni verður haldinn fyrir- lestur þar sem Hilmar Sigurðs- son, formaður ÍKSA, fer yfir sögu evrópsks fjármagns í íslensku kvikmyndaefni og hvernig Crea- tive Europe áætlunin nýtist ís- lenskum kvikmyndaframleið- endum í fjármögnun sinna verka. Bíó Paradís, 27. febrúar kl 12:15. Uppgötvun úr fortíðinni:  Nico á Íslandi Hin ljóðræna kvikmynd Sárið inní okkur (The Inner Scar) var tekin upp í eyðimörkum hér og þar um heimin fyrir rúmum 40 árum síðan – þar á meðal á Íslandi. Það sem meira er – hin goðsagnakennda rokkdíva Nico er þar í aðalhlut- verki. Uppgötvanir úr fortíðina verða fastur liður á hátíðinni svo lengi sem fjársjóðskortin okkar leiða okkur á rétta braut. Bíó Paradís, 25. febrúar kl 20:30 og 1. mars kl 18:00. Bíóklassík: Sigurður Sverrir Pálsson heiðraður Íslenski kvikmyndatökumaðurinn Sigurður Sverrir verður í brenni- depli í flokknum Bíóklassík – en þrjár myndir hans verða sýndar á hátíðinni; Land og synir, Tár úr steini og Kaldaljós. Sigurður Sverrir mun sjálfur ræða ferilinn og svara spurningum í lok hverrar sýningar og mun Ásgrímur Sverris- son stjórna umræðum. Norskir kvikmyndagerðarmenn í kastljósi Þrír norskir leikstjórar, Bent Ha- mer, Eskil Vogt og Unni Straume verða sérstakir gestir hátíðar og sýnd verður ein mynd eftir hvert þeirra á hátíðinni auk þess sem þau verða sjálf viðstödd sýningar mynda sinna og svara spurningum áhorfenda eftir sýningar. Sýnd- ar verða myndirnar 1001 Grams eftir Bent Hamer, Blind eftir Es- kil Vogt og REMAKE.me eftir Unni Straume. Frá Íslandi til Palestínu Þjófsaugu er palestínsk mynd – með ríka Íslandstengingu F ahad Falur Jabali er Íslend-ingur. Najwa Najjar er banda-rísk. Bæði eiga þau ættir að rekja til Palestínu (Fahad á íslenska móður og palestínskan föður sem flutti hingað fyrir um hálfri öld) og hafa þau nú unnið saman að tveimur kvikmyndum í Palestínu. Hún sem leikstjóri og hann sem meðframleið- andi. Sú seinni heitir Þjófsaugu (Eyes of a Thief) og verður sýnd á Stock- fish og bæði eru þau sérstakir gestir hátíðarinnar. „Ég kynntist Najwa og mann- inum hennar, framleiðandanaum Hani Kort, þegar ég vann að fyrstu myndinni hennar, Granatepli og myrra (Pomegranates and Myrrh). Ég hélt sambandi við þau eftir það og tók þátt í þróun handritsins að þessari mynd og framleiðslu.“ Fleiri Íslendingar komu að mynd- inni fyrir tilstilli Fahads. Bróðir hans Ómar Jabali var aðstoðark- vikmyndatökumaður, Árni Þorbjörn Gústafsson sá um hljóðupptöku, Eggert Ketilsson sá um brellur og Jonny Devaney, Breti sem hefur unnið á Íslandi í tæp tuttugu ár, var ljósameistari. Það reyndist merki- lega líkt að taka upp bíómyndir í Pal- estínu og á Íslandi. „Það er ofsalegur kraftur í fólki þar þegar kemur að listsköpun. Allir vilja leggja hönd á plóginn. En það vofir alltaf yfir skuggi hernámsins sem er ekki hér á Íslandi og maður finnur fyrir því alltaf og alls staðar. Maður getur alltaf lent í því að þurfa að bíða í langan tíma á eftirlitsstöð eða hreint og beint staðið frammi fyrir því að komast ekki leiðar sinnar þann daginn.“ Þjófsaugu fjallar um Tarek sem snýr aftur eftir áratugslanga fang- elsisdvöl og reynir að leita uppi dóttur sína, sem var barnung þegar hann var settur á bak við lás og slá. Sögusviðið er dalur þjófanna – þar sem stigamenn hafa rænt fólk um aldir. Stockfish þakkar: C hristine Vachon hef-ur áralanga reynslu af því að framleiða óháð- ar bandarískar kvikmyndir sem margar hafa sópað til sín verð- launum. Hún mun flytja fyrir- lesturinn „From Shoestrings to the Oscars“ í Bíó Paradís laugar- daginn 28. febrúar klukkan 15. Þar fjallar hún um þær hindr- anir sem framleiðendur óháðra mynda þurfa að yfirstíga í kvik- myndalandslagi nútímans. Hvern- ig er hægt að fjármagna myndir án aðstoðar stórra kvikmynda- fyrirtækja eða ríkisstyrkja? Hvaða leiðir eru færar aðrar í fjármögn- un fyrir framleiðendur óháðra mynda í dag? Hvernig er best að ná til áhorfenda nú þegar dreif- ingarleiðir kvikmynda breytast ört? Vachon hefur framleitt myndir sem hafa unnið Óskarsverðlaun sem og verðlaun á kvikmyndahá- tíðum á borð við Cannes og Sund- ance. Nýjasta mynd hennar er Nasty Baby sem keppir á Sund- ance í ár og þá framleiddi hún Still Alice – en Julianne Moore er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona fyrir leik sinn í myndinni. Meðal annarra mynda sem hún hefur framleitt eru Far From Heaven, Boys Don’t Cry, Po- ison, One Hour Photo,  Hed- wig and the Angry Inch, Happ- iness,  Velvet Goldmine,  I Shot Andy Warhol, Go Fish, Swoon, I’m Not There og Safe – en sú síðast- nefnda verður sýnd í Bíó Paradís strax á eftir fyrirlestrinum. Fyrirlestur Christine Vachon er í boði bandaríska sendiráðsins. „Nú skuluð þig skrifa eins og Íslendingar“ Stockfish verður í samstarfi við MIDPOINT og FAMU í Prag Fyrirlestrar og viðburðir á Stockfish: Reykjavík Embassy of the United States of America Sendiráð Bandaríkjanna In cooperation with Goethe-Institut Danemark 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.