Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 16
Óskar Jónasson leikstýrir nýrri íslenskri gamanmynd sem ber heitið Fyrir framan annað fólk. Snorri Engilbertsson fer með aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um ást, fíkn og stjórnleysi. Tökur hefjast í vor og stefnt er á frumsýningu næsta vetur.  KviKmynd myndin byggir á leiKriti sem Kom á óvart F yrir framan annað fólk er byggð á samnefndu leikriti eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhús- inu árið 2009. „Leikritið var mjög sérstakt, og kannski ekki allra, en fékk samt sem áður mjög góða dóma og viðtökur. Ég féll fyrir hug- myndinni sem er í kjarna verksins, þetta er fersk og húmorísk nálgun á mörgu af því sem við erum að eiga við alla daga,“ segir Óskar. Félagsfælinn og ástfanginn hönnuður Sagan fjallar um Húbert, félagsfæl- inn grafískan hönnuð, sem á erfitt með samskipti við fólk almennt og sérstaklega við hitt kynið. Í einu af fjölmörgum vinnustaðapartíum kynnist hann draumadísinni Hönnu og það er ást við fyrstu sýn, af hans hálfu. Húbert kann hins vegar eng- ar aðferðir til að nálgast hana og í hita augnabliksins bregður hann á það ráð að herma eftir yfirmanni sínum, sem er vel sjóaður kvenna- bósi, sem kann öll trixin í bókinni. Þetta brýtur ísinn, þó að Hanna viti alveg að Húbert sé að grínast. Húbert hefur himin höndum tek- ið, ekki síst við að uppgötva þessa duldu eftirhermuhæfileika. „Leikritið í Hafnarfjarðarleik- húsinu kom mér verulega á óvart. Ég hefði ekki viljað vita fyrirfram hvernig sagan þróast og því fer ég eins og köttur í kringum heitan graut þegar kemur að því að segja frá söguþræðinum,“ segir Óskar, en hann segir jafnframt að áhorfendur eigi eftir að geta séð sjálfa sig í sög- unni. „Þetta er heilsteyptur heimur með raunsærri mynd af fólki sem við þekkjum. Við könnumst öll við þetta leikrit sem við leikum í til- hugalífinu. En svo rennur upp stund sannleikans, fyrr eða síðar, þegar við þurfum að ganga fram fyrir skjöldu og vera við sjálf.“ Sannleikur eða blekking? Snorri Engilbertsson fer með hlut- verk Húberts, en þróun sambands hans og Hönnu, sem leikin er af Hafdísi Helgu Helgadóttur, er rauði þráðurinn í gegnum söguna. „Það kannast allir við þessa fyrstu mán- uði, þegar maður er blindur og geð- veikur. En svo eru það mómentin sem koma þar á eftir. Er þetta ást eða ekki? Sannleikur eða blekk- ing? Draumar eða raunveruleiki? Því þarf Húbert að komast að,“ seg- ir Snorri. Með önnur aðalhlutverk fara Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmir Snær Guðnason, en hann leikur yfirmann Húberts, sem er nettur flagari sem elskar allt sem viðkemur Ítalíu. Áhugi erlendis frá Óskar er nýkominn heim frá Berlín, þar sem hann var staddur á Berl- inale kvikmyndahátíðinni. Sam- hliða hátíðinni fer fram svokallað- ur samframleiðendamarkaður, þar sem aðstandendum nýrra mynda gefst kostur á að ræða við stærri framleiðendur. „Þetta er mjög gagn- virkt fyrirkomulag, í rauninni eins og hraðstefnumót. Maður hittir hvern framleiðenda í hálftíma, þar sem farið er yfir framleiðslutengd mál eins og dreifingu og mögulegt samstarf,“ segir Óskar, en það kom honum skemmtilega á óvart hversu mikinn áhuga myndinni var sýndur. „Það hefur verið mikill spenningur fyrir norrænum glæpamyndum og sakamálaseríum undanfarið, en nú er fólk tilbúið fyrir rómantíska gam- anmynd frá Skandinavíu.“ Tökur hefjast í vor, en tökuferlið gæti tekið töluverðan tíma, þar sem handritið spannar heilt ár. „Sagan byrjar að vori og árstíðirnar þróast með sög- unni,“ segir Óskar. Fagnar því að þurfa ekki að vera fyndinn Óskar segir að myndin sé eins kon- ar gamandrama. Snorri bætir við: „Þetta er vel skrifað handrit og þess vegna líður mér vel með að þurfa ekki að vera fyndinn, ég treysti á að aðstæðurnar og kringumstæð- urnar í myndinni veki upp hlátur hjá áhorfendum.“ Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála, en stefnt er á að frumsýna næsta vetur. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Gamandrama um raunverulegt fólk Óskar Jónasson og Snorri Engilbertsson. Ljósmynd/Hari 16 kvikmyndir Helgin 13.-15. febrúar 2015 www.sagamedica.is Sama góða varan í nýjum umbúðum E N N E M M / S IA • N M 6 49 16 Ég nota SagaPro Helga Arnardóttir, húsmóðir „Stóla á SagaPro á daginn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.