Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 48
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt frá 1.495 Snjósköfur margar gerðir Dráttartóg, ýmsar gerðir Bensínbrúsar Plast/Blikk 5, 10, 20L Vasaljós og lugtir, yfir 30 gerðirÍseyðir-spray á hélaðar rúður frá 125 frá 1.495 frá 495 Strekkibönd Bílrúðusköfur frábært úrval Snjóskóflur margar gerðir frá 1.999 frá 1.495 Startkaplar 48 sprengidagur Helgin 13.-15. febrúar 2015 Sprengidagur eða „skvetta vatni dagur“? S prengidagur er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, sjö vikum fyrir páska. Elsta heimild um íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna og er að finna í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar tal- ar hann að vísu um sprengikvöld en ekki dag og vísar í mikilfenglega átveislu með allskonar meðlæti. Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til kaþólskra siða, en fasta kaþólskra hefst daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt fram að páskum. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra en líklegt er að sú hugmynd sé alþýðuskýring. Hitt er lík- legra að nafnið beri að rekja til þeirrar kaþólsku venju að skvetta vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku „Sprengtag“ og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaup- mönnum á síðmiðöldum. Saltkjötsveisla snæðingsins á sprengidag Víkin – kaffihús er ein besta geymda perla borgarinnar. Kaffihúsið er stað- sett í miðju Sjó- minjasafninu með frábæru útsýni yfir höfnina. Snorri Birgir Snorrason, eigandi og kokkur á Víkinni, heldur fast í íslenskar hefðir og mun, ásamt félaga sínum Bjarna snæð- ingi, efna til heljar- innar saltkjötsveislu á sprengidag. Bjarni snæðingur og Snorri Birgir standa fyrir salt- kjötshlaðborði á sprengidaginn. Ljósmynd / Hari. É g er búinn að vera hérna í fjögur ár og það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum, sem er á hraðri upp- leið,“ segir Snorri. Það er orðið glæsilegt um að lítast í Granda- garðinum, en margir staðir bjóða upp á glæsilega verönd þar sem hægt er að sitja og snæða úti þeg- ar veður leyfir. Í Víkinni er boðið upp á léttar veitingar, kaffi, kökur, smurbrauð, fisk og súpur ásamt fleiru. Saltkjöt og baunir, en enginn túkall Í tilefni sprengidagsins mun Snorri bjóða upp á sérstakt saltkjötshlað- borð í hádeginu næstkomandi þriðju- dag, á sprengidaginn sjálfan. „Við Bjarni félagi minn höfum verið að tala aðeins um það að upphefja ís- lenskar hefðir,“ segir Snorri, og á þá við Bjarna snæðing, sem er einna þekktastur fyrir að hafa boðið upp á sviðakjamma með öllu í lúgusjopp- unni á BSÍ um árabil. Þeir félagar hafa áður boðið upp á allsherjar sviðaveislu og skötuveislu, og nú er komið að saltkjötinu. „Ég veit ekki til þess að boðið hafi verið upp á salt- kjötshlaðborð áður, þannig þetta er skemmtilegt nýjung.“ Á hlaðborðinu verður ekki einungis hægt að fá hefð- bundið saltkjöt, einnig verður boðið upp á saltaða svínasíðu, reykta svína- síðu og saltfiskragú. „Við erum byrj- aðir að taka við bókunum og greini- legt er að áhugi fólks er til staðar. Það er nefnilega tilvalið að fá sér salt- kjöt í hádeginu, en eins og menn vita þá geta næturnar orðið ansi erfiðar eftir mikið saltkjötsát. Það er því um að gera að borða það í hádeginu og fá sér svo eitthvað létt um kvöldið,“ segir Snorri. Líkt og áður segir fer hlaðborðið fram í hádeginu á sprengidag, næst- komandi þriðjudag og kostar litlar 2.990 kr. „Snæðingurinn mun stjórna öllu eins og herforingi, enda hokinn af reynslu þegar kemur að íslenskum matarvenjum,“ segir Snorri, sem er spenntur fyrir hlaðborðinu. Þeir fé- lagar leggja mikið upp úr því að hrá- efnið sé fyrsta flokks og kemur allt kjötið frá Kjarnafæði. „Þeir vinna allt af alúð og kjötið er án allra aukaefna, eins og við viljum hafa það.“ Ekta íslenskt kaffihlaðborð á sunnudögum Það er nóg um að vera í Víkinni þessa dagana, en Snorri hefur ákveðið að endurvekja kaffihlaðborð á sunnudögum. „Þetta er svona eins og það var í gamla daga og minnir á gott fermingarhlaðborð. Á boð- stólum verða ýmsar hnallþórur, marengs, pönnukökur, kleinur, flat- kökur með hangikjöti og hinni heil- ögu rækjubrauðtertu,“ segir Snorri. Kaffiboðið verður alla sunnudaga á milli klukkan 14 og 17 og hvetur Snorri allar fjölskyldur til að gera sér ferð í Sjóminjasafnið og Víkina að Grandagarði 8 og eiga þar nota- lega stund. Unnið í samstarfi við Víkina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.