Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Síða 71

Fréttatíminn - 13.02.2015, Síða 71
Úr öskustónni á Óskarinn Christine Vachon fjallar um fjárhagshliðar óháðrar kvikmyndagerðar S tockfish hyggur á samstarf með MIDPOINT, hand-ritamiðstöð Mið-Evrópu, og tékkneska kvikmyndaskólan- um FAMU í Prag en hann er einn frægasti kvikmyndaskóli heims og þaðan hafa útskrifast leikstjórar á borð við Miloš Forman, Ag- nieszka Holland, Emir Kusturica, Vera Chytilová, Jirí Menzel, Goran Paskaljevic og Jan Hrebejk – og íslenskir kvikmyndagerðarmenn á borð við Grím Hákonarson, Börk Gunnarsson, Hauk Má Helgason, Hjálmar Einarsson og Þorgeir Þor- geirsson heitinn. Pavel Jech, skólameistari FAMU og yfirmaður MIDPOINT, verður bæði með vinnustofu og masterc- lass á hátíðinni – en þegar Grímur Hákonarson nam kvikmyndir við FAMU kenndi Jech honum hand- ritagerð og ber Grímur honum vel söguna. „Við unnum mjög vel saman og vorum á svipaðri bylgju- lengd. Hann hafði einnig mjög gaman að okkur Íslendingunum, sem drukkum mest og unnum mest. Hann bjó til frasann: „Nú skuluð þig skrifa eins og Íslend- ingar.“ Ég veit ekki hvort hann er notaður enn.“ En samnemendurnir skipta ekki minna máli í svona námi. „Þetta var frábært umhverfi og ég kynnt- ist fullt af hæfileikaríku fólki frá ýmsum löndum, t.d. tökumanni frá Eistlandi sem ég gerði „Slavek the Shit“ með. Slavek var síðan valin inn á Cannes og gerði það mjög gott á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímur sem þessir mundir er að klára eftirvinnslu á Hrútum, sem frumsýnd verður seinna á árinu. Pavel Jech mun halda mast- erclass í Bíó Paradís föstudaginn 20. febrúar kl. 20 og ber hann yfirskriftina „Tíu brandarar sem munu kenna þér allt sem þú þarft að vita um handritaskrif.“ Samstarf leikstjóra og leikkonu – masterclass Þau Rachid Bouchareb og Brenda Blethyn hafa unnið saman í tveim- ur myndum á síðasta áratug. Í bæði skiptin var hann leikstjóri og hún aðalleikkona. Þau ræða það samstarf og hvað þarf til þess að það virki í masterclass á hátíðinni. Bíó Paradís, 23. febrúar kl 16:00 – 17:30. Gagnrýnendamálstofa Hver er staða kvikmyndagagnrýni í dag? Er internetið bölvun eða blessun? Við fáum nokkra valin- kunna gagnrýnendur til að ræða þau mál – innlenda sem og er- lenda – og fáum bæði innsýn inn í störf reyndra kvikmyndarýna á borð við Peter van Bueren sem og ungra gagnrýnenda sem eru að byrja, en Simran Hans kemur fyrir hönd Nisi masa, samtaka sem sjá um að hjálpa ungum gagnrýnend- um og ungum kvikmyndagerðar- mönnum að koma sér á framfæri. Bíó Paradís, 24. febrúar kl 12:00. Evrópa fjárfestir í íslenskri kvikmyndagerð Í janúar síðastliðnum voru liðin 25 ár síðan Íslendingar byrjuðu að taka þátt í Eurimages, kvik- myndasjóði Evrópuráðsins. Auk þess hefur Media-áætlun Evrópu- sambandsins verið hornsteinn í fjármögnun, þróun og dreifingu íslenskra kvikmynda og komið að stuðningi við framleiðslu á ís- lensku leiknu sjónvarpsefni. Af því tilefni verður haldinn fyrir- lestur þar sem Hilmar Sigurðs- son, formaður ÍKSA, fer yfir sögu evrópsks fjármagns í íslensku kvikmyndaefni og hvernig Crea- tive Europe áætlunin nýtist ís- lenskum kvikmyndaframleið- endum í fjármögnun sinna verka. Bíó Paradís, 27. febrúar kl 12:15. Uppgötvun úr fortíðinni:  Nico á Íslandi Hin ljóðræna kvikmynd Sárið inní okkur (The Inner Scar) var tekin upp í eyðimörkum hér og þar um heimin fyrir rúmum 40 árum síðan – þar á meðal á Íslandi. Það sem meira er – hin goðsagnakennda rokkdíva Nico er þar í aðalhlut- verki. Uppgötvanir úr fortíðina verða fastur liður á hátíðinni svo lengi sem fjársjóðskortin okkar leiða okkur á rétta braut. Bíó Paradís, 25. febrúar kl 20:30 og 1. mars kl 18:00. Bíóklassík: Sigurður Sverrir Pálsson heiðraður Íslenski kvikmyndatökumaðurinn Sigurður Sverrir verður í brenni- depli í flokknum Bíóklassík – en þrjár myndir hans verða sýndar á hátíðinni; Land og synir, Tár úr steini og Kaldaljós. Sigurður Sverrir mun sjálfur ræða ferilinn