Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 49
Helgin 13.-15. febrúar 2015 sprengidagur 49 Bolla bolla! B olludagur er mánudagurinn í sjö-undu viku fyrir páska og getur borið upp á tímabilinu 2. febrú- ar til 8. mars. Bolludagurinn dregur nafn sitt af bolluátinu sem einkennir hann og barst hingað seint á nítjándu öld ásamt þeim sið að vekja menn með flengingum þennan mánudag. Sumir hafa því tekið upp á því að kalla bollu- daginn einfaldlega flengingardaginn. Flengingarnar eiga sér líklega kaþ- ólska fyrirmynd í táknrænum hirting- um á öskudag. Sumir telja hýðingarnar þó eiga rætur sínar að rekja til frjósem- isgaldurs og með þeim eigi að vekja alla náttúruna til lífs og starfa þegar vorið er í nánd. Í kringum bolludaginn hefur myndast sú hefð að föndra skrautlega bolluvendi, oftast úr litríkum pappírsræmum sem límdar eru á prik. Börn flengja svo for- eldra sína með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla!“. Þessi siður er talinn hafa borist til Danmerkur frá mótmælendasvæðum í norðanverðu Þýskalandi og síðan til Ís- lands með dönskum kaupmönnum á 19. öld. Í upphafi taldist flenging ekki gild nema flengjarinn væri alveg klæddur og fórnarlambið óklætt, og því ekki óal- gengt að börn vöknuðu snemma til að geta „bollað“ foreldra sína í rúminu. Sá sem er flengdur getur losnað undan þjáningunum með því að gefa bollu í staðinn, og fyrir hvert högg átti barnið að fá eina bollu. Föndraðu þinn eigin bolluvönd Þ að er einfalt og skemmtilegt að föndra sinn eigin bollu-vönd. Í verkið þarf pappad- iska, krepappírsræmur, málningu, tréprik og heftara. Hugmynd 1: Málið mynd að eigin vali á bakhlið tveggja pappadiska. Þegar málningin hefur þornað eru diskarnir festir saman með því að hefta allan hringinn. Hægt er að hefta krepappírsræmur (eins og notað er í músastiga) á milli til að skreyta vöndinn enn meira. Einnig er hægt að setja nokkrar baunir á milli diskanna, en þá myndast skemmtilegt hljóð þegar vöndurinn er hristur. Annars er gott að fylla á milli diskanna með dagblöðum. Að lokum er priki, ca. 40-50 cm löngu, vafið með krepappírs- ræmum. Prikinu er svo stungið á milli pappadiskanna og fest vel með heftara. Hugmynd 2: Teiknið tvær stórar hendur á stíft karton og klippið út. Ágætt er að byrja á að teikna aðra höndina og nota hana síðan sem skapalón fyrir hina til að þær séu eins. Málið hendurnar í skrautleg- um litum. Heftið hendurnar saman og festar við prikið með sömu aðferð og lýst var hér að ofan. PIPA R \ TBW A • SÍA • 150462 M e ð í s len sku m rj óma G A M A L D A G S B ragð i ð sem kal l ar f ram dýrmætar minningar um gaml a gó ð a hei magerð a ís inn sem al l i r e l ska .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.