Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 62
 Sjónvarp Hreimur Stýrir þætti Sem fer beint á Sjónvarp SímanS L andslagið í sjónvarpi er sí-fellt að breytast og sífellt minni eftirspurn er eftir línulegri sjónvarpsdagskrá. Njáll Þórðarson, vörustjóri hjá Síman- um, segir fyrirtækið ætla að gera tilraun til þess að bæta úrval áhorf- enda og sjá hvað virki og hvað ekki. Tilraunin er gerð í Sjónvarpi Símans, þar sem áhorfandinn vel- ur sér sjónvarpsefni þegar hann vill. Til þessa hefur þar verið að finna efni sem áður hefur verið á dagskrá sjónvarpsstöðva en nú er hugmyndin að prófa að framleiða efni beint þar inn. „Það sem við ætlum að gera er að opna sjónvarpið fyrir dagskrár- gerð af ýmsum toga. Ef einhver er með hugmynd og kemur með þátt til okkar, þá birtum við hann og áhorfandinn metur það hvort hann vilji sjá meira eða bara sleppa því,“ segir Njáll. „Við setjum þó þau skilyrði að þættirnir séu sóma- samlega gerðir og uppfylli siðferð- isreglur og slíkt. Þetta er vel þekkt erlendis og þess vegna viljum við gera þessa tilraun,“ segir Njáll. Þættirnir verða aðgengilegir á sjónvarpi Símans og í lok hvers þáttar fær áhorfandinn tækifæri að gefa þættinum einkunn með stjörnugjöf. „Við ætlum að ríða á vaðið í lok mánaðarins og setjum inn fjóra þætti sem við erum að framleiða sjálf,“ segir Njáll. „Það verða þætt- ir sem nefnast Hreimsins besti, og eins og nafnið gefur til kynna er þáttastjórnandinn söngvarinn Hreimur Örn Heimisson, sem hefur undanfarin ár gert mikið af því að vera með Popp-Quiz um allt land. Við ákváðum að henda hon- um í djúpu laugina og hann verð- ur með léttan tónlistartengdan spurningaþátt,“ segir Njáll. Þátturinn er þannig uppbyggður að Hreimur, ásamt liðsstjórunum Jóhannesi Ásbjörnssyni og Pétri Erni Guðmundssyni, fá til sín góða gesti sem keppa í popp-fræðum. „Þessi hugmynd var að skora hæst hjá okkar fólki, en við erum einn- ig með þrjár aðrar hugmyndir sem okkur langar að framleiða, en við byrjum á þessari,“ segir Njáll sem hlakkar til að sjá viðbrögðin við þessu. „Við vitum að það eru að- ilar sem liggja á góðum hugmynd- um fyrir sjónvarp og þess vegna hvetjum við fólk til þess að fram- leiða þær hugmyndir sem það er með. Við sýnum þær og aldrei að vita nema þessar hugmyndir endi í sjónvarpi fyrir allra augum. Við erum að opna partíið,“ segir Njáll Þórðarson, vörustjóri hjá Símanum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hreimur Örn Heimisson stjórnar nýjum sjónvarpsþætti sem framleiddur er fyrir Sjónvarp Símans. Prufuþáttur var tekinn upp í Austurbæ í vikunni. Síminn mun í lok mánaðarins bjóða upp á nýja þjónustu í sjónvarpi sínu. Þá verða aðgengilegir nýir íslenskir þættir sem áhorfendur geta horft á, þegar þeim hentar. Ennfremur geta áhorf- endur gefið þáttunum einkunn og haft áhrif á hvort þættirnir verði fleiri eða hvort þeir fari í almenna sjónvarpsdagskrá og framleiðslu. Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson stýrir fyrsta þættinum sem framleiddur verður. Síminn framleiðir sjónvarpsþætti  tónLeikar Sónar reykjavík Stendur yfir í Hörpu Skrillex kemur til landsins á einkaþotu Tónlistarhátíðin Sónar Reykja- vík hófst í Hörpu á fimmtudag og nær hámarki í kvöld og á morgun. Aðalnúmerið er bandaríski plötu- snúðurinn Skrillex sem treður upp á laugardagskvöld. Uppselt er á Sónar Reykjavík. Skrillex er einn vinsælasti plötu- snúður heims. Til marks um vin- sældir hans er hann með rúmlega fjórar milljónir fylgjenda á Twit- ter og um 20 milljónir like-a á Fa- cebook. Skrillex kemur hingað til lands eftir að hafa troðið upp í Lettlandi og ferðast hingað á einkaþotu. Hann er mikill Íslands- vinur og hefur til að mynda ferðast með Björk um Asíu. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans leggur hann mikið í tónleika sína hér og mætir með auka-hljóðkerfi svo allt verði sem best á kosið fyrir tón- leikagesti. Mikil spenna er fyrir tónleikum Mugisons á föstudagskvöld en hann er aftur kominn í raftónlist- argír eftir nokkurt hlé. Þá verður fjölskyldustemning þegar hljóm- sveitirnar Ghostigital og Fufanu eru hlið við hlið á dagskránni á föstudagskvöld. Einar Örn Bene- diktsson er sem kunnugt er í Gho- stigital en sonur hans, Kaktus, í Fufanu. -hdm Bandaríski plötusnúðurinn Skrillex treður upp á Sónar Reykjavík á laugar- dagskvöld. Hann kemur hingað til lands á einkaþotu. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Prinsinn lofaður í Skandinavíu Sorrí með Prins Póló er tilnefnd í ár til Norrænu tónlistarverð- launanna, The Nordic Music Price. Tólf plötur eru tilnefndar og þar af tvær íslenskar; áður- nefnd Sorrí og platan Trash From The Boys með Pink Street Boys. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2010 og féllu þá í skaut Jónsa. Aðrir verðlaunahafar eru Goran Kajfes frá Svíþjóð 2011, First Aid Kit 2012, einnig frá Svíþjóð, sem og The Knife 2013. Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi 5. mars. Vinningshafi fær 30.000 norskar krónur. Afmælisborgari frá Roadhouse Veitingastaðurinn Roadhouse fagnar á næstu misserum þriggja ára afmæli. Lítill fugl hvíslaði því að Fréttatímanum að Ásta Sveinsdóttir, einn eiganda Roadhouse, sé með nýjan hamborgara í smíðum, sem verður kynntur á afmælinu og talið er að sá borgari eigi engan sinn líkan í heim- inum. Talið er að aðdáendur Roadhouse, sem eru fjölmargir, bíði í ofvæni eftir því hvaða galdur komi að þessu sinni úr eld- húsinu. Kynnarnir verða í bláu Mikið hefur verið rætt um klæðaburð kynnanna þriggja í Söngvakeppni sjón- varpsins þetta árið. Þykja þær allar hinar glæsilegustu í fatnaði sem hannaður er af fatahönnuðinum Filippíu Elíasdóttur. Í fyrsta þættinum voru þær allar í svörtu, og um síðustu helgi skörtuðu þær eldrauðum dressum. Þetta hefur skapað umræðu undanfarna daga hjá tískuspekingum og margir sem hafa reynt að veðja á í hvaða lit kynnarnir verða í úrslitunum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans sáust þær Salka, Gunna Dís og Ragnhildur Steinunn máta bláa kjóla í húsakynnum RÚV í vikunni, svo allt bendir til þess að blátt verði liturinn á laugardag. Hellvar á ferðalagi um England Heiða Eiríksdóttir og félagar hennar í hljómsveitinni Hellvar hefja á morgun tveggja vikna tónleikaferð um England, með tónleikum í The Labour Club í Nort- hampton. Hellvar heldur svo 9 tónleika í ferðinni sem enda þann 28. febrúar með tónleikum í bænum Oundle, sem er skammt frá Peterborough í miðlöndunum. Ferðalagið hefur fengið nafnið Highway to Hellvar. Ný sending af sundfatnaði! Útsölulok 14.feb. 62 dægurmál Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.