og svara spurningum í lok hverrar sýningar og mun Ásgrímur Sverris- son stjórna umræðum. Norskir kvikmyndagerðarmenn í kastljósi Þrír norskir leikstjórar, Bent Ha- mer, Eskil Vogt og Unni Straume verða sérstakir gestir hátíðar og sýnd verður ein mynd eftir hvert þeirra á hátíðinni auk þess sem þau verða sjálf viðstödd sýningar mynda sinna og svara spurningum áhorfenda eftir sýningar. Sýnd- ar verða myndirnar 1001 Grams eftir Bent Hamer, Blind eftir Es- kil Vogt og REMAKE.me eftir Unni Straume. Frá Íslandi til Palestínu Þjófsaugu er palestínsk mynd – með ríka Íslandstengingu F ahad Falur Jabali er Íslend-ingur. Najwa Najjar er banda-rísk. Bæði eiga þau ættir að rekja til Palestínu (Fahad á íslenska móður og palestínskan föður sem flutti hingað fyrir um hálfri öld) og hafa þau nú unnið saman að tveimur kvikmyndum í Palestínu. Hún sem leikstjóri og hann sem meðframleið- andi. Sú seinni heitir Þjófsaugu (Eyes of a Thief) og verður sýnd á Stock- fish og bæði eru þau sérstakir gestir hátíðarinnar. „Ég kynntist Najwa og mann- inum hennar, framleiðandanaum Hani Kort, þegar ég vann að fyrstu myndinni hennar, Granatepli og myrra (Pomegranates and Myrrh). Ég hélt sambandi við þau eftir það og tók þátt í þróun handritsins að þessari mynd og framleiðslu.“ Fleiri Íslendingar komu að mynd- inni fyrir tilstilli Fahads. Bróðir hans Ómar Jabali var aðstoðark- vikmyndatökumaður, Árni Þorbjörn Gústafsson sá um hljóðupptöku, Eggert Ketilsson sá um brellur og Jonny Devaney, Breti sem hefur unnið á Íslandi í tæp tuttugu ár, var ljósameistari. Það reyndist merki- lega líkt að taka upp bíómyndir í Pal- estínu og á Íslandi. „Það er ofsalegur kraftur í fólki þar þegar kemur að listsköpun. Allir vilja leggja hönd á plóginn. En það vofir alltaf yfir skuggi hernámsins sem er ekki hér á Íslandi og maður finnur fyrir því alltaf og alls staðar. Maður getur alltaf lent í því að þurfa að bíða í langan tíma á eftirlitsstöð eða hreint og beint staðið frammi fyrir því að komast ekki leiðar sinnar þann daginn.“ Þjófsaugu fjallar um Tarek sem snýr aftur eftir áratugslanga fang- elsisdvöl og reynir að leita uppi dóttur sína, sem var barnung þegar hann var settur á bak við lás og slá. Sögusviðið er dalur þjófanna – þar sem stigamenn hafa rænt fólk um aldir. Stockfish þakkar: C hristine Vachon hef-ur áralanga reynslu af því að framleiða óháð- ar bandarískar kvikmyndir sem margar hafa sópað til sín verð- launum. Hún mun flytja fyrir- lesturinn „From Shoestrings to the Oscars“ í Bíó Paradís laugar- daginn 28. febrúar klukkan 15. Þar fjallar hún um þær hindr- anir sem framleiðendur óháðra mynda þurfa að yfirstíga í kvik- myndalandslagi nútímans. Hvern- ig er hægt að fjármagna myndir án aðstoðar stórra kvikmynda- fyrirtækja eða ríkisstyrkja? Hvaða leiðir eru færar aðrar í fjármögn- un fyrir framleiðendur óháðra mynda í dag? Hvernig er best að ná til áhorfenda nú þegar dreif- ingarleiðir kvikmynda breytast ört? Vachon hefur framleitt myndir sem hafa unnið Óskarsverðlaun sem og verðlaun á kvikmyndahá- tíðum á borð við Cannes og Sund- ance. Nýjasta mynd hennar er Nasty Baby sem keppir á Sund- ance í ár og þá framleiddi hún Still Alice – en Julianne Moore er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona fyrir leik sinn í myndinni. Meðal annarra mynda sem hún hefur framleitt eru Far From Heaven, Boys Don’t Cry, Po- ison, One Hour Photo,  Hed- wig and the Angry Inch, Happ- iness,  Velvet Goldmine,  I Shot Andy Warhol, Go Fish, Swoon, I’m Not There og Safe – en sú síðast- nefnda verður sýnd í Bíó Paradís strax á eftir fyrirlestrinum. Fyrirlestur Christine Vachon er í boði bandaríska sendiráðsins. „Nú skuluð þig skrifa eins og Íslendingar“ Stockfish verður í samstarfi við MIDPOINT og FAMU í Prag Fyrirlestrar og viðburðir á Stockfish: Reykjavík Embassy of the United States of America Sendiráð Bandaríkjanna In cooperation with Goethe-Institut Danemark 7

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.