Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 49

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 49
Helgin 13.-15. febrúar 2015 sprengidagur 49 Bolla bolla! B olludagur er mánudagurinn í sjö-undu viku fyrir páska og getur borið upp á tímabilinu 2. febrú- ar til 8. mars. Bolludagurinn dregur nafn sitt af bolluátinu sem einkennir hann og barst hingað seint á nítjándu öld ásamt þeim sið að vekja menn með flengingum þennan mánudag. Sumir hafa því tekið upp á því að kalla bollu- daginn einfaldlega flengingardaginn. Flengingarnar eiga sér líklega kaþ- ólska fyrirmynd í táknrænum hirting- um á öskudag. Sumir telja hýðingarnar þó eiga rætur sínar að rekja til frjósem- isgaldurs og með þeim eigi að vekja alla náttúruna til lífs og starfa þegar vorið er í nánd. Í kringum bolludaginn hefur myndast sú hefð að föndra skrautlega bolluvendi, oftast úr litríkum pappírsræmum sem límdar eru á prik. Börn flengja svo for- eldra sína með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla!“. Þessi siður er talinn hafa borist til Danmerkur frá mótmælendasvæðum í norðanverðu Þýskalandi og síðan til Ís- lands með dönskum kaupmönnum á 19. öld. Í upphafi taldist flenging ekki gild nema flengjarinn væri alveg klæddur og fórnarlambið óklætt, og því ekki óal- gengt að börn vöknuðu snemma til að geta „bollað“ foreldra sína í rúminu. Sá sem er flengdur getur losnað undan þjáningunum með því að gefa bollu í staðinn, og fyrir hvert högg átti barnið að fá eina bollu. Föndraðu þinn eigin bolluvönd Þ að er einfalt og skemmtilegt að föndra sinn eigin bollu-vönd. Í verkið þarf pappad- iska, krepappírsræmur, málningu, tréprik og heftara. Hugmynd 1: Málið mynd að eigin vali á bakhlið tveggja pappadiska. Þegar málningin hefur þornað eru diskarnir festir saman með því að hefta allan hringinn. Hægt er að hefta krepappírsræmur (eins og notað er í músastiga) á milli til að skreyta vöndinn enn meira. Einnig er hægt að setja nokkrar baunir á milli diskanna, en þá myndast skemmtilegt hljóð þegar vöndurinn er hristur. Annars er gott að fylla á milli diskanna með dagblöðum. Að lokum er priki, ca. 40-50 cm löngu, vafið með krepappírs- ræmum. Prikinu er svo stungið á milli pappadiskanna og fest vel með heftara. Hugmynd 2: Teiknið tvær stórar hendur á stíft karton og klippið út. Ágætt er að byrja á að teikna aðra höndina og nota hana síðan sem skapalón fyrir hina til að þær séu eins. Málið hendurnar í skrautleg- um litum. Heftið hendurnar saman og festar við prikið með sömu aðferð og lýst var hér að ofan. PIPA R \ TBW A • SÍA • 150462 M e ð í s len sku m rj óma G A M A L D A G S B ragð i ð sem kal l ar f ram dýrmætar minningar um gaml a gó ð a hei magerð a ís inn sem al l i r e l ska .

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